Þjóðólfur - 13.04.1888, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.04.1888, Blaðsíða 3
75 nefndarmenn ísafjarðarsýslu, var í einu hljóði samþykkt svolátandi fundarálykt- un: „Fundurinn lýsir fullu vantrausti á þeim þingmönnum, er á síðasta alþingi skárust úr liði í stjörnarskrármálinu, og skorar fastlega á þá að legqja niður þingmennsku fyrir næsta þing, svo að kjbsendum þeirra gefist kostur á, að láta í Ijbsi með nýjum kosningum, hvort vilji þeirra í stj'ornar- skrármálinu sje annar, en við kosningarn- ar 1886“. Þessa ályktun var oss af fundinum falið að biðja yður, hr. ritstjóri, að birta í blaði yðar. ísafirði 17. mars 1888. Þorsteinn Benediktsson, Matthías Ólafsson, Sknli Thoroddsen. Til ritstjóra Þjóðólfs. Ret/kjavík, 13. apríl 1888. Fundarályktunin úr ísafjarðarsýslu, sem prentuð er lijer að framan, hefur ver- ið send öllum blöðunum lijer á landi til birtingar og hverjum hinna þjóðkjörnu þingmanna, sem greiddu atkvæði móti stjórnarskrárbreytingunni á síðasta þingi, og er vouandi, að kjósendur í öðrum kjör- dæmum landsins láti nú þetta mál ekki lengur liggja í þagnargildi. Afmælisdags konungs 8. þ. m. var minnst lijer með samsæti af nokkrum bæj- arbúum (embættismönnum o. fi.). í latínuskólanum var dansleikur 9. þ. m. Að undanförnu liafa verið veittar til þess hátíðahalds 100 kr. á ári úr lands- sjóði. Síðasta þing fór fram á, að afnema þetta tillag, og var það beinlínis tekið fram í nefndaráliti fjárlaganefndarinnar i neðri deild. Þrátt, fyrir það voru nú veittar 60 kr. til hátíðahaldsins, svo að þingið verð- ur líklega að taka það fram í fjárlögun- um, ef tiað vill ekki veita þennan styrk. Búnaéarskólinn á Hólum. Skólastjóra- sýslanina við búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal, veitti skólastjórnin 26. f. m. bú- fræðingi Hermanni Jónassyni, kennara við Hljeskógaskólann, frá 14. maí næstkom- andi. Nýtt tímarit. Þeir prestaskólakand. Jóhannes Sigfússon, skólastjóri Jón Þór- arinsson og barnakennari Ögmundur Sig- urðsson ætla að fara að gefa út tímarit um uppeldis- og kenslumálefni. í ritinu eiga að vera „ritgjörðir um menntamál vor, um barnauppeldi, um kennsluaðferðir, kennslubækur, skólahús og kennlsuáhöld; skýrslur um kennslu og skóla hjer á landi; ritgjörðir um skólafyrirkomulag í öðrum löndum o. s. frv.“. Það á að koma út í 1—2 heptum árlega og kosta 1 kr. um árið. — Þess konar timarit verðskuldar góðar undirtektir hjá landsmönnum, því að gott uppeldi barnanna og menntun eru ein af aðalskilyrðunum fyrir þrifum og vel- gengni hverrar þjóðar, en hvorutveggja er, eins og allir vita, að mörgu leyti ábóta- vant hjá oss. Mannalát. 16. f. m. ljest í G-oðdöIum í Skagaíirði merkiskonan Guðrún Þorvalds- dóttir, prófasts og sálmaskálds Böðvars- sonar, ekkja sjera Stefáns Stephensens, síðasts prests á Reynivöllum í Kjós, fædd 15. maí 1810. 