Þjóðólfur - 13.04.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.04.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudafts- morgua. Yerö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. jftli. ÞJÓÐÓLFUR. Dppsögn skrifleg. bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. Reykjayík, föstudaginn 13. apríl 1888. Xr. 19. XL. árg. Siguröur Guömundsson málari. iii. Stofnun Forngripasafnsins og starti Sigurðar yið safnið. í síðasta blaði Þjóðólfs skýrðum vjer frá stofium Forngripasafnsins, hinum marg- víslega undirbúningi, sem Sigurður hafði, og tilraunum lians til að koma Forngripa- safninu á fót. Sigurður er sá fyrsti mað- ur. sem hugsar um að stofna það, og það má með fullum sanni segja, að það eru meir en orðin tóm hjá Sigurði málara í brjeflnu til Khafnar 4. okt. 1862, þar sem hann segir: „Það er vor fastur ásetning- ur, að reyna allt,, sem hugsast getur í máli þessu“. Þrátt fyrir allt þetta, sem vjer þegar höíum skýrt frá, liefur ritstjóri Björn Jóns- son þó ætlað að berja það fram í blaði sínu ísafold, að sjera Helgi Sigurðsson væri „aðalfrumkvöðull að stofnun safns- ins“ og að Forngripasafnið hafi verið stofn- að „án þess að Sigurður málari kæmi þar nokkra vitund nærri“, og er þetta þeim mun undarlegra, svo að vjer ekki höfum st.rangari orð, sem Björn Jónsson sjálfur hefur áclur sagt, að Sigurður málari væri stofnandi Forngripasafnsins og Játið ísa- fold ftytja það út meðal manna, að Sigurð- w heitinn vœri aðálfrumkvöðull þess, að stofnað var hjer fornmenjasafn. í fyrsta hlaði Isatoldar, 19. sept. 1874, minnist Björn Jónsson á jarðarför Sigurðar mál- ara, sem framfór fjórum dögum áður. Tek- ur hann sjerstaklega fram um ræður þeirra sra Matthiasar Jochumssonar og sra Hallgr. Sveinssonar: „Minntust þeir með fögrum orðum, hve mikið fósturjörð hins framliðna ívtfi honum upp að inna, er hann hefði 'ienð aðalfrumkvöðull þess, að stofnað var hjer fornmenjasafn, og við það hætt, að flytja fornleifar vorar suður í Dan- nn'uku . Árið eptir kemur Björn Jónsson ritstjóri ásamt skólastjðra H. E. Helgesen, Steingrími Thorsteinsson, Sigfúsi Ey- mundssyni og Mattlnasi Jochumssyni með áskorun til íslendinga um að reisa Sig- urði málara minnisvarða (Ísaíold lo. ág. 1875). Talar hann þar nm Sigurð málara sem „ okkar einasta listamann og merkilega fornfræðing, sem með lagfœringu hins ís- lenslca kvennbúnings og stofnun Forn- gripasafnsins o fl. hefur gjört þ]bð vorri svo mikinn sómau, og endar áskorunin á þoim orðum að hann ásamt hinum öðrum undirskrifuðum skuli sjá um, að fyrir fjeð sem inn komi, skuli verða settur minnis- varði „á gröf vinar vors, er oss hetði langað til að hefði auðnast að lifa lengur“. Það lítur út fyrir, að herra Björn Jónsson sje nú búinn að gleyma vini sín- um. þar sem hann vill nú setja honum þann minnisvarða, að Forngripasafnið hafi verið stoínað, án þess hann „kæmi þar nokkra vitund nærri“, og þó er það deg- inum Ijósara, að Siguröur málari var bæði aðalfrumkvöðull að stofnun Forngripasafns- ins og kom því á fót. Sigurður málari var búinn að fá hugmyndina um, að stofna Forngripasafnið mörgum árum áður, en sjera Helgi kemur fram, hann lieldur áfram í mörg ár að grennslast eptir forngripum, j hálfu öðru