Þjóðólfur - 03.02.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.02.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júll. ÞJÓÐÖLFUR. Uppsögn skrifleg. bund- in viö áramöt, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reykjarík, föstudagina 3. febníar 1888. Nr. 7. Sagan um kvæðið í minningu Rasks. Kvæði þetta var sungið á samkomu í íslenclingafjelagi 24. nóvember fyrra árs. Miðvísan or nokkuð harðorð um Dani, en stundum hafa íslensku skáldin þo kveðið betur að, bæði beinlínis og óbein- línis. Enginn reis upp á fundi íslend- inga, til þess að mótmæla vísunni, enda hafa víst allir álitið, að þar væri átt við fornar aðfarir Dana gegn íslendingum. Fjelagið er prívatfjelag, svo að það má ekki birta opinberlega, hvað gjörist í því og liggur hegning við, en samt sem áð- ur kemur út í Dagblaðiriu 5 dögum seinna útlegging af hörðustu orðatiltækjum í miðvisunni, með auðvirðileguin árásum og óþokkaorðum til dr. Finns Jónssonar, sem var forseti í íslendingafjelagi um þess- ar mundir, rituð f sama anda og róg- hurður frjettaritara Dagblaðsins var skrif- aður. Hjer hafði eitthvert fúlmennið komið ár sinni vTel fyrir borð, gjört sitt til að rægja Finn Jónsson frá háskólan- um í Kaupmannahöfn, og koma fjand- skap npp á meðal íslendinga, og biiið sjálfmn sjer góða framtíð hjá hinum róg- bei a-vinveittu Danahöfðihgjum. Di. Finnur Jónsson gaf siðan yíirlýs- ingu í Dagblaðinu, en hún gat ekki sef- að hina reiðu guði. Síðan kom önnur yfirlysmg í Dagblaðinu frá manni i stjórn Islendmgafjölags, en nú voru hráka- sleikjur Dana ekki iðjulausar. Smáskáld- ið Bertel Edvard Ólafur Þorleifssou, sem lengi hefur verið i Höfn. að lesa lækn- mfrseði og gengur nám sitt mjög tregt, notaði nú tækifærið, til þess að koma *1 “;):,’lkinn hjá Dönum og halla rjettu “d ]] ‘niU Var fivorki viðriðinn kvæð- 18 '8- M l>.n„ var þar ekki, en þo þarf hann að sWf. • n , ,, x , .. a , s|etta sjer fram * í pGtta með horðura asölrnnnv i • t í - i . ORunnra ura stiorn Islendingarj elags, (o: helst dr. Finn Jóns son) og yfirlýsingum um, að hann skýrt og skilmerkilega frá sjer 0g sinni samvisku allri þeirri ábyrgð 0g þeim bletti, sem þessi ósómi Islendingafjelags setji á íslendinga bæði hjer og heima. Svo viðkvæm er samviska þessa manns s©m fyrir fám árum, þegar Schierbeck landlæknir kom hingað til lands, brúk- aði ófögur orð um Dani og Dana- stjórn. En samviskan var veik hjá fleir- um. Hinir efnilegu laganámsmenn Lár- us Bjarnason frá Bíldudal og Ólafur Páls- son frá Akri, voru að sækja um styrk af dönskum sjóði. Þeir lögðu af stað til prófessoranna Ussings og G-oos, til þess að þvo sama blettinn úr skyrtunum sín- um framan í þeim, eins og Bertel, þó að þeir hefðu ekki komið neinstaðar nærri. Það fara engar sögur nm það, hvað hrein- ir og hvitir þeir urðu, eða hvort það hafi komið nokkrar saurslettur úr þvotta- kerinu á aðra, en skömmn síðar fengu þeir styrkinn. Hinir heilögu og hvitu, sem vjer ekki vitum greinlega hverjir eru, fóru svo að ganga um með skjal meðal íslendinga til undirskriptar, til þess að mótmæla og þvo sig hjá Dönum. Það var síðan prentað nafnlaust i Dag- blaðinu. Það varð til þess að blása, að kolunum enn meir og æsa hægri menn, sem völdin hafa, gegn Þorsteini Erlings- syni og dr. Finni Jónssyni. Meðan þetta