Þjóðólfur - 25.11.1887, Side 4

Þjóðólfur - 25.11.1887, Side 4
212 Akmeð! — og liann vill ekki fá mjer aptur gullpeningana mína og svörtu perlurnar mínar! Ó, auminginn jeg!; vitri dómari, jeg er fjelaus maður!“ „Sækið Ibrahim11 sagði dómarinn. Ibrahim kom og hneigði sig djópt fyrir dóm- aranum. „Hefur þfi fengið 300 gullpeninga og 14 svartar perlur hjá þessum unga manna til geymslu?11 „Hann er hálfbjáni, vitri dómari", svaraði Ibrahiin og lypti höndum til að sverja, „Jeg viidi jeg mætti aldrei sjá hinn lielga Kaaba; jeg vildi Huris mætti aldrei smyrja skegg mitt“........ „Ó þetta rauða skegg!“ sagði Selím kjökr- andi og lá enn með ennið niður á gólfi. „En hann er hálfbjáni eða svikari! Jeg vildi að augu m'm væru gerð blind, ef þau hafa sjeð gullpeninga þessa manns, jeg vildi að jeg yrði mállaus til æfiloka, ef jeg hef talað hjer nokk- urt ósatt orð frammi fyrir hinum vitrasta allra dómara". „Stattu upp!“ sagði dómarinn við Selím; „gefurðu komið með tvo valinkunna og heið- virða menn lijeðan úr bænum sem vitni um það, sem þú segir“. Selím stóð upp og leit á dómarann, en eins og steini lostinn, fieygði hann sjer aptur niður og sagði: „Allah ! Hann er þá líka rauð- skeggjaður. „Hefurðu vitni?“ sagði dómarinn óþolinmóð- nr. „Allah og Jlúhameð11! stundi Selim upp. „Allah er Allah og Múhameð er spámaður hans, en ef þú hefur engin önnur vitni, hefur þú tapað málinu", sagði dómarinn með miklum embættissvip og við Ibrahim sagði hann : „Þú getur farið". Yeitingamaðurinn í „LíkkistuMúhameðs11 lagði hendurnar á brjóstið, hneigði sig djúpt fyrir dómarauum, gekk burt og leit um leið horn- auga til Selíms, sem var utan við sig af ör- væntingu. Selím varð reikað út á götuna og setti sig undir smjörviðartrje eitt með þeim ásetningi, að hengja sig í trjenu innan fárra mínútna. En þá heyrði hann að sagt var: „Hefurðu náð rjetti þínum?“ Gamli maðurinn var kominn þar aptur. Selím hristi höfuðið, benti á trjeð og svaraði með gremju: „í ríki Harúns al Raskíðs nær maður að eins þeim rjetti, að hengja sig sjálf- ur“. Garnli maðurinn brosti og sagði: „Til þess hefur þú nógan tíma góðurinn minn. Leitaðu rjettar þíns, þangað til þú finnur hann. í Kal- ífágötu býr vandaður munkur einn, að nafni Iben el Zora. Parðu til hans og ef hann get- ur ekki hjálpað þjer til að ná rjetti þínum, þá skaltu hengja þig, hvar og hvenær sera þú vilt“. (Niðurl.). AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a hvert orö 15 stafa frekast; m. öðru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd Búnaðarskólinn á Hóluin. HJER MEÐ AUGLÝSIST, að skólastjóra em- bættið við búnaðarskóiann á Hólum í Hjalta- dal, verður samkvæmt reglugjörð skólans, veitt frá 14. maí næstkomandi einhverjum umsækj- anda með eitt þúsund króna launum af skóla- sjóði; einnig hefur skólastjóri af skólabúinu ó- keypis fæði, þjónustu, húsnæði og hita. Umsókn skrifleg sendist til formanns skóla- stjórnarinnar að Tungunesi í Húnavatnssýslu, fyrir 1. marz 1888. Á fundi að Víðimýri 2. nóv. 1887. Skölastjórnin. 