Þjóðólfur - 06.04.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verö árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg. bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
Rcykjavík, föstudaginn 6. apríl 1888.
Nr. 18.
XL. árg.
'HjflfT' 3—4. tölubl. Þjóðölt's þ. árs
yerður keypt á afgreiðslustofu blaðsins
fyrir fullt verð.
Sigurður Guðmundsson málarí.
n.
Stofnun forngripasafnsins.
Þess var síðast getið, að Sigurður mál-
ari var þegar farinn að hugsa um forn-
gripasafn, er hann var í Khöfn árið 1857,
enda var hann þá ljóslega farinn að sjá,
hvert gagn væri að íslensku forngripa-
safni, og hafði með eigin augum sjeð,
hvernig fór um fornmenjar hjer á landi,
þegar hann ferðaðist um á Norðurlandi
sumarið áður. Eins og vjer sögðum áður,
grennslaðist hann þá eptir forngripum, hvar
sem hann gat. Skömmu eptir að hann
kom út, var hann við Hrafnagilskirkju
einn sunnudag, og var þá svo spurull, að
kirkjufólkið fór að stinga saman nefjum
um, að hann myndi ekki vera með öllum
mjalla. „Og nú ætlar hann ekki nema að
fara að draga mig út í hesthúskofann
hjerna“, sagði Hallgrímur Thorlacius, þeg-
ar hann kom inn í stofuna á Hrafnagili
„til þess að sýna sjer spýtur úr skálan-
um lians Þórðar lireðu“. En spýturnar
höfðu verið hafðar í árepti á hesthúskof-
anum. Þá liitti hann Arngrím Gíslason
á Grenjaðarstað og bað hann fyrir forn-
gripi, og á það minnist Arngrímur síðarí
brjefi til Sigurðar haustið 1862, þar sem
hann segir frá mjög gömlu handriti af Eddu
með mörgum myndum af goðunum og
enn fremur um „útsaumað klæði eða dúk
með myndum og blómstrum, mjög gamalt“,
sem Sigurður síðar tjekk á safnið. Þegar
Sigurður ferðaðist á Vesturlandi sumarið
1858, grennslaðist hann einnig eptir forn-
gripum og eptir að hann var sestur að I
hjer í Reykjavík, hjelt hann þessu áfram, '■
eins og hann getur um í „Hugvekju til
íslendinga“, sem stóð í Þjóðólfi 24. apríl
1862, þar sem Sigurður segist hafa grensl-
ast eptir þessu um mörq ár, og þá fór hann
enn meir að hugsa um stofnun „þjóðlegs
forngripasafns“ hjer í Reykjavík.
Uað eru sumir, sem skoða stofnun slíks
safns eins og tilviljun, og að menn slamp-
ist á að stofna það að sínu leyti eins og
menn stundum af tilviljun rekast á að
finna gúllnámu, en slíkt er gjörsamlega
röng skoðun. Slíkar stofnanir eru ein-
mitt svo langt frá tilviljunum, sem liugs-
ast getur, þar er mest komið undir áhuga,
stöðugri árvekni og ötulleik samfara fróð-
leik. En þessa hæfilegleika í þessu efni
nema Sigurður málari einn. Hann bæði
sá og fann betur en nokkur annar, hví-
líkt gagn gæti orðið að forngripasafni hjer
á landi, og hver skaði væri, að forn-
gripir væru látnir sitt til hvers út úr
landinu. „Til þess að koma í veg fyrir
slíkt, sá jeg engin önnur ráð, en e/ stofn-
sett yrði á Islandi sjálfu íslenskt forn-
gripasafníl segir Sigurður sjálfur, þar sem
hann talar um aðdragandann til stofnunar
safnsins (Skýrsl. um forngripas. I. bls. 7).
En svo bætir hann við: „En auðsjeð var
að það var enginn hœgðarleikur að lwma
slíku á. íslendingar eru optast tregir til
að trúa fyr en þeir taka á, og það er
varla ofsagt, að þeir vantreysta margir
hverjir kröptum sínum, svo að þö jeg
eða einhver annar, liefði farið að hoða
evangelium sliks forngripasafns, mundu
fáir hafa orðið til að ljá því eyru, meðan
það, hetði eigi orðið staðfest með sýnileg-
um störmerkjum. Til þess því að geta kom-
ið slíku safni á, þurfti fyrst að fá einhvern
álitlegan vísi, er væri svo markverður, að
allir skynsainir menn hlytu að sjá og
skilja, að hugmyndin um íslenskt forn-
gripasafn væri eigi eintómur hugarburður“
(S.st. bls. 7). Hjer hafa menn eigin orð
Sigurðar málara um aðdragandann til
stofnunar safnsins, sem einnig kemur heim
við starf lians og frásögur þeirra manna,
sem voru Sigurði kunnugir á þessum tíma.
Yorið 1860 fundust hinar merkilegu forn-
leifar á Baldursheimi við Mývatn, og gaf
það Sigurði ágætt tækifæri til að tala það
sem honum bjó í brjósti, og brýna fyrir
mönnum, hversu nauðsynlegt væri að
stofna íslenskt forngripasafn, enda segir
hann sjálfur nm þcnnan fund: „Nú bar
svo vel í veiðar, að nálægt Baldursheimi við
Myvatn Janst um sama leyti merkilegt dys
frá heiðni“, (s. st. bls. 7). En þegar Sig-
urður fjekk að vita um þennan fund, bað
hann Jón Sigurðsson á Gautlöndum, að
útvega sjer myndir af fornmenjum þessum,
og gjörði Jón þetta með venjulegum skör-
ungsskap. Hann ljet Arngrím Gíslason
teikna myndir af gripunum og senda Sig-
urði. Og þá þótti Sigurði timi til að koma
fram, fyrst lýsti hann gripunum í Þjóð-
ólfi 10. apríl 1862, og í næsta blaði 24.
apríl skrifaði hann „Hugvekju til íslend-
inga“, hina sköruglegustu ritgjörð, þar sem
hann brýnir fyrir mönnum nytsemi og gagn
slíks forngripasafns fyrir listir, skáldskap
og vísindi, og enn íremur segir hann:
„Til ]iess að vjer skiljum þjððerni vort og sögu
landsins bæði að fornu og nýju, til }>ess að vjer
skiljum fornsögurnar, ]>arf langtum meira, en menn
enn hafa hugsað um, og vil eg fyrst telja sem eitt
hið nauðsynlegasta: þjóðlegt forngripasafn; i ]>að
ættu menn að safna öllum ]>eim vopnum, sem til
eru og hjer eptir finnast í jörðu, öllum leifum af
fornum byggingum, stólum, súlum, útskornum syll-
um, skápum, kistum, örkum, byrðum ete. hestbún-
aði, verkfærum, búningi, skrauti, húsbúnaði, veggja-
tjöldum, klæðnaði, myndum merkra manna, mál-
verkum etc.“.
Brýndi Sigurður fyrir mönnum hirðu-
leysi þeirra með forngripi, sem hann vissi
betur um en aðrir, af því að hann hafði
grennslast eptir forngripum, en „jeg vil“
segir hann, „fyrst um sinn spara mönn-
um þá mæðu, að lesa upp allt það synda-
registur, sem jeg hef því viðkomandi“.
En greinin endar á þessum orðum:
„Vjer erum nú líklega komnir á þau seinustu og
hœttulegustu takmörk, sem orðið getur, því út-
lendir ferðamenn koma hingað hrönnum saman og
láta greipar sópa um allar þær fommenjar, er
þeir fá hönd á fest, svo vjer verðum nú að i>ugsa
annaðhvort af eða á, bæði í þessu og öðra, og ef
vjer viljum vera þjðð, þá verðurn vjer að hugsa
um það, hvað einni þjðð sæmir, að vjer getum
lifað með sæmd sem þjóð, að öðrum kosti verðum
vjer að deyja með skömm“.
Þessi ritgjörð barst út um land allt, en
Sigurður ljet eigi lenda við orðin tóm,
heldur reyndi til að liafa persónuleg álirif
á menn eins og liann sjálfur segir: „Enn
fremur hryndi jeg þetta hæði munnlega og
skriflega fyrir kunningjum mínum og 'öðr-
um, sem jeg hafði fœri á“. (Sk. um forn-
gripas. bls. 7—8.), og fjekk kunningja
sína til að skrifa öðrum um þetta efni, og