Þjóðólfur - 06.04.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.04.1888, Blaðsíða 2
70 það eru enn til brjef, sem bera vott um þetta. Um þetta leyti eða liklega fyr, flekk Sigurður málari Jón Árnason bóka- vörð í fylgi með sjer. Haustið 1862 skrif- uðu þeir báðir Sigurður málari og Jón Árbason til mikilsverðs manns í Khöfn brjef, sem er mjög upplýsandi um stofnun forngripasafnsins. Sigurður málari liefur samið brjefið og er ehn til uppkast hans af því, ásamt hreinskrifuðu eptirriti, sem vjer viljum taka hjer upp úr byrjun og niðurlag: „í, framhaldi af samtali okkar í sumar leyfum vjer oss, að Ieita tíl yðar sem góðs landa við- víkjandi stofnun þjóðgripasafns fyrir Islendinga, og í því tilliti leyfum vjer oss að taka frani ept- irfylgjandi atriði: Jeg (Sigurður Guðmundsson) hef áður í 14. ári Þjóðólfs nr. 19.—20. talað lauslega um, hvað nyt- samt það sje fyrir oss íslendinga, að koma upp hjer á íslandi eins konar forngripasafni eða rjettara sagt þjóðsafni........................ Margir mnnu segja, að það sje orðið of seint að safna þess háttar, því nö sje mest af því tapað, en því dýrmætara er fyrir oss að safna saman því, sem eptir er og sem ekki mundi verða alllítið, ef vel væri leitað, og ef menn hefðu nokkur peningaráð; það er auðvitað, að ef íslendingar vilja verðaþjóð, þá verða þeir aö koma upp þess konar safni fyr eöa síðar, en það verður því örðugra og ófull- komnara, sein það er lengur dregið, því útlendir flytja talsvert af fornmenjum út úr landinu á hverju snmri, þar af leiðir og, að öllum fornmenjura er glatað jafnóðum og þær finnast, því enginn er til að njósna um þær, og enginn veit, hvað harin ætti að gjöra af því, sem finnst; í stuttu máli geta ís- lendingar aldrei fengið nokkra tilfinning fyrir að vernda fornmenjar, eða geta liaft nokkra hvöt til eða hirðusemi á að safna þess konar, fyr en þeir sjá. að meun eru farnir að saf'na því í landinu sjálfu, því fyr vita þeir eigi, hvað þess konar er og (því síður) hvað fróðlegt það getur orðið. Vjer leyfum oss að geta þess, að vjer erum þegar farn- ir að safna ýmsv. og vjer höfum þegar lagt drög fyrir að vernda ýmislegt frá eyðileggingu í þeirri von, að það muni eitthvað greiðast úr þessu máli. Hjer höfum vjer ekki önnur ráð enn að snúa oss til stjórnarinnar, ogbiðja yður í kyrþey, að fara í kringum það við viðkomandi stjórnarherra, hvort hann' mundi verða ófús á, að veita þessari stofn- uu hjer á landi 200 rd. styrk árlega (fyrst i 5 ár), minua gagnar lítið, því það liggur lífið á, aðget.a keypt og safnað sem mestu það allra bráðasta, því annars er rnálið gjörsamlega tapað. Bn umfram allt er oss áríðandi, að fá að vita sem fyrst, hvort vjer getum haft nokkra von um, að þessu verði nokkuð ágengt, til þess að vjer get- um tekið einhverja aðra ákvörðun, því það er vor fastur ásetningur, að reyna allt, sem hugsast get- ur í þessu máli, en viljinn er ekki einhlítur. Að endingu vonum vjer alls góðs til hinnar dönsku stjórnar, og að hún vilji fúslega hjálpa oss til að bjarga þeim seinustu druslum af okkar fornmenjum, sem enn kynnu að slæðast hjer og þar í landinu, eptir að Danir hafa fengið margar af þeim og flestar okkar frægu skinnbækur, sem vjer eigum nú nærri ekkert sýnishorn af í land- inu sjálfu. Vjer undirritaðir gefum oss einungis þá með- mœling, að vjer erurn líklega þeir einustu hjer á landi, sem enn hafa nókkuð alvarlega hugsað um þetta m,ál, og sem liklegast er að muni hugsa um það i þau fyrstu nokkur ár. Reykjavík, 4. okt. 1862. Sigurður Guðmundsson. Jón Árnason11. Eins og vjer síðar munum minnast á, varð danska st.jórnin hin versta viðfangs og veitti ekki neinn styrk um mörg ár, þrátt fyrir allar tilraunir Sigurðar málara, en hans var sama gerðin fyrir því, og yíir höfuð lýsir þetta brjeí, eins og reynd- ar ljóslega sjest á Skýrslu um