10. f. m. andaðist Þorleifur Þorleifsson, hreppstjóri í Bjarnarhöfn í Snæfellsnessýslu á besta aldri (rúmlega fertugur), merkis- bóndi og orðlagður atorkumaður. „18. okt. f. á. andaðist Naríi Tómasson (hreppstjóra Eggertssonar) á Ingjaldshóli í Snæfellsnessýslu, 32 ára að aldri, mann- vænlegasti maður og einstakt ljúfmenni". Aflabrögð. Aflalaust er nú við Faxa- flóa, nema i Garðssjó allmikill fiskur f'yr- ir, og hafa margir af Innnesjum róið þang- að, og sumir aflað vel einkum á lóð. Yflr höfuð er þó afli þar misjafn. Austanfjalls enn ágætur afli. 68 þorpsins hafði Jón fengið sjer talsvert af biki, og úr því bjó hann nú til blys, sem hann stakk liingað og þangað út, utn skotaugun. Það átti þá fyrst að kveikja á þeim, er Indíanarnir byrjuðu áhlaupið. Dagurinn leið svo, að ekkert bar til tíðinda. Þeir re,\ ndu að sofa til skiptis, til þess að vera því betur bunir undir nóttina, en engum þeirra korn dúr á auga. Til þess var ofmikill vígahugur í þeim. Jafnskjótt, sem dimmt var orðið, tók Jón upp úr gömlu veiðitöskunni sinni þunnan snöggfeldan grasgrænan klæðnað, fór í bann, tók riffll sinu og gekk út, svo að hin unga kona hans varð mjög hrædd og kvíðafull. Hann var á ann- au tlma burtu, og voru vinir hans orðnir hræddir um hann. En loks heyrði Kolbjörn, sem var á verði við dyrnar, merki það, sem þeir höfðu komið sjer saman um, og opnaði hurðina, og Jón læddist inn eins hægt og köttur. „Lokaðu nú hurðinni og komdu svo upp á "pf, því nú koma þeir“, hvíslaði liann. Hann sagðist hafa laumast alveg að stöðvum Indíananna og sjeð, að þeir skiptu sjer í þrjá hópa, til þsss að gera áhlaupið frá þrem stöðum. Þeir voru einmitt að leggja upp, er hann sneri til baka. Þegar hann var að segja frá þessu, heyrðust voðaleg óhljóð nálægt húsinu. 0, það eru líkin af njósnarmönnum sínum, sem þeir liafa fund- ið“, sagði Jón, „jeg var neyddur til að drepa tvo þeirra. 65 — Þannig hjet nágranni þeirra. — Og það kom líka fljótt í ljós, að liann hafði rjett fyrir sjer. Þegar birta tök af degi, kom bátur upp eptir fljót- inu og lenti við bæ Guttorms. Úr bátnum komu 3 kvenn- meun og 3 karlmenu; sumir báru börn, en aðrir vopn og önnur áhöld. Það var Pierre og fólk hans. Hann sagði þeim, að Indíanar hefðu ráðist á bæ hans um nótt- ina; tveir af húskörlum hans liefðu fallið, og hann hefði með naumindum sloppið út í bátinn. Til allrar ham- ingju var bæði hann og menn hans vopnaðir með bissum, og Indíanir sýndust bera meir en litla lotningu fyrir þeim í bardaga út á víðavangi. Hann sagði, að það mætti búast við þeim bráðum. Af óhljóðunum, seiu hann heyrði á leiðinni upp eptir fljótinu, vissi hann, að þeir veittu honum eptirför. Nú var hafður sá viðbúnaður, sem verða mátti. Hestarnir voru látnir inn í hesthúsið, nægilegur íorði af vatni og brennivíni var fluttur inn í húsið, og úti fyrir var allt tekið burt, sem á einhvern hátt gat orðið óvinunum til varnar. Eptir morgunverð fór Jón, Knút- ur og einn af frakknesku mönnunum af stað í þá átt, er þoir vonuðust eptir Rauðskinnunum. Innan skannns komu þeir aj)tur og sögðu að hópur af þeim væri á leiðinni þangað, og væru þeir 150 að minnsta kosti. Kvenn- fólkið varð lalhrætt, er það heyrði þetta. En Jón hug- 17

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.