Þjóðólfur - 06.04.1888, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.04.1888, Blaðsíða 4
72 kvæði vanti í lög; yfirvöld skera úr“, þ. e. seraja þau! Þetta og þvílíkt á að sanna ágæti laganna! Vantar þó eitt núna hjá Þ. Gr.: „að það varði húðstroku, að ráða leiguliða sína á útveg sinn! Liklega því meiri, sem skip og formenn eru betri en hjá öðrum. Lögin eru nú staðfest og koma brátt í gildi; vil jeg því ekki orð um þau tala. Sýnir nú reynsl- an betur en Þ. G., hve hægt er að framkvæma þau, hve nákvæmlega þeim verður hlýtt, og til hve mikils gagns þau verða. Óskandi, að það yrði sem mest! Þórarinn Böðvarsson. Misprentast hefur í 16. tbl., á 1. bls, 2. d., 24. 1. 1796 fyrir 1696. AUGLÝSINGAR Til kaups íæst vandað steinhús með besta verði og einkar góðum borgunarskilmálum; útihús og ágæt lóð fylgir. Lysthafendur semji við Sigurð Þórðarson á Klapparstíg við Reykjavik. 126 Briíkuð almenn frímerki og þjónustn frímerki, og sömuleiðis brjefspjöld kaupir undirskrifaður með háu verði. Kr. Ó. Þorgrímsson. 127 Vel verkað íslenskt smjör kaupir undirskrif- aður fyrir peninga út í hönd. Kr. Ó. Þorgrímsson. 128 Þakkarávarp. Síðan jeg missti manninn minn í sjóinn 30. nóv. 1886, hafa ástæður mínar verið mjög eríiðar, þar sem jeg, efnalaus, hef að sjá fyr- ir 3 hörnum mínum kornungum. í þessum hágu kringumstæðum mínum hefur margur orðið til að rjetta mjer hjálparhönd, þar á meðal skal þess sjerstaklega getið, að af samskotum, sem dóm- kirkjupresturinD og bæjarfógetinn stofnuðu til handa ekkjum og munaðarleysingjum hinna druknuðu ept- ir mannskaðann 30. nóv. 1886, hlotnaðist mjer meir en nokkurri annari ekkju þeirra, sem þá drukknuðu. Fyrir þessar velgjörðir votta jeg mitt innilegasta þakklæti og hið góðan guð að endur- gjalda öllum þeim, sem hafa glatt mig og gert mjer gott. Reykjavík, 3. apríl 1888. Ragnheiður Sigurðardóttir. 129 Hið konunglega oktrojeraða ábyrgðarfjelag tekur í ábyrgð hús, alls konar vörur og innanhúss muni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla í J. P. T. Brydes verslun í Reykjavík. 130 Gigt og verkjaflog. Jeg hef í mörg ár og einkum seinasta árið verið þjáður af gigt og verkja- flogum, einkum í höndum og fótum, svo að jeg í langan tíma hvorki hef'get- að gengið nje brúkað hendurnar; það er skylda mín sannleikans vegna, að lýsa yfir þvi, að mjer hefir farið sí-batnandi síðan jeg fór að brúka Brama-lífs-elixír og hefir heilsu minni farið fram í alla staði svo mjög, að furðu gegnir. Assens. Schötte, skólakennari. Einkenni á vorum eina egta Brama-lí/se- lixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merkiskildin- um á miðanum sjest hlátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappan- um. Mansjeld-Bullner & Lassen, sem einir búa til hinn vérölaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn. Einkasala fyrir Danmörku á prj ónavjelum frá Miihlhausen og spólunarvjeluni frá Cheninitz með nýjasta og besta lagi fyrir verk- smiðjuverð. Menn geta fengið að sjá unnið á vjelarnar. gjðg'~ Brúkaðar prjónavjelar fást með hálfvirði. Simon Oisen & Co. sj Tricotagefahrik. Kjöbmagergade BO, C, 2. Kbhvn K. 132 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifiir Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastig. Prentsmiðja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. 62 50 metra* frá ánni og 20 metra yfir vatnsflöt hennar, ásetti hann sjer að byggja sjer hús. í suður þaðan var á með mikilli veiði í, í norður allmikill skógur, en til vesturs gekk frjósamt sljettlendi svo langt, sem augað eygði. Með því að nú var komið fram á vor, varð Gutt- ormur að flýta sjer að sá, enda var nú ekkert til spar- að; hestarnir voru látnir ganga fyrir plógnum og það var verið við vinnu liðlangan daginn. Húsagjörð varð að skjóta á frest, þangað til vorannirnar voru á enda, En á meðan björguðust þau við það, að raða vögnun- um þannig saman, að þau höfðu rúm til að sitja og sofa milli þeirra. Eigi höfðu þau annað sjer til matar en þurran mat. Að vísu var nóg til af dýrum, sem hefði mátt veiða, t. a. m. vísundum, hjörtum og mörg- um fleiri tegundum, en þeir gáfu sjer ekki tíma til að fara á veiðar um liá-vorannirnar. En þeim var lokið ept- ir hálfa aðra viku, og þá átti að byrja á húsagjörðinni, en áður mátti þó til að fá dálítið til búsins. Þess vegna fór Jackson á dýraveiðar, en Guttormur og Lars á fiskveiðar; hvorttveggja heppnaðist vel, svo að nú var nóg kjöt og fiskur til heils mánaðar. Síðan var tekið að fella trje, því var ekið heim og byrjað að byggja *) 1 meter nál la/5 áln. 63 íbúðarhús. Jackson, sem var orðinn einn af heimilis- fólkinu, var eiginlega sá, sem rjeð, hvernig allt skyidi vera og hans ráðum var fylgt í öllu. Hann sagði, að mest riði á, að húsið væri byggt þannig, að það gæti svo vel, sem unnt væri, staðist áhlaup Indíana. Um þennan árstíma þyrfti ekki að óttast þá, en með haust- inu mundu þeir koma og halda sig nálægt þessum stöðv- um, þangað til í febr., og þá væri ekki gott að vita, hvernig þeir tækju því, að landnámsmaður hefði sest þar að. Næsti nágranni, frakkneskur bóndi, sem bjó 20 mílum neðar við fljótið, hefði opt orðið að verjast árásum þeirra. Sumarið leið, svo að ekkert har til tíðinda. Ým- ist voru þeir á fiskveiðum eða dýraveiðum, og felldu þeir mörg dýr, svo að þeir höfðu yfirfljótanlegan forða af þurkuðu kjöti til vetrarins. Það loit út fyrir góða uppskeru bæði af hveiti og maís. Rjett íyrir uppskeru- tímann fóru þau Jackson og Ingibjörg til næsta þorps til að giptast. Báðir yngri bræður liennar fóru með þeim. Þau höfðu með sjer mörg ágæt dýraskinn til þess að selja eða kaupa fyrir ýmsar nauðsynjar. í þorpinu keypti Jackson meðal annars botnflatan bát, nógu stóran fyrir þau öll, til að hafa hann til taks, ef þau þyrftu skyndilega að yfirgeía heimili sitt. Þegar uppskerunni var lokið, fór Jackson — eða

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.