Þjóðólfur - 13.04.1888, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.04.1888, Blaðsíða 4
76 Úr Grindavík er oss skrifað 7. þ. m.: „Ágætis afli þessa viku í Grindavík og Herdís- arvík, upp að 70 til hlutar á dag, allt á lóð. Eitt skip hefur stundað færi og fiskað einsvel að hlutfalli. Beitt rægsnum og hrognum og hafsíld, og lítt mögulegt að greina, að hverju hest gengur. Hafsíld mjög treg. Hæstur hlutur í Staðarveri kominn 330 (-f- 37 af karfa og miklu heilagflski), af því um 30 keila og ísa. Fisklaust í Höfnum“. Tíðarfar hefur alstaðar, þar sem til hef- ur spurst, verið óstöðugt í f. m. Sunnanlands hefur verið góð tíð það, sem af er þessum mánuði. Suður-Þingeyjarsýslu, 20. f. m. „Tíðin er mjög óstillt, ýmist norðanstórhríðar eða sunnan- drifahlákur; jarðir notast því mjög illa. í norð- angarði 13.—14. þ. m. rak hafísslæðing inn á Eyjafjörð, og Langanespósturinn segir, að tals- verður ís sje á Þistilfirði, Axarfirði og Skjálfanda, en 18. og 19. þ. m. var sunnanhláka með allmiklu veðri; eru því líkur til, að ísinn hafi rekið frá landi“. Húnaviitnssýslu, 25. f. m. . . . „Tíðarfar hef- ur nú um tíma verið mjög óstöðugt, en hagar nóg- ir. Heybirgðir almennt góðar, og hefur eigi beyrst getið um heyleysi hjá neinum hjer í austursýslunni, nema e i n u m bónda, sem ætlar til Ameríku í vor“. 28. f. m. . . . „Yeturinn hefur verið mildur og þess vegna nægur heyforði, ekki mjög mikill bjargarskortur enn sem komið er, en samt er jeg mjög hræddur um bjargarskort, ef skip koma seint. Eldiviðarieysi fram úr öllu hófi“. Úr Miðfirði, 31. f. m. . . . „Á mánudaginn var gerði snöggt hríðaráhlaup af norðri, sem stóð í 2 daga; fje var alstaðar úti er hríðin skall á; þó hefur eigi heyrst um fjárskaða, nema litilsháttar á 2 bæjum. Eigi rak hafis inn í því kasti, nema hroða inn með Scröndunum, en haft er eptir há- karlaskútum, að mikill ís sje fyrir Horni“, AUGLÝSINGAR 1 samfeldu máli með smáletri kosta2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. Leidarvisir til lífsábyrgðarfæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. med. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 133 Sá sem fékk ísl. Þjóðsögurnar hjá mjer, skili þeim þegar aptur. Pálmi Pálsson. 134 Pjármark mitt er geirstúfrifað hægra, hamrað vinstra. Oddsstöðum í Staðarhreppi. Stefán Stefánsson. 135 Þakkarávarp. Jeg get ekki bundist innilegr- ar þakklátssemi við ýmsa, sem rjettu mjer og manninum mínum sál. hjálparhönd í þau 3*4 ár, sem hann þjáðist af veikindum sínum, er drógu hann til dauða, þrátt fyrir allar lækningatilraunir, sem hægt var að gera bæði norðanlands, og suður í Reykjavík af hr. landlækni Schierbeck. Það yrði oflangt mál að telja hjer upp alla, þá sem hjálp- uðu mjer til að útvega honum læknishjálp og gera honum lífið bærilegt i hinum löngu veikindum hans, eða tilfæra, á hvern hátt þeir gerðn það. En meðal þeirra vil jeg sjerstaklega nefna hinn góð- kunna nágranna minn, hreppsnefndaroddvita Jón Guðmundsson á Guðlaugsstöðum, sem auk þess hef- ur iðulega veitt mjer og heimili mínu margskonar hjálpsemi, sem jeg fæ aldrei fullþakkað. Þessar velgjörðir bið jeg góðan guð að launa af náð sinni og miskun. Höllustöðum í Blöndudal 2. mars 1888. Elín .Jánsdóttir. 136 Hinir heiðruðu kaupendur og útsölumenn að búnaðarriti Hermanns Jónassonar, sem enn þá eigi hafa greitt andvirði þess, eru vinsamlega beðnir að borga það sem allra fyrat annaðhvort til útgef. eða SigurðarKristjánssonarbóksalaiReykja- vík. 137 Eldgamla ísafold, 138 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentsmiðja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. 66 hreysti það. „í svona rammgjörðu húsi getum við með níu riflum og helmingi fleiri skammhissum varist miklu fjölmennari óvinaher, en þessi er“, sagði hann. Einni klukkustund síðar komu Indíanarnir, og gerðu fyrst vart við sig með óttalegum óhljóðum. Pað leit út fyrir, að þeir undruðust það mjög, að hitta þar manna- hyggð. Allur hópurinn færðist nær, þangað til þeir voru komnir því nær í skotfæri. Þá söfnuðust þeir saman til skrafs og ráðagerða. Að því búnu komu fjórir heim til bæarins. Heimamenn, sem höfðu skipað sjer við skot- augun uppi á loptinu, höfðu vandlega gætur á Indíönun- um. Þegar þessir fjórir sendimenu voru svo sem 50 skref í burtu, sagði Jón: „Þarna er foringinn, grái Bjór. Jeg hef optar enn einu sinni samið frið við hann. Bíð- ið þið við, jeg ætla að fara út og spjalla við hann. Án þess að sinna bænum konu sinnar, fór hann út og opn- aði hurðina í sama bili, sem Indíanarnir komu þangað. Indíanaforinginn hrökk til baka, þegar hann sá framan í Jón, sem hann þekkti svo vel. En hann var ekki lengi að átta sig og sagði: „Að hitta Vísunda- fax hjer!“ (Indíanar kölluðu Jón svo af því, hve mikið skegg hann hafði). „Hvernig gