Þjóðólfur - 06.01.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.01.1888, Blaðsíða 2
2 ISLENSK ULL. Eptir enskan verksmiðjueiganda. Áður fiuttist ull frá íslandi nálega ein- göngu til Kaupmannahafnar og þaðan aptur. En á hinum síðustu árum hefur smásaman orðið breyting á þessu, því að nú er farið, æ meir og meir, að flytj a ullina beina leið til ullarverksmiðjanna, — til rnarkaðsins á Englandi. Þar eru unnir að minnsta kosti ’/8 af allri út- fluttri íslenskri ull, svo að það er ekki meir en */8, sem gengur til annara landa. Gæði ullarinnar og aðgreining henn- ar, verður jafnan það sem mest á ríður, til þess að hún geti haldið eða fengið betra álit og komist í hærra verð, en síðustu ár. Úr íslenskri ull er unnið það, sem á Englandi er kallað „hörð" vefnaðarvara; henni er og blandað sam- an við kamelhár (mohair) og alpakaull, sem unnin er í hina alkunnu „hörðu“ glansandi vefnaðarvöru, svo sem „mixed lustres", „alpacas-brillantines“, „cards“ o. s. frv. — Mjúku vefnaðarvörumar, sem í mörg ár hafa verið mest „móðins“, t. d. „kaschemir11 og „merino11, eru búnar til úr hinni mjúku og smágjörðu ull, sem flytst til Englands frá Kaplandinu og Ástralíu. Sú ull, sem er líkust ís- lenskri ull að gæðum, er ensk og skosk ull, og hafa þessar ullartegundir á síð- ustu árum að mestu leyti útilokað ís- lenska ull frá ýmsum verksmiðjum, sem á fyrri árum brúkuðu stórmikið af henni í teppadúka. Sem dæmi má nefna verk- smiðju þeirra Jóhn Grossley & Sons, Hali- fax, hina stærstu teppaverksmiðju í heimi; áður brfikaði hún mikið af is- lenskri ull, en vinnur nú eingöngu úr enskri og skoskri ull. — Færri kaupend- ur og minni eptirspum setur verð hverr- ar vöru niður, og örsökin til, að íslensk ull er nú eigi notuð til að vinna þessa vöru úr henni, er einkum það, hversu 'o- áreiðanlega oq iUa liún er þvegin, þurliuS og að skilin. Ullin frá hinum ýmsu hlutum íslands, er mjög misjafnlega verkuð, og er mikill munur á norðlenskri eða austfirskri ull og sunnlenskri. Ef tekin er meðalull íslensk og hún borin saman við meðalull enska, koma fram þessi hlutföll: „Top“ spinnanleg ull pd. „Noils“ brúkl. úi- gangur pd. •„Svind“ óhrein. og bleyta pd. Úr 16 pd. af enskri ull koma . . 12—13 1—2 1—2 En úr 16 pd. af ís- lenskri ull koma 9—10 2Á-3 3—4 Það er að eins hið svo kallaða „Top“, sem eiginlega nokkurt verð er í fyrir verksmiðjueigendurna; að eins úr því, en ekki öðru, er hægt að spinna. „Noils'1 eða stutta ullin (fætlingar ?) er seld sem mjög slæm ullartegund fyrir mjög lágt verð, en óhreinindin og bleitan rýra eigi að eins hið sanna gildi ullarinnar, held- ur skemma einnig maskínurnar, sem vinna þvílíka ull. Ef ullin á að geta verið í háu verði, ríður þess vegna mest á því, að hún sje svo hrein, sem auðið er, og vel þur, þegar henni er skipað út. Ensk- ir verksmiðj ueigendur kvarta almennt yfir því, hversu íslensk ull sje óáreiðan- leg. Frá sama verslunarstað og með sama merki kernur opt ull, sem er mjög misjafnlega verkuð, — sumt af henni vel þurt og að skilið, en sumt aptur illa að skilið, haustull og vorull í graut, hvor innan um aðra og illa þur ofan í kaup- ið. Það væri skilyrðislaust rjettast að hafa slæma og illa verkaða ull sjer og blanda henni ekki saman við góða ull. Jafnvel þó að nokkrir sekkir af slæmri ull verði að seljast með lágu verði, þá er það betra, því að góða ullin selst þá með miklu hærra verði, svo að meðal- verðið verður miklu hærra en ella. Hvort eitt eða annað vörumerki er í miklu á- liti eða ekki, er komið undir, hversu á- reiðanlegt það er. Ef ull með einhverju ákveðnu merki hefur reynst vel verkuð svo sem 2 ár, þá eru mikil líkindi til, að ull með