Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.03.1888, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 02.03.1888, Qupperneq 2
46 argerð á Þjérsá og Ölvesá, sem stjórnin gat hindrað að færi fram þá, lög um þjóðjarðasölu, um friðun á laxi o. fl. í menntamálum: lög um lagaskólann, sem stjórnin hatar meir en margt annað, af því að hún vill, að Islendingar læri aldr- j legum málum neitaði stjórnin tvívegis lögum um kosningu presta, og vildi ekki að prestar væru skyldir að sjá ekkjum sínum borgið með fjárstyrk. I lækna- málum hjelt stjórnin í mörg ár fram hinum ranglátu lögum um ólærða lækna. I kvennfrelsismálinu: lögum um bæjar- stjórn á Akureyri neitaði stjórnin, af þvi að alþing vildi veita konum rjett til kjörgengis. I umboðsstjórn : lögum um afnám amtm.embættanna neitaði stjórnin, af því að hún vildi halda allri umboðs- stjórn sem flóknastri og seinfærastri. Yjer skulum ekki nefna fleira, en þetta ætti að vera nóg til að kenna hr. H. H., að það eru fleiri lög en stjórnarskráin, sem hefur verið misklíðarefni milli meiri hluta alþingismanna og stjórnarinnar. En auk þess veit hver maður, sem blöð- in les, að það er fjölda margt fleira, en lagasynjanir, sem er deilt um. Yjer skul- um sleppa hjer þingsályktunum og þess konar, en að eins nefna hinn algjörða stefnumun, sem kom fram á milli þings og stjómar í menntamálum landsins í sumar. Stjórnin hafði hinn mesta ými- gust á þeim skólum, sem miða til að mennta almenning, og má sjerstaklega nefna til þess búnaðarskólana og kvenna- skólana. Það er eingöngu alþingi að þakka, að þeir skólar hafa komið upp, og að þeir geta staðist. Yiðvíkjandi stjórnarmái inu er það satt, að íslending- ar eru nú á seinustu áram farnir að vakna í þvi máli, og þeir eru nú farn- ir að sannfærast um, að það er rjett, sem Jón Sigurðsson sagði í Nýjum fje- lagsritum 1861 bls. 101 : „Aðalmál vort nú sem stendur, er stjórnarmálið, því það er undirrót alls fyrirkomulags stjórnarinnar á landinu bæði í smáu og stóru“. Yjer skulum svo ekki fara frekar út í þessa skoðun hr. H. H., en meðal ann- ars sýnir hún, hvernig sumir, sem koma frá háskólanum í Höfn, eru að sjer í ís- lenskum lögum, og hún ætti að vera ís- lendingum hvöt til að halda lagaskóla- málinu áfram, meðan auðið er, og gjöra eitthvað til að efla þekkingu á lögum og rjetti Islands. Prófastsdómurinn Og lög um þurraMðarincnn. Prófastur Þ. Böðvarsson hefur skrifað langa ádeilugrein* í 6. og 7. tbl. Þjóð- ólfs þ. á., um frumvarp þetta, sem nú er orðið að lögum. Jeg hugsaði, að hann mundi láta nægja andmæli þau, er hann hóf gegn frumvarpinu á þinginu og það langa kefli, er hann skaut fyrir fætur frv. um 11. stundu, við 7. og síðustu umræðu málsins; það tókst nú svo heppi- datt ekki um það. — Það lítur út fyr- ir, að Pjallkonan hafi að nokkru leyti ! gefið tilefni til greinarinnar. Jeg skal nú sem minnst svara fyrir Fjallk. Það er vel líklegt, að húngjöri það sjálf; — þó get jeg ekki leitt hjá mjer, að geta þess, að dæmi þau, er hann setur fram frá verstu timum verslunar- einokunarinnar, eiga ekki neitt skylt við þetta mál, fremur en hin verstu niðings- verk, sem unnin voru á söguöldinni, t. a. m. víg Höskuldar Hvítanesgoða eða Kjartans Ólafssonar, morðbrennur og rán á Sturlungaöldinni. Þessi húðstroku- dæmi gátu átt við, ef um verslunarmál hefði verið að ræða, sem hr. Þ. B. hefði þótt ganga í ófrjálslega stefnu. Hann