gjörðist, urðu höfðingjar Dana æ reiðari og hlýddu ekki á orð neins annars en hrákssleikjanna. Há- skólaráð Dana fór nú að láta á sjer bera, en i því sitja gamlir öldungar og mestu vísindamenn Dana. Það tók sjer dóms- vald i máli þessu og bjuggust allir við þungum dóm. Það hjelt svo fund á á- kveðnum degi innan luktra dyra og á- kvað að láta þá, dr. Finn Jónsson og Þorstein Erlingsson, fá opinbera smán. Dr Einnur fjekk áminningarskjal, en Þorsteini var boðið að mæta á ráðstofu háskólans, til að taka á móti sínum skerf. Þorsteinn kom á tilteknum tíma, og var þar fyrir mannsöfnuður mikill af dönsk- um höfðingjum. Reis þá háskólastjór- inn upp og hjelt yfir honum þrumandi áminningarrapðu. Þorsteinn bað um að fá að segja nokkur orð, en var synjað. Síðan skrifaði háskólaraðið til ráðgjafans, og veít nú enginn, hvað verður. Hægri blöðin auglýstu þetta svo um alla Danmörku, sem merki um vald og vegsemd danskra manna gagnvart ís- landi, en vinstri blöðin ljetu sig þetta engu skipta, og eitt vinstra blaðið gjörði hálfgjört skop að Dagblaðinu fyrir af- skiptasemi þess og tilraunir prófessor- anna til að ala islenska stúdenta npp. Meðal íslendinga hefur þetta haft þær aíleiðingar, sem rógberinn, hræsnararnir og hrákasleikjurnar helst mundu óska. íslendingafjelag fer vafalaust um koll. Mer.n þora ekki, að tala mælt mál, því að enginn veit, nema orð manns sjeu daginn eptir auglýst í blöðum, rangfærð og ranghermd. Islendingar i Kaup- mannahöfn verða að fara að ganga í leyni- íjelög, með ströngum lögum, líkt og með- limir annara kúgaðra þjóða. Eptir fregnum hjer í bænum, sem hafð- ar eru eptir brjefum frá Jóni Þorkels- syni, sem alþing veitti fiOO kr. styrk í sumar, til að gefa út islenskt fornbrjefa- safn, á ráðgjafi Dana að hafa sett dr. Finn af, sem kennara við háskólann. Þessi sami Jón Þorkelsson kemst þá lík- lega í stöðu dr. Finns, enda er það ætl- un manna, að hann sje öllum öðrttm fremur til þess maklegur af Dönum, fyr- ir afreksverk þau, er hann hefur unnið á þessum síðustu og verstu tímum. „Fjallkonan" og þurrabúðarmannalögin. (Niðurl.). Hinar einstöku greinir frumvarpsins eru, vægilega t.alað, eiginægilega vel hngsaðar og eigi nægilega vel orðaðar. Má svo að orði kveða, að í hverri grein komi pað fyrir, sem eigi er hafandi. 1. grein segir svo: „Frá þessvm tíma má enginn gjörast Jrarrabúðarmaður, nema hann full- nægi þessmn skilyrðum11. Það getur verið, að það megi slá því föstu, að þessi iimi sje sá tími, þeg- ar lögin ná lagagildi, en jeg álít slík orð ðhaf- audi í lögum. Þá er orðið „enginn“; nær það einnig til kaupstaða? Svo mun verða að vera, þótt. bæjarstjórn sje eigi nefnd, þvi þurrabúðar- menn eru líka í bæjum. í greinina vantar ákvæði, sem eru nanðsynleg, nm það, hverjiv sjeu þurra- búðarmenn. Slík ákvæði vanta í Löggjöf vora. Hvi'ð eru þeiv, sem lifa mest, á smíðum: trjesmið- ir, járnsmiðir o. s. frv.? Löggjöf vor þekkir þá ekki sem búsetta menn. Það er víða orðið að vana, að þeir álíti, að þeir haft búsetu rjettindi eptir tilsk. 19. febr. 1783, en hún snertir þá alls ekki sem búsetta. Eru þeir þá inniluktir í orðinu „enginn“, eða eru þeir hinir einu frjálsu menn, ef þeir einhvern veginn hafa getað fengið eitthvert svo kallað sveinsbrjef.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.