sama merki verði í hærra verði næsta ár, með því að verksmiðju- eigendurnir hafa vandlega gætur á, hvern- ig ull reynist með því og því merki, hve mikið „top“, „noils“ og „svind“ er í ull með hverju merki fyrir sig, og á- kveða svo verð ullarinnar eptir því. Ef eitthvert merki missir á annað borð á- lit sitt, geta liðið mörg ár, þangað til það nær því aptur. — Loks má geta þess, að meðferð fjárins hefur mikil áhrif á gæði ullarinnar. Rekjavlk 6. jan. 1888. Bóknienntafjelagið. Fundur varhald- inn hjer í deildinni 2. þ. m. kl. 5 e. h. til að ræða um heimflutningsmálid. Það mál er nú reyndar sjálft að mestu leyti komið út af dagskrá, eða komið í það horf, að deildin hjer fer nú fram á að ná í allar fjelagstekjurnar hjeðan af landi, en deildin í Höfn vill ekki fallast á það, og lætur í ljósi, að hún geti ekki látið meira af hendi við deild- ina hjer en svo sem 1200—1400 kr. af fjelagstillögum hjeðan af landi, sem alls muni nema 1700 kr., þó svo að deildin hjer kostaði útgáfu Skírnis og skýrslna og reikninga. — Var samþykkt á fundin- um, að fela stjórn Reykjavikur deildar- innar að leita samkomulags við Hafnar- deildina um þetta mál í þá átt, „að tekj- ur frá fjelagsmönnum hjer álandi renni hjeðan af til Heykjavíkurdeildarinnar“. — Samþykkt var einnig að fela stjórn deild- arinnar að gangast fyrir að komið yrði upp einhverri sýnilegri minning um stofn- anda fjelagsins II. K. RasJc út af nýaf- stöðnu 100 ára afmæli hans, helst brjóst- líkneski, er standa skyldi á Austurvelli. Kl. 8 um kveldið hjelt dr. Björn M. Ólsen mjög fróðlegan og vel saminn fyrirlestur um E.. K. Ra.sk. Kvæði eptir Hannes Hafstein var sungið á undan og eptir fyrirlestrinum af stórum söngflokki (34 mönnum) undir forustu Steingríms Johnsens. Fyrirlestur hiildinn af kvennmanni. 30. í. m. hjelt yngismær Bríet Bjarnhjeðinsdóttir fyrirlestur hjer í bænum um kjör og rjettindi kvenna. H(in kvaðst halda þennan fyrirlestur, til að rjtifa þögn- ina um þetta mikla velferðarmál, úr því að aðrir sjer mentaðri kvennmenn gerðu það ekki. Hún skýrði síðan frá hag kvenna og rjettindum þeirra í ýmsum löndum frá því er menn hafa sögur af fram á vora daga, og gaf jafnframt upplýsingar um, hvað nú hefði verið rýmkvað til um rjett kvenna í ýmsum Löndum, sýndi fram á, hvernig hagur kvenna hefði verið hjer á landi og hvernig hann væri nú, og drap loks á hvernig ráða mætti bót á sumu af hinu marga, sem er öfugt í kjör- um og rjettindum kvenna. Fyrirlesturinn var fróðlegur, og fluttur með málsnild og mikilli mál- fegurð. Hann var vel sóttur, og hlýddu áheyr- endurnir á hann með athygli, og að því er ætla mætti með miklum áhuga. Bæjarstjórnarkðsning. 3. þ. m. voru þessir 4 menn kosnir í bæjarstjórnina hjer: H. Kr. Frið- riksson yfirkennari endurkosinn með 69 atkv., dr. J. Jónassen með 52 atkv., Þórhallur Bjarnarson restaskólakennari með 51 atkv. og Guðbrandur Finn- bogason konsúll með 46 atkv. — Það var í fyrsta skipti, við þessa kosningu, að ein af atkvæðisbær- um konum bæjarins neytti kosningarrjettar síns, Kristín Bjarnadóttir frá Esjuhergi. — Kristján Ó. Þorgrímsson hafði daginn áður og sama morgun- inn gengið meðal lýðsins, til að snapa saman at- kvæði handa sjer. — Á kjörfundinum kusu hann 12 til að hafa á hendi stjórn bæjarins. Brennumálið. Það er nú komið upp, hverjir kveiktu í húsinu Bjargasteini hjer í bænum að- faranótt 11. nóv. f. á. Eigandi hússins Jóhannes Pálsson, kona hans Elísabet og bróðir hans Guð- mundur meðgengu glæp þennan á gamlaársdag. Það var i fyrstu sagt, að þeir bræður hefðu farið hjeðan úr bænum 2 dögum áður en í var kveikt. . ■P

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.