segir, að frumvarpið sje i sögulegu sam- bandi við þá löggjöf, sem hver góður íslendingur blygðist sín fyrir að lesa, eða æsist af. Ef Islendingar hefðu þá sjálfir sett sjer lög, gæti þetta verið, en þó eiga niðjarnir aldrei að blygðast sín fyrir það, sem feðurnir gjörðu, hvað þá þegar landið var undir annarlegu valdi. Stendur ekki öll okkar löggjöf í sögu- legu sambandi við hina bestu og verstu tíma? Er ekki rjettarsagan ein heild? Honum þykir lögin skerða atvinnufrelsi; það munu fáir finna nema hann. Má ekki hver þurrabúðarmaður fara í kaupa- vinnu, hvert sem hann vill, róa, hvort sem hann vill heldur fyrir austan eða vestan ? Þá álítur hann ógjörning að binda leyfið við vissa fjárupphæð. Finnst honum þá ofvel vera sjeð fyrir hag þess almenna? Það má þó varla minna, vera, en að lögð verði útsvarsmynd á þurra- búðarmanninn fyrsta árið ; ekki er held- ur ofvel sjeð fyrir hag hans sjálfs, þó að hann eigi 400 kr. skuldlaust; þetta gefur hvöt til að afla og til að spara. *) Hún er rjettnefndur dömur og hann allharð- ur. Því veit jeg að hann neitar ekki, að dugnaður og sparsemi sjeu ómissandi förunautar á lífsleiðinni, og sá hefur víst ekki verið nýtur maður sem hjú, eða sparsamur, sem ekki á 400 kr.; auðvit- að eru menn jafnaðarlega þess ésjálf- stæðari og áræðisminni að bjarga sjer,. sem snauðari eru, og margur, se'm þó hefur verið mannsefni að upplaginu, hef- ur orðið að umkomulausu vesalmenni alla æfi, af því að hann byrjaði sjálfsmennsk- una ungur og fjelaus. Ekki hafa sumir búloka menn úr sveitum verið lengi að eyðá 400 kr., þegar þeir hafa flutt sig í þurrabúðir, — slakur eins árs forði, ef þeir hitta fyrir fiskileysis ár. — Ef all- ir væru jafnir þeim duglegasta, þá væri ástandið í heiminum betra en það er. Þá talar hann um, að vjer sláum of opt föstu því, sem eigi að gjörast af frjáls- um vilja; verður það ekki opt óumflýj- anlegt? Hvers vegna var ekki fiskisam- þykktin við Faxaflóa gjörð af frjálsum vilja? Hví vildi hann einu sinni slá því föstu, að ekki mætti leggja þorska- net í Hafnarfirði? Hann segir, að þessi samblöndun á atvinnuvegum sje engin ný stór hugsun. Þetta er engin sam- blöndun á atvinnuvegunum; það er ekki verið að skylda þurrabúðarmanninn til að hafa í seli upp í fjöllum, eða f'ram til daía, og setja þar upp sauðfjárbú; ekki er þetta heldur í neinu sambandi við það, þegar sveitabóndinn hleypur frá. búi sínu, til að liggja mánuðum saman við sjó í fjarlægð frá heimili sínu. Nei, þurrabúðarmaður getur ætíð verið viðbú- inn að róa, þegar ræði kemur; hann er á sínum stað, þó hann sje að yrkja sinn blett. Jeg get nefnt honum fjölda af þeim duglegustu formönnum og fiski- mönnum, bæði hjer við Faxaflóa og ann- arstaðar, sem stórkostlega hafa bætt tún sín og aukið, og sjálfir unnið að verk- inu, livenær sem timi gafst. Það var ekki tilgangur atvinnuveganefndarinnar á síðasta þingi, þegar hún kom með þetta frumvarp, að útvega sjer stórt hugsun- arnafn. Það er ekki algilt skilyrði fyrir gagni einnar hugsunar, að hiin sje stór, heldur hitt, að hún sje skynsamleg og eigi við þörf og kröfur þess tima, sem hún kemur. fram á. Nú er það þörf og kröfur þessara tima, að landið sje betur yrkt, en það hefur verið, og ekki sje al- in upp viss stjett í landinu i iðjuleysi, meðfram til að eyða landinu að gras- sverði og öllum viðartegundum og öllu,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.