Þjóðólfur - 19.03.1888, Blaðsíða 2
58
eptir megni og halda sjer við Berlínar-
sáttmálann.
Þessi ræða var kölluð friðarræða um
öll lönd. Jafnvel rússnesk blöð voru á-
nægð með hana. Þingið veitti þessar
280 miljónir umræðulaust. Her Þjóð-
verja eykst með þessu móti svo mikið
fyrir vorið, að Bismarok sagði, að það
væri eins gott, eins og eitt stórveldi
gerði samband við Þýskaland auk Aust-
urríkis og Ítalíu. Blaðið „Neue Freie
Presse“ i Yín, hefur skýrt frá samningn-
um við Ítalíu. ítalir og Austurríkis-
menn eru samhentir i öllum málum á
Balkanskaga. ítalir og Þjóðverjar hjálp-
ast að, ef Frakkar ráðast á aðra hvora
þeirra. Stjórnirnar hafa ekki borið þetta
aptur, svo það mun vera nálægt sönnu.
Þing Þjóðverja hefur samþykkt lög
um, að velja skuli þingmenn til 5 ára
í stað 2 ára. Sósíalistalög vildi stjórnin
skerpa og láta gilda í 5 ár. Einn af
þingmönnum sósialista sagði frá, að stjórn-
in hjeldi úti mönnum (agents provooa-
teurs), sem lifðu saman við illvirkja og
óaldalýð, spönuðu þá upp til glæpa og
kæmu svo upp um þá. Nefndi hann
dæmi upp á þetta í Sviss. Þingið gekk
ekki að frumvarpi stjórnarinnar, en fram-
lengdi sósíalistalögin um 2 ár, án þess
að skerpa þau.
Hið fyrsta, sem hefur leitt af ræðu
Bismarcks, er að Rússastjórn hefur stung-
ið upp á, að öll stórveldin skuli lýsa
yíir, að Ferdínand sje ólöglega að kom-
inn furstatign í Búlgaríu, og skora á
soldán að reka hann burt. Þjóðverjar
segja, að nóg sje, að Bússland eitt skori
á soldán. Austurríkismenn vilja, að
Rússar segi, hver á að taka við stjórn
eptir Ferdínand. Við það situr.
Frakkar tóku ræðu Bismaroks með
stillingu. Maður heitir Floquet og er
forseti í neðri deild Frakkaþings. Þessi
maður sagði við Alexander annan Rússa-
keisara, sem var staddur í París nokkru
eptir að Pólland var kúguð: lifi Pólland
herra minn! Keisarinn fyrirgaf honum
aldrei þetta, og ekki heldur Alexander
3. En nú hjelt Floquet sendiherra
Rússa stórveislu nokkru eptir ræðuna,
og eru þeir orðnir mestu mátar. Mönn-
um ber saman um, að þetta sje eptir
vilja Alexanders, sem sjer, að Floquet
stendur næstur til að skipa ráðaneyti,
þegar Tirard verður steypt, og veit, að
Frakkar muni ekki leyfa honum það.
nema hann sje tekinn í náð hjá sjer.
Englendingar gengu á þing 9. febr.
í þingsetningarræðu drottningar var
talað um breyting á sveitastjóm, á þing-
sköpum, um írska málið o. s. frv. Brjánn
er kominn út úr fangelsi og hjelt ræðu
á þingi móti Balfour, Irlands ráðgjafa,
sem svaraði í langri ræðu. Hann sagði
að hið írska þjóðfjelag væri bráðum dautt,
og að Brjánn hefði fitnað í fangelsinu,
því hann hefði verið 5 pundum þyngri
þegar hann fór úr því. Engin skömm
þætti sjer að að vera skammaður aí írsk-
um blöðum, því þau hefðu kallað' ölad-
stone Júdas Iskaríot fyrir fám árum
eða enn verri nöfnum. Annars fóru þeir
Grladstone og Parnell stillilega, og kváð-
ust mundu styrkja stjórnina í málum,
sem ekki kæmu Irlandi við. Frumvarp-
ið um breyting á þingsköpum setur fundi
írá kl. 8—12, í staðinn fyrir eins og áður
hefur verið frá kl. 4 fram á rauða nótt,
o. s. frv. Þingmaðurinn Labouchóre
hefur gjört margar fyrirspurnir um,
hvort England væri bundið nokkrum
bandasamningum við Italíu eða önnur
ríki, og vísaði til ræðu, sem foringi hinn-
ar ensku flotadeildar í Miðjarðarhafinu,
Hewett, hjelt í G-enúa. Stjórnin svaraði,
að það væri ekki og ræðan væri rang-
hermd. Aukakosningar til þings hafa
verið á 8 stöðum, London, Edinburgh,
Dundee. Grladstone hefur sigrað á öll-
um stöðunum. I Edinburgh var kosinn
maður, sem var mótstöðumaður Grlad-
stones 1886, og var þá kosinn á þing.
