Þjóðólfur - 10.02.1888, Síða 2

Þjóðólfur - 10.02.1888, Síða 2
30 sjálfu sjer að gefa þetta út helclur en ekkert, svo ómerkilegar sem nú þessar nýju út- gáfur eru að öllu, nema að prentun og pappír. — Það er öldungis ekki mein- ing mín, að hver almúgamaður út af fyrir sig hafi pólitiska meðvitund eða ljósa skoðun á þessum óaldarbrag; en þessi pólitiska martröð lamar alla og liggur á öllum eins og hafisþoka. Það er venjulegt, eins og allir vita, að kenna náttúrunni um og harðindunum, en nátt- úran er ekkert harðari nú, en hún hefur ver- ið, og ekkert harðari hjer en í mörgum öðrum löndum. Hafi landinu farið apt- ur, eins og stundum er sagt og sum- staðar kannske á sjer stað, þá er það mest mönnunum að kenna; allir eru orðn- ir svo lamaðir og magnþrota, að þeir sjá nú ekki annað fyrir en að íiýja burtu hjeðan. Það er einungis í von um breyt- ingu, að sumir eru að reyna til að aptra fólkinu og halda í það; en ef engin breyting fæst, þá er ekki til neins, að halda þeim tilraunum áfram“. Til útvegsmanna og formanna í Gull- bringu- og Árnes-sýslu, Heiðruðu vinir! Þjer, sem jeg hef átt fundi við, og þjer, sem jeg ekki hef getað hitt, getið samfagnað yfir þeim samtökum, sem nú eru komin á í hverju fiskiveri beggja sýslnanna, að hafa lýsi eða oliu á sjó með sjer á íhöndfarandi vetrarvertíð, og mun- uð þjer brátt sannfærast um, að mikil not geta orðið að því, ekki að eins til að fækka skiptöpum og frelsa líf, held- ur og líka til þess, að frelsa farm og verja ágjöf, að bjarga öðrum og bjarga og hlífa sjálfum sjer. Jeg efast ekki um, að þjer endið loforð yðar, og er yður innilega þakklátur fyrir góðar undirtekt- ir. Fáið sem flesta til að gjöra hið sama, því þótt það væri æskilegast, að eigi þyrfti til þess að taka, þá er vart við því að búast, að enga hættu aðberi á þessu ári, en verði það einum að liði, þá er það öllum ávinningur: Fækkið skiptöpum, frelsið líf, framkvæmið )iað sem dugir! Hjálpið hver öðrum, kæfið kíf, kröptugri að verði hugir! Verið samtaka 1 því, að breyta, lagfæra og brúka allt það, sem getur orðið fiski- veiðum vorum til eflingar og framfara, því þjer eruð hinir rjettu „bestu menn" í fiskiveiðamálum vorum. Þeir, sem hýr- ast heima á palli og máske þykjast „bestu menn", þeir eru of gamlir orðnir til að skilja tímana og skapa lög því, sem þeir ekkert eiga við. Það eru þjer ungu og fjörugu formenn, sem sækið sjó, sem leggið lífið í sölurnar; það eruð þjer, sem allt eigið að gjöra, sem í yðar valdi stendur, til að nota sjóinn og sigra hætt- urnar. Það eruð þjer, sem eigið að brúka lýsi eða olíu í bárufleyg á skipi yðar —, hafa sjó-ballest í stað grjótballestar —, haga seglum eptir vindi með hóflegri stærð —, tryggja lif sjálfra yðar og ástvina —, þekkja leiðir og lendingar —, styðja ekkj- ur og munaðarleysingja hvers annars. Það eruð þjer, sem smátt og smátt eig- ið að framkvæma allt þetta, og konur yðar, börn og vinir eiga að hvetja yður til þess og styrkja. Lýsi og olía eru ugglaust meðal gegn ósjó og holskeflum, og bárufleygurinn ó- missandi, en nú er eptir að vita, hvað mikið lýsi eða olíu þarf í dýpstu fiski- leitir í hverju veri. Þetta er ráðið til þess: Lát lýsi eða olíu (minnst 2 potta) á bárufleyginn, svo táinn hamp og veg hann svo og skrifa vigtina. Þegar báru- fleygurinn er notaður og tapparnir tekn- ir úr, þá skal taka eptir timanum, hversu lengi Úr honum