forngripas., að Sigurður var lífið og sálin í stofnun íorngripasafnsins, En þótt danska stjórnin reyndist ekki vel, þá gekk þó áform Sigurðar fram, því að bæði var Sigurður nú búinn að leggja drögur til að fá fornmeujarnar frá Bald- urslieimi, og svo varð Helgi Sigurðsson á Jörfa til þess að lofa forngripum. Hann skriíaði hálfu öðru missiri, eptir að „Hug- vekja“ Sigurðar kom út í Þjóðólfi, ritgjörð um málið, þar sem hann tekur upp margt af því, sem Sigurður málari hafði sagt og bauðst til þess að gefa nokkra gripi. Sendi hann ritgjörðina til Jóns Árnason- ar, sem Sigurður var búinn að fá í fylgi með sjer og var bæði þá og endrarnær besti hjálparmaður Sigurðar, og bað hann að setja ritgjörðina í blöðin; þetta gjörði Jón Árnason en jafnframt skrifaði Jón Árnason stiptsyfirvöldunum, skýrði þeim frá grein þeirri, er sjera Helgi hafði sent bon- um og tilboði lians; skoraði hann á þau að taka að sjer yfirumsjón með hinu vænh anlega safni, og samþ. þau það með brjefi 24. febr. 1863. Með þessu má segja, að safnið yrði opinber stofnun, og þótti Sig- urði þetta afarþýðingarmikið, því að þá þótt- ist hann viss um, að safnið mundi ekki líða undir lok og enn fremur vonaði hann, að danska stjórnin myndi þá veita ein- hvern styrk, enda veittu stiptsyfirvöldin 20 rd. 40 sk., en fengu enga þökk hjá stjórninni. Með stiptsyfirvaldabrjefi þessu var .Tón Árnason skipaður umsjónarmaður hinna væntanlegu forngripa, en þegar hinir fyrstu gripir komu á safnið, var Sigurður mál- ari einnig skipaður umsjónarmaður eptir beiðni Jóns. Þessir fyrstu forngripir, er komu á safn- ið, voru fornmenjarnar frá Baldursheimi. Jón Sigurðsson á Gautlöndum flutti þær landveg til Reykjavíkur vorið 1863, og gaf hann þær í umboði Jóns bónda 111- ugasonar á Baldursheimi, 15. júlí 1863. Þegar hjer var komið, geta menn full- komlega sagt, að safnið væri stofnað og þar með því máli framgengt, sem Sigurð- ur hafði haft svo brennandi áhuga á, og skulum vjer í næsta blaði fara dálítið frek- ara út í þetta atriði og um starfa Sigurð- ar að þessu leyti. Vilhjálmur Þýskalands keisari dáinn, Með verslunarskipi, sem kom á Akra- nes 31. £ m. fráBergen, frjettist að Yil- hjálmur I. Þýskalands keisari hefði lát- ist 9. f. m. Hann var fæddur 22. mars 1797, tók við ríkisstjórn á Prússlandi 7. okt. 1858. sakir veikinda bróður hans Friðriks Vilhjálms IV. Eptir dauða hans varð hann konungur 2. jan. 1861 og eptir ófriðinn milli Frakka og Þjóðverja varð hann keisari yfir Þýskalandi 18. jan. 1871. Á ríkisstjórnarárum hans hefur Þýska- land orðið æ voldugra og voldugra. Hann og stórmenní þau, sem hann hefur haft við hlið sjer, stjórnvitringurinn Bismarck og Moltke hershöfðingi hafa verið sam- taka um, að hefja veg og veldi Þýska- lands, einkum með rammasta hervaldi og herbúnaði alls konar, sem ekki hef- ur átt sinn líka áður. Hefur í því efni ekkert verið til sparað, hvorki álögur á hina þýsku þjóð nje annað. Sá, sem næst stendur til ríkiserfða eptir Vilhjálm I., sonur hans Friðrik Vilhjálmur, er tengdasonur Victoríu Eng- lands drottningar og hefur hneigst að stjórnarháttum og frelsi Englands. Eru því miklar líkur til, að hann mundi breyta stjórnarháttum Þýskalands i frjáls- ara horf, ef hans nyti lengi við, en hann, sem nú er á 57. aldursári, hefur, sem kunnugt er, verið hættulega veikur af meinsemd í hálsinum og haldið til í vet- ur í San Eemo á Ítalíu, og var á eng- um batavegi, er síðast frjettist. Samt sem áður hafði hann ætlað heimleiðis sama daginn, sem faðir hans dó. Allar líkur til, að hann eigi ekki langt eptir, og tekur þá við riki elsti sonur hans Vilhjálmur, sem líkist afa sínum og mun vilja halda stjórn Þýskalands i sama horfinu, sem að undanförnu. Húnavatnssýslu, 3. f. m. . . . „Næst- liðið haust varð uppvíst, að maður í Mið-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.