Þjóðólfur - 17.02.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
niorgna. Yerft árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. jöli.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg. bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XL. árg.
ReykjaYÍk, föstudaginn 17. febrúar 1888.
Nr. í>.
Kvæðið um Rask.
i.
Kvæði^ þetta og atburðir þeir, sem orð-
1 afa ^ rvb hafa vakið svo marg-
ar yaunaíegar endurmmningar hjá oss
°i? ymsum íslendingum, að vjer getum
ekki látið vera, að fara, nokkrum orðum
urn þetta mál í blaði voru. Saga þessa
kvæðis, sýnir í smáum stíl sambandið
mi]li íslands og Danmerkur, og hún
sýnir enn fremur, hvernig íslendingar
margir hverjir eru orðnir, og hver áhrif
Danastjórn hefur haft og hefur á dreng-
lyndi íslendinga. Vjer viljum í þessu
mah vera alveg óhlutdrægir. Vjer skul-
híta þess, að vjer höfum aldrei hat-
a Dani og ætlum oss ekki að gjöra
þai. bins vegar elskum vjer ekki
ani svo, að vjer viljum i neinu halla
jafnrjetti því, sem á að vera milli Dana
og Tslendmga. Það er vor skoðun og
það álítum vjer, að meiri hluti hinnar
dönsku þjóðar sje oss sammála um að
eins og Danir og Islendingar eru bræðra-
þjóðir af sömu rótum runnir, eins eigi
báðar þjóðirnar að láta jafnrjettið gilda
hvor við aðra. En einmitt fyrir þetta
er það alveg nauðsynlegt, að tala alveg
hispurslaust um misklíðir Dana og ís-
lendmga, að tala án nokkurrar hræsni
°g tepruskapar, því til hvers er að vera
a ð breiða yfir hlutina eins og þeir eru ?
Til hvers er að vera að hræsna og smjaðra
fyrir Dönum? Er það ekki bestað tala
sannleikann við þá, eins og við aðra, án
þess að vera að draga af eða hilma yfir.
Vjer álítum, að sannleikurinn sje sagna
bestur gagnvart þeim eins og öðrum.
Sannleikurinn á ávallt við. og því er
það yfirdreps.skap ur að tala um, að það
eigi ekki við, ag taia um syndir Dana
S'egn Islendmgum í minningarkvæði um
danskan mann. Slík minningarkvæði
! M1 ! f^nr bmn dauða, heldur fyrir
h.na hf,»d,. þ>8 w eS Utiir
clanSu sjen a, ja
gv.feh'fhr yfir þ,™, og rifa . s-ndur
æhferil þemra og tala um, að þeir hafi
verið sturlaðir o. s. frv. En það ervíst
að slikt er hinum lifandi mikilsvert, að
þekkja nákvæmlega mikla menn, ágæti
þeirra og skuggahliðár út í æsar. Það
er mjög mikilsvert, til þess að læra af
lifi þeirra og til þess að örfa og glæða
dáð og drengskap hinna lifandi. Æfi-
ferill hvers mikils manns á að vera hin-
um lifandi til eptirdæmis og viðvörunar.
Eins er um minningarkvæði um Rask.
Þau eru fyrir hina lifandi.
En hvað er þá eðlilegra fyrir mann,
sem þekkir sögu íslendinga, þegar hann
minnist hins ágæta íslands vinar, Rasks,
en að minnast á þá þjóð, sem má blygð-
ast sin fyrir meðferðina á Rask og með-
ferðina a Tslendingum? Vjer segjum
hjer þjóð, ekki af því, að allir Danir
sjeu orsök í þessu, því að það er að eins
Danastjórn, en þjóðin hefur látið slikt
viðgangast og fyrir það ber hún einnig
ábyrgð á þessum gjörðum.
