Þjóðólfur - 19.03.1888, Blaðsíða 1
Kemur út ú föstudags-
morgna. Verð árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
(Jppsögn skrifleg. bund-
in við áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XL. árg.
Reykjavík, mánudaginn 19. mars 1888.
Nr. 15.
Þingvallafundur.
Þegar heyrðust afdrif stjórnarskrármáls-
ins á þingi í snmar, var eins og hvíslað
að mönnum orðið: Þingvallafundur. Og
í sömu svipan voru allir sannfærðir um,
að Þingvallafundur mundi verða. Allir
voru sannfærðir um, að íslenska þjóðin
myndi finna hjá sjer hvöt til að láta full-
trúa sína ræða mál sín á Þingvöllum,
lausa við konungkjörna liðsmenn hinnar
dönsku stjórnar, lausa við loptið og lífið
ijer í Reykjavík, lausa við emhættisgljáa
og embættisáhrif og lausa við, eins og Jón
Olafsson sagði 1885, „þá ólyfjan og pest-
væm, sem stígur hjer upp úr embættis-
kvosinni í Reykjavík“.‘
Hin íslenska þjóð verður að vita, hvað
hún vill. Það verður nú að sýna sig,
hvort lienni er alvara með innlenda stjórn
eða hún vill hætta við málið og sofna, og
annaðhvort sofa til eilífðar undir kaup-
mannakúgun og útlendu valdi, eðaþangað
til einhver kemur upp meðal vor, eins og
Jón Sigurðsson, og vekur hana aptur til
baráttu fyrir heillum og velferð fóstur-
jarðarinnar.
Þegar stjórnarskrárfrumvarpið kom frá
nefndinni i neðri deild í sumar, stóð lands-
ö ðingi upp 0g mælti af miklum móð:
” ,°g mðtmæli því, að þetta sje viiii þjóð-
annnar, heidur þvert á móti“. Það verð-
"r. að syna síg, hvort ftnmj d6nskl, stjórn,
arinnar hefur rjettara að mæla en aðrir
og þess vegna verður það aðaltilgangui
Þingvallafundarins, að sýna mönnum, hverr
vilja þjóðin liefur í stjórnarskrármálinu
en auk þess er alveg nauðsynlegt að ræðí
ýms önnur mál. Það þarf að ræða al
þýðumenntunarmálið og gefa þinginu upp
orfun til að leggja fram meira fie ti
menntunar alþýðu. Það þarf að ræða un
, RoT f °ÍT Wtaðaskóla hje,
fræðaskola hjer í Reyly„Ik margra hlut.
vegna, en þa verður varla annað vænna
en leggja Möðruvallaskólann niður oc
styrkja Hljeskógaskólann þeim mun betnr
Það þarf að ræða um þjóðjarðasölu-málu
saniþyJiktarvaJd og frelsi hjeraðanna, urr
lagasJmlann og lagaþekking landsmanna
urn fátœkramálið, tollmál, um verslunar-
málefni o. s. frv. — Það er nóg að ræða
um. Það er hin mesta nauðsyn á Þing-
vallafundi. Á Þingvallafundinum 1885
voru rædd 9 mál, og nú eru þegar 5 af
þeim að meiru eða minnu leyti komin í
æskilegt horf. G-ott væri, ef sama kæmi
fram nú.
Þingvallafundurinn verður haldinn. Það
er í fiestum ef ekki öllum hjeruðum lands-
ins mikill áliugi á að halda Þingvallafund,
en það er að eins eptir að vita, hvort
liann verður haldinn í sumar eða rjett
fyrir alþing 1889. En þeir verða að kveða
upp úr með þetta, sem mest traust og
álit hafa í augum þjóðarinnar. Og það
er vor gamli mikilsvirti forseti neðri deild-
ar, forvígismaður málsins í neðri deild,
sem nú er forseti sameinaðs þings, og
hinn alreyndi þingmaður Suður-Þingey-
inga. Þeir eru ailir i Þingeyjarsýslu. Það
eru ýmsir þingmenn, sem liafa fálið þeim
á hendur að kveða upp úr um Þingvalla-
fund í sumar eða fyrir þing 1889. Og er
nú eptir að vita, livað þeir segja til. En
hvað sem þeir kveða upp úr, er það þýð-
ingarmest að halda saman og muna eptir
því einkunnarorði, sem Jón Guðmundsson
gamli setti á innsigli Þjóðólfs: Samtaka!
Útlendar frjettir.
Höfn 29. febr. 1888.
Friður eða ófriður l Bismarck. Jeg
sagði. frá síðast, hversu ófriðlega leit ut
um áramótin. Nú eru friðarútlitin betri,
enda hefur margt skeð síðan 14. janúar.
Rússar sögðu við Þjóðverja og Austur-
ríkismenn, að þó þeir þokuðu herliði sínu
vestur að landamærum, þá væri fremur
vörn en sókn af þeirra hendi. Hinn 18.
jan. kom svar í blaði hins þýska her-
málaráðgjafa, sem sýndi, að ef jafnbreitt
land væri tekið fram með landamærum
beggja, þá væri meira herlið Rússameg-
in. Nú komu vetrarhörkur og snjóar,
og heyrðist ekki meira frá landamærun-
um, en Gúrkó, sem varð svo frægur í
stríðinu við Tyrki 1877—78, var skipað-
ur yfirforingi yfir liði Rússa á Póllandi.
Það kom flatt upp á flesta, að blöð stjórn-
anna í Berlin, Yín og Pest, komu laug-
ardaginn 4. febr. með sambands-sáttmála
milli Þýskalands og Austurríkis og Ung-
verjalands, sem hefur verið haldið leynd-
um hingað til. Hann er gjörður 7. okt.
1879. Ef Frakkland ræðst á Þýskaland,
þá er Austurríki ekki skylt að hjálpa,
nema eitthvert annað ríki hjálpi Erakk-
landi. Ef Rússland ræðst á Þýskaland
eða Austurríki, þá hjálpar hvort öðru.
Mánudaginn 6. febr. átti að byrja um-
ræður á ríkisþinginu í Berlin um 280
miljónir marka, sem hermálaráðgjafinn
heimtaði til herbtmaðar. Daginn áður
kallaði Bismarck hina helstu flokksfor-
ingja á þingi á tal við sig. Menn bjugg-
ust við, að hann mundi halda ræðu og
var troðfullt í þingsalnum og fyrir utan
þinghtisið. Bismarck kom og byrjaði
ræðu sína kl. 1. 45‘ og endaði hana um
kl, 4. Kl. 3. settist hann, en sat ekki
nema 10 mínútur og þagnaði ekki. Hann
drakk mörg glös af Cognaki og vatni
til hressingar. Ræða hans er oflöng til
að koma hjer; öll ræðan var mestmegn-
is urn Rússland, og hann skýrði frá,
hvernig hann hefði hagað sinni pólitík
síðan 1860. Hann sagðist treysta orð-
um Alexanders keisara, en ekki vera
hræddur við máttlausa prentsvertu á
hinum rússnesktt blöðum. Hann sagði,
að ef þessar miljónir væru veittar, þá
gæti Þýskaland sett miljón manna við
vesturlandamærin, jafnmarga við austur-
landamærin, og þó haft eina miljón auk-
reitis til taks. Þjóðverjar væru ekki
hræddir við neinn nema guð. Ef
ráðist verður á oss, þá mun þjóðin rísa
upp norðan frá Memel suður að Boden-
vatni, eins og púðurgöng, sem sprengj-
ast upp í loptið. Ættjarðarástin frá ár-
unum 1813 og 1814 er nú eign allrar
hinnar þýsku þjóðar. Guð hefur gefið
oss nágranna, sem sjá um, að vjer leggj-
umst ekki í leti. Stórfiskarnir yrðu ekki
lengi að eta oss, ef vjer værum smá-
fiskar. Vjer verðum að vera sterkir stór-
fiskar til að standa þeim á sporði. Hann
sagðist mundi styðja Rússa í Búlgaríu