488 Bazar og Tombóla! Þar eð oss finnst svo brýn nauðsyn á, að byggt sje Jivottaliús í'yrir aliiicnniiig' hjá „Lauguiium11. hefur Thorvaldsens-fjelagið á sett sjer að reyna að koma slíku húsi ppp, en til þess þarf tals- vert fje, og eru það því vinsamleg tilmæli vor, að bæjarbúar, jafnt æðri sem lægri, eptir efn- um vilji styðja þetta fyrirtæki með gjöfum til Bazars og Tombólu, sem vjer höfum áformað að halda í janúarmánuði 1888; timi og staður mun seinna nákvæmar auglýstur. Vjer undirskrifaðar tökum þakklátlega á móti gjöfum, og þar eð þetta varðar alla bæjarbúa, vonum vjer, að svo margir verði til að styðja þetta, að oss verði mögulegt að koma upp hús- inu fyrir næsta haust. Anna Daníélsson. Alfheiður Helgadottir. Elín Havstein. Elín Stephensen. Elína Sveinsson. Elín Tómasdóttir. Guðrún Bernhöft. Guðrún Borgfjórð. Johanna Havstein. Kristín Sveinhjarnardóttir. Kristjana Zoega. Lo visa Finnhogasen. María Bernhöft. María K. Finsen. María N. Finsen. Magdalena Ólsen. Marta Stephensen. Bagnheiður Melsted. Sigríður Hjaltested. Sigríður Jensson. Sígríður Jóhannesdóttir. Sigríður Jónassen. Sigríður Sveinbjarnard. Valgerður Jónsdóttir. Þóra Jónsdóttir. Þóra Thoroddsen. Þórunn Jónassen. Þórunn Stephcnsen. 489 Kólerukast. Brama-lífs-elixír yðar hefur frelsað líf mitt ur hörðu kolerukasti. Jeg bið yður að nota þetta vottorð mitt eins og yður sýnist. Kathi Ðittmer, Dublin. Nýgötu. Að undirskriftin sje rjett, vottar. Wien. I). Spitser, lyfsali. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-el- iocír eru firmamerki vor á glasinu, og ámerki- skildinnm á miðanum sjest blátt ljón og gull- bani, og innsigli vort MB & L i grænu lakld er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einif ötia til iiinri verðlaunata Krama-Ufs-elixtr. Kaupmannaliöfn. Vinnustofa: Körregade No. 6. 490 A L M A N A K Þjóðvinafjelagsins um ái'ið 1888 er til sölu á afgreiðslustofu Þjóðólfs. Kostar 45 a. 491 Andvari, allnr, eða einstakii' árgangar af 1.—6. ári, verður keyptur með niðursettu verði. Ritstjóri vísar á kaupanda. 492 GrnmUagt A M E R J K A Grundlagt 850 PH. HFJN8BERGER 188 Ludlow street og 89 Delancey street r " ' *' (U.S.A.). Imnernationalt Kommerce-Bureau for alle . kommercielle og private Anliggender. Agent- f ur, Kommission, Inkasso, Oplysnings-Kontor, \ Ahonnement og Annonce-Expedition, Adresse- Bureau. Notarius publicus, Patentkontor, Assu- rance, Depot for Aviser fra alle Lande, Bank og Vexelíorretning. PostJrimærker og Tjen- estefrimærker (hrugte) sælges og hyttes. Brugte , islandske Frimærker modtages mod andre | Frimærker, Bibliothek, Bogtrykkeri, Vareudförsel, Kori'espondance med alle Verdens Lande. Pris- kurant tilsendes mod indlagt Porto-Betaling í Frimærker. Aile Ordrer bör ledsages af et depositnm af 7 Francs — 5 Mark — 7 Lire ) — 3 Rnhler — 10 Pesetas — 6 Kroner — 6 Shillings. Dollarl. Contanter (Postauvisning ellet Banknoter). Modtagelse af Aunoncer og Ahon- ! nement. Deposita modtages paa Thjódólfur’8 , Expeditionskontor. KORRESPONDANCE: Fransk, Engelsk, Tysk, Hollandsk, Spansk. Denne Annonce maa indrykkes i andre Blade 493 | Zuckerkrankheit. wird nacli Professor Wilkensons neuester Methode dauernd heseitigt. Prospect gratis Carl Kreikenbaum, Brannschweig. 494 • Eigandi og ábyrgðirmaður: Þoi'leifui' Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarstíg. Prentari: Th. Jensen.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.