rennur, og jafnframt vegalengd, ef miðað verður. Þegar i land kemur, skal aptur vega bárufleyg- inn; mismunur þungans sýnir þá, hve mikið hefur úr honum runnið af fitu, á svo og svo löngum tíma. Þetta væri æskilegt, að sem flestir reyndu og skrif- uðu hjá sjer. Leyfi jeg mjer nú, að biðja einhvern í hverju veri, sem til þess er fær, að skrifa upp allar tilraunir og senda mjer um lok að vori, svo saman verði borið, og skýrslur birtar, sem orðið gæti að góðum notum. Með innilegri ósk, að guð blessi þessi samtök yðar, og styðji yður að fram- kvæmdum, kveð jeg yður að sinni, von- góður að þetta ár, 1888, kveðji oss væg- ar en síðastliðið ár. p. t. Reykjavík, 30. jan. 1888. Oddur V. Gíslason. Flóðið í Ölvesá. (Frá frjettaritara Þjóðólfs 23. jan.) Eins og öllum er kunn- ugt, er Ölíusá eitt liið stærsta vatnsfall á Suðurlandi, og vatnasvæði hennar að til- tölu mjög stórt, enda vex hún opt ákaf- lega í leysingum og vatnavöxtum. Hefur hún fyrirfarandi ár opt flóð mjög hátt gagn- vart Kaldaðarnesi; hefur þar áður stund- um orðið vart við, að hún kæmi upp úr jörðunni, þegar is liggur yflr henni, svo að mönnum og skepnum heíur verið hætta búin. í vetur lagði ána með hægð víðast milli fjalls og fjöru; var þá í henni mjög lítið vatnsmegn, og farvegur hennar því að tiltölu mjór. Lá is þessi yfir ánni fram að 13. þ. m. en þá í leysingunni braut ís- inn af henni að ofanverðu, en gjörði ekki annan skaða en þann, að sagt er, að 7 hestar muni hafa týrtst í hana í svo nefndri Skálholtstungu, en í Miðbýli á Skeiðum og Útverkum varð sauðfjenaði bjargað und- an flóðinu. Stór björg, sem voru í miðri ánni, og áður höfðu verið talin jarðföst, veltust um. Þegar kemur niður að Kot- ferju, lækka bakkar árinnar og hún breikk- ar úr því mjög, einkum á móts við Kahl- aðarneshverfið og Arnarbæli og þar fyrir neðan, allt niður að sjó, þangað til hún mjókkar við Oseyrarnes. Þegar lilaup þetta kom niður undir Kotferju, fór það með stórjökum yfir stórt svæði fyrir aust- an ána, og varð lömbum á Kotferju að eins bjargað með því, að reka þau upp á bæjarhúsin, en íshrönnin varð svo há, að að eins bærinn þar sjest nú upp úr lirönn- inni. Daginn eptir, hinn 14., hjelt rign- ingin áfram, og spenntist þá upp ísínn fýrir norðan Kaldaðarneshverflð. Kom fyrst ógurlegt vatnsflöð yfir nærfellt allt hverfið, og að lítilli stundu liðiuni flóði íshrönnin yfir. Legar flóðið var hæst, komst það að kirkjugarðinum á Kaldaðar- nesi, og telja bæöi þeir, er skoðað hafa Vegsummerki, og eins þeir hverfisbúar víst, að hefði áin verið 1—2 fetum hærri, muiidi naumast nokkur maður eða skepna hafa komist lífs af þar í hverflnu, og liefði áin ekki brotist upp daginn áður hjá Kot- ferju, hefði sjálfur bærinn í Kaldaðarnesi, kirkjan og allt hverfið sópast burtu í eiuu vetfangi. Lambastaðir er vestasti bærinn í hverfiuu og næst ánni, drukknuðu þar 25 kindur í fjárliúsi ; ætlaði bóndiun að fara ríðandi að bjarga þeim, en gat með naumindum snúið hestinum af sundi úr flóðinu til sama mds. Á Höskuldsstöðuin brotnaði hoygarð n'inu inn á aðra hliðina og 3 hey fóru >i nan í eitt, en hinumegin fór flóðið undir gaddaðan garðinn og reisti hliðina upp á eudann, en jakarnir taka þó hærra en bæriun að húsabaki. Á flest- um bæjum þar fór flöðið inn í hvert hús, og kýrnar stóðu í kvið í vatninu í fjósun- /

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.