Þjóðólfur - 03.02.1888, Blaðsíða 4
28
Bráðum kemur úfc:
Fyrirlesturinn
um kjör og rjettindi kvenna,
sem
hjelt í Eeykjavík 30. des. f. á. og fjekk almennings
lof ('sbr. „ísafold11 nr. 1., „Þjóðólf" nr. 1., „I'jallk."
nr. 1. þ. á.). — Inniliald meðal annars: Eifið hans
.Adains. — Móses. — Páll postuli. — Forn-Gírikk-
ir. — Miðaldirnar. — Norðurlandaþjóðir i fornöld.
— Ejetnndi kvenua nú á tímum lijer á landi og
annars staðar. — Skólagöugurjettur. — Kosning-
arrjettur, fjárráð, jafnrjetti í atvinnu. — Mennt-
unar-ástand, störf. — Kvennaskólarnir hjer á landi.
— Skyldur konunnar, o. fl. o. fl.
Þetta er hinn fyrsti fyrirlestur, sem kvenn-
maður hefur haldið lijor á landi, og Jiar sem hann
hlaut almenna aðdáun af tilheyrendunum, er von-
andi, að almenningur út um land fagni honum, er
hann nú kemur út, á prenti. — Einkum er kvenn-
fólkinu nauðsynlegt, að lesa hann, til þess, að
geta fengið nokkura hugmynd um þetta mikilvæga
málefni.
Fyrirlesturinn verður seldur með afarlágu verði,
að eins 25 aui*a,
Konur sem karlar út um lánd, er vilja fá þenn-
an bækling til útsölu, láti mig vita um það, sem
allra fyrst, því upplagið er litið í samanburði við
væntanlega útgöngu.
Eeykjavík, 3. febr. 1888.
Sigurður Kristjánsson. 41
Anehor-Línan
flytur íslendinga, er þess æskja, til hvers staðar
sem er í Canada eða Bandarikjunum fyrir svo
lágt fargjald, sem unnt er, og skal það auglýst í
mars næst. Líklegast er, að það verði líkt og í
sumar leið. Menn eru beðnir að skrifa sig á sem
fyrst, svo hægt sje að gjöra ráðstafanir með gnfu-
skip i tíma og auglýsa, nær skipið kemur á hverja
höfn. Auk þeirra umboðsmanna, er Línan. áður
hafði, hefur hún nú fengið þessa:
hr. kaupm. Jón Jónsson í Borgarnesi,
— skipstj. S'ólva Thorsteinsen á ísafirði,
— kaupm. O. P. Möller á Hólanesi.
— bókhaldara P. Bjarnason á Sauðárkróki,
— veitingam. Jón Finnbogason á Seyðisfirði,
— söðlasm. Jón Jónsson í Hlíðarendakoti i Ev.s.
— járnsm. Sigurð Jónsson í Kvík.
Keykjavík, 28. jan. 1888.
Sigm. Huðmundsson,
útflutningstjóri Anchor-fjelagsins. 42
Stýrimannafræðin nýja
(sbr. 3.—4. tbl. „Fjallk.“ þ. á.)
fæst, í Keykjavík hjá Sigurði bóksala Kristjáns-
syni.
Kostar i sterku bandi 3 kr. 43
Jörðin Ytri-tíaltarvík, liggjandi í Skilmanna-
hreppi i Borgarfjarðarsýslu, fæst til ábúðar i næst-
komandi fardögum. Lysthafendur semji við Níels
bónda Eyjólfsson á Klöpp við Eeykjavík um bygg-
ingarskilmála, eða við hreppsnetndina i Stokkseyrar-
hreppi í Árnssýslu.
Stokkseyrarhreppi, 17. jan. 1888.
Einar Jónsson (oddviti). 44
Einkasala fyrir Damnörku á
p r j ó n a y j e 1 ú m frá Miihlliausen
og spólunarvjelum frá Chemnitz
með nýjasta og besta lagi fyrir verk-
smiðjuverð. Menn geta fengið að sjá
unnið á vjelarnar.