ári áður leggur hann drögur fyrir, að fá fornmenjarnar frá Baldurs- heimi; 8 mánuðum áður skrifar hann á- skorun í blöðin um að stofna forngrípa- safn og svo brýnir hann „þetta bæði munn- lega og skriflega fyrir kunningjum sínum, og öðrum, sem hann hafði færi á“, ogfær sömuleiðis aðra til þess. Eptir allt þetta kemur svo sjera Helgi Sigurðsson fram með ritgerð um málið, sem hann vill láta koma í blööin og býðst til að gefa 15 gripi, sem vísi til forngripa- safns, og svo á sjera Helgi að vera aðal- frumkvöðull, að stofnun safnins en Sig- urður málari ekki koma „þar nokkra vit- und nærri“. Kunningjar Sigurðar málara segja, að sjera Helgi muni eflaust hafa orðið til að bjóða gripi sína fyrir tilstilli Sigurðar málara, og jafnvel að hann muni hafa ver- iö hjer á ferð í Reykjavík og Sigurður eða Jón Árnason talað um þetta við hann, en hvernig sem þetta er, þá cr það víst, að framboð sjera Helga er komið af lwöt- um Sigurðar málara, endá segja þeir, Sig- urður málari og Jón Árnason, það með skýrum orðum í hrjefl frá 1864 til kon- ferensráðs Thomsens, forstjöra forngripa- safnsins í Khöfn; þar er skýrt frá stofn- un safnsins með nokkrum orðum og tal- að um, að Sigurður liafi skrifað „Hug- vekju til íslendinga“ og þessu bætt við: „út af þessu kom, að kand. Helgi Sigurðs- son á Jörva, fann hjá sjer köllun, að gefa landinu ýmsar fornmenjar, sem fyrstu byrj- un til fornmenjasafns“. Það má sjera Helgi eiga, að hann er fyrsti gefari til safnsins og hann skrifar ritgerð um málið, en þess má geta, að þótt sjera Helgi hefði engan hlut gefið, þá hefði stofnun safnsins eigi dregist lengur, en til næsta sumars, þegar Jón á Gautlörul- löndum kom suður með Baldursheimsfund- inn, og menn verða að gá vel að því, að það er ekki sjera Helgi, heldur Jón Árna- son, sem fær stiptsyfirvöldin til að takast á hendur yfirumsjón íslensks forngripa- safns, og þetta hefur hann hlotið að gjöra eptir samráði við Sigurð málara. En sleppum því. Ef menn viljahengja sig í formunum og einblína á stiptsyfir- valdabrjefið frá 24. febr. 1863, og segja að forngripasafnið sé stofnað með því og engu öðru, þá eru það stiptsyfirvöldin Þórður Jónasson og Helgi Thordersen, sem eru stofnendur safnsins, en næstur þeim stendur Jón Árnason og mætti það miklu heldur til sanns vegar færa, að kalla Jón Árnason stofnanda safnsins, en sjera Helga, og að minnsta kosti hefur það verið nær áliti þeirra sjálfra, Jóns Árnasonar og Sig- urðar málara, heldur en hitt, því að þeir segja svo í brjeíi frá 7. maí 1866 til etatsráðs Worsaae, fornfræðings í Khöfn: „Árið 1863 stofnuðum vjer undirritaðir, jeg Sjgurður GuðmuncLsson og jeg Jón Arna- son, Jorngripasafn hjer í Reykjamk", og myndi Sigurði málara, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni, þykja það undarlegt, er hann sæi það ritað af mentuðum manni, sem jafnvel er forseti liins íslenskaBók- mentafjelags, að safnið hefði verið stofn- að, án þess að hann „kæmi þar nokkra vitund nærri.“ Sigurður hefur sjálfur sagt, að liann hafi stofnað forngripasafnið, Jón Árnason meðumsjónarmaður Sigurðar, sem skrifaði stiptsyfirvöldunum til út af forngripum sjera Helga, liefur sagt það. Oddgeir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.