En sleppum þessu og snúum að efni
kvæðisins og spyrjum sjálfa oss, hvort
það sje ekki satt, að „fátt er frá Dön-
um, sem gæfan oss gaf“. G-etur nokkur
íslendingur neitað því, að oss íslending-
um hefur liðið illa undir Danastjórn, og
getur nokkur íslendingur neitað því, að
danskir menn hafa sogið út blóð hinnar
islensku þjóðar? Það er ekki illa til
fallið, að athuga þetta einmitt af því
að Danastjorn sýnir oss nú enn i dag
rangindi og ójöfnuð, sem íslendingar
eiga erfitt með að þola og af því, að hún
gjörir oss báráttuna til að fá innlenda
stjórn og öðlast jafnrjetti við Dani svo
erfiða, sem mest má verða. Danahöfð-
ingjar hafa viljað kúga Tslendinga í Höfn
til þess, að þegja yfir sannleikanum.
Þeir hafa kallað Þorstein Erlingsson fyr-
ir sig og látið háskólastjóra halda yfir
honum dynjandi ræðu fyrir orð síu og
gjört allt sitt til, að bæla það niður, sem
satt er. En oss finnst engin ástæða til
þess. Það er best, að Danir komi til
dyranna eins og þeir eru klæddir, og
það er best að heyra, hvað sagnaritarar
vorir segja, þegar þeir eru spurðir um
það, hvort visa Þorsteins Erlingssonar
sje sönn eða ekki.
„Vorið 1539“ , segir sjera Þorkell
Bjarnason í Siðbótarsögu sinni (bls. 44
—45), „fór Diðrik (frá Mynden, umboðs-
maður Kláusar hirðstjóra) á sjálfan hvíta-
sunnumorgun, hinn 25. maí, við 14. mann
til Viðeyjar. Kom hann þar um sólar-
upprás öllum á óvart; var Alexíus ábóti
ekki heima og hafði farið á land erinda
sinna. Diðrik og hans menn tóku nú
fólkið á klaustrinu nakið í riimum, ogljeku
það ærið illa; bundu þeir suma, en börðu
og særðu aðra. Tóku þá þeir, er því
náðu, sjer skip og flýðu til lands; en
Diðrik settist á klaustrið og rænti þar
20 uxum gömlum, hundrað sauðum og
sjö þúsundum fiska. Að því búnu Ijet
hann nokkra af mönnum sínum þar ept-
ir í eyjunni, en hjelt sjálfur heimleiðis.
Þá er Jón biskup Arason spurði þetta,
þótti honum slíkur yfirgangur illur og
harmaði mjög varnarleysi landsins (o:
gegn þess eigin yfirmönnum). Urðu hon-
um þá ljóð af munni, og er þetta síð-
ast þar í:
Undarlegt er Island,
ef enginn rjettir þess stjett“.
Hafa menn heyrt öllu níðingslegra rán
og misþyrmingar en þetta er? Ekki
voru þessir ræningjar og spillvirkjar
þó Tyrkir. Nei, heldur danskir menn
yfirmenn landsins og foringi þeirra er
umboðsmaður sjálfs hirðstjórans á Bessa-
stöðum. Er það ekki þessu líkt, þegar
Kristján konungur III. sendi skömmu
síðar Kristófer Hvítfeld, sem tók Ögmund
biskup og kúgaði af honum gull og dýr-
gripi og jarðir hans allar; sveik nistið
af Asdísi systur hans og kúgaði Gissur
biskup, til að láta greiða sjer skatt og
láta af hendi gullkaleik frá Skálholti ?
Eða hvernig voru aðfarir Dana fyrir
norðan, eptir að Jón Arason biskup var
hálshöggvinn og synir hans? Kristján
konungur III. sendi Axel Júl og Kristó-
fer Trondsen á tveimur herskipum. Fyrst
fengu þeir þá feðga dæinda sanna „land-
ráðamenn, og að allt fje þeirra skyldi
upptækt og falla undir konung“; síðan
riðu þeir til Hóla. „Á staðnum var fátt
manna, því að flestir voru flúnir fyrir
ótta sakir. Könnuðu þeir staðinn allan,
leituðu að gripum og höfðu með sjer á
brott allt það, er fjemætt fannst í gulli,
silfri og öðru gripum, og þar á meðal