Simon Olsen & Co. s Trieotagefabrik.
Kjöbmagergade 50, C, 2. Kbhvn K.
45
Páll Briem, yflrrjettarmálfærslumaður, tek-
ur að sjer sókn og vörn mála, innheimtu á skuld-
um, innhorgun í landsbankann, útvegun á lánum
hjá landsbankanum og ýmsum öðrum, sölu og kaup
á fasteignum, og að koma fje manna á vöxtu á góð-
nm leigustöðum. Skrifstofa í bankahúsinu kl. 4—5
e. m. 46
A L M A N A K
Þjóðvinafjelagsins um árið 1888 er til sölu á af.
greiðslustofu Þjóðólfs. Kostar 45 a. 47
Eigandi og áhyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg.
Prentari: Th. Jensen.
22
„Hvers vegna ætli hún sje svona kát?“ hugsaði Jil-
in raeð sjálfum sjer.
Hann hjelt, að það væri vatn í köntiunni, og drakk
úr henni. En }iað var mjólk. Þegar hann liafði drukk-
ið úr könnunni, sagði hann:
„Það var gott“..
Díná rjeð sjer ekki fyrir kæti.
„Það var gott, Ivan, það var gott“, sagði hún.
Hún spratt síðan á fætur, klappaði saman iiöndun-
um, tók af lionum könnuna og stökk í hurt.
Upp frá þessu kom hún á hverjnm degi í laumi
með mjólk til hans. Tartararnir bjuggju stundum til
ost úr sauðamjólk. Þá gaf inin hinum nýja vini sínum
ætinnlega ostbita.
Einn dag, þegar faðir hennar liafði slátrað hafur,
kom hún til hans með kjötbita, sem hún hafði falið í
erminni sinni ; hún kastaði honuffl til Jilins og stökk
burtn.
Einu sinni kom mesta hrakviðri og rigning, eins
og steypt væri úr fötu. Smálækirnir urðu kolmórauðir
og veltust fram með miklu straumkasti og grjótburði.
Það tók jafnvel undir í fjallinu, er regnið streymdi niður.
Þegar rigningin var á enda, voru margir smá-
pollar eptir í þorpinu. Jiliu bað húsbónda sinn um
hnif, og með honum telgdi hann til smábát, bjó til á
23
hann hjól og setti tvær brúður í hann. Það var pilt-
ur og stúlka. Hann setti síðan bátinn út á einn poil-
inn, hjólin snerust, báturinn gekk og brúðurnar vögg-
uð.u aptur og fram.
Allir þorpsbúarnir söfnuðust kring nm Jilin, börn,
kvennfólk og karlar komu hlaupandi, skelltu tungunni
í góminn og kölluðu:
„Nei. nei, en hvað hann er sniðugnr þessi Rússi!“
Jilin haíði sjeð brotið rússneskt úr hjá Abdul. Hann
sagði við húsbónda sinn : „Fáðu mjer það ; jeg skal gera
við það“.
Hann tók úrið sundur með hníf, setti það saman
aptur, og það gekk.
Abdul varð svo glaður af þessu, að hann gaf hon-
um gömlu kápuna sína; hún var nú reyndar gatslitin.
Jilin gat ekki annað en þegið liana.
„Hún er þó betri en ekkert, til að hafa hana ofan
á sjer á nóttunni“.
Jilin varð þegar frægur sem mesti hagleiks og í-
þróttamaður. Menn komu frá fjarlægum þorpum, til
þess að sjá hann. Sumir höfðu með sjer bissur eða
skammbissur, aðrir komu með úr, til þess að biðja liann
að gera við þetta, o. s. frv. Húsbóndi hans gaf honum
töng, al og þjöl.
Einu sinni varð einn af Törturunum sjúkur; var