Síðan hefur hann breytt skoðun og sagði
því af sjer, en var kosinn aptur núna,
þó hann fylgi Gladstone. Má af því
marka, að Gladstonesliðum er að fjölga
á Skotlandi. Mjer gleymdist að geta
þess síðast, að Malta fekk þing og sjálfs-
forræði í des. 1887. Fiskiveiðasamning-
unum milli Bandafylkjanna og Englands
kvað vera lokið, en menn vita enn ekki
greinilega um niðurstöðuna. Duíferin
lávarður, jarl á Indlandi, sá er skrifaði
bók um ísland, hefur sagt af sjer, og
verður sendiherra Englendinga í Róm.
í stað hans fer til Indlands Lansdowne,
sem nú er jarl í Kanada.
ítalir eiga í basli. Yerslunarsamning-
arnir við Frakka fóru út um þúfúr, svo
tollar eru lagðir á vörur Itala. Herferð
þeirra móti Abyssiníu gjörir hvorki að
ganga nje reka, og þeir kvað ætla að
kalla liðið heim í mars.
í Noregi er það tíðinda, að 3 ráðgjaf-
ar hafa gengið úr ráðaneyti Sverdrúps
17. febr. og 2 aðrir kvað ætla að fara
líka. Þeim þykir ráðaneytið ekki fylgja
þingræðiskenningum, og sumir segja að
ráðaneytið verði að fara allt og Jóhann
sjálfur með.
í Svíaríki staðfesti hæstirjettur þann
dóm, að kosning hinna 22 þingmanna í
Stokkhólmi væri ógild vegna þess, að
einn þeirra hafði ekki borgað 11 kr.,
sem honum voru taldar til skuldar í
sköttum. Hinir 22 tollvinir urðu þing-
menn og voru nú fljótt lagðir tollar
á komvöru alla, sem giida frá 14. febr.
Hjer í Höfn er ekki talað um annað
en danskt smjör og sýninguna. Danir
hafa á prjónunum lög á móti fölsuðu
smjöri. Auk Norðurlandasýningarinnar
verður hjer frönsk sýning. Auðmaðurinn
Jacobsen er að reisa mikið hús fyrir
listaverk franskra málara og mynda-
smiða, sem verða send hingað. — Fjár-
lög Dana eru að sigla gegn um fólks-
þingið; 8. umræðu nýlokið. Víggirðinga-
málið er enn í nefnd. Sagt er, að um
5000 manns hafi sent muni á sýninguna
og að inngangsverð verði 1 króna. -
Snjóar hafa verið svo miklir um Dan-
mörk, að öllum póstferðum var hætt;
nú er búið að ryðja honum burt, en is-
hroði mikill er í öllu Eyrarsundi.
Ymislegt. Hamborgarar ætla að fara
að brúka rafurmagnsljós um allan bæinn
og segja það sje ódýrara en gasljós. —
Ofnar eru komnir hingað frá Ameríku,
sem ekki þarf að kveikja upp i nema
einu sinni á vetri, og lifir svo í þeim
nótt og dag, en náttúrlega verður að
bæta ögn í þá kvöld og morgna. — í
fylkinu New-York á að fara að brúka
rafurmagn til að drepa þá, sem til dauða
eru dæmdir. — Að ári á að vera forseta-
kosning í Bandafylkjunum, og eru menn
þar farnið að búa sig undir hana. Hald-
ið er að Cleveland muni ná kosningu
aptur, því Blaine, helsti mótstöðumaður
hans, hefur sagt að hann taki ekki við
kosningu. — Á sýningunni í París að
ári, á að sýna hýbýlaháttu allra þjóða
og hvers tímabils i sögunni. Þó að
allar stjórnir í Evrópu nema Norðmenn
og Grikkir hafi neitað að taka þátt í
henni, þá verður hún samt alheimssýn-
ing. — Asa Gray, einn hinn frægasti af
náttúrufræðingum Bandafylkjanna, er ný-
dáinn.—Krónprins Þjóðverja þungt hald-
inn af meinsemdinni í hálsinum, þó held-
ur betur látið af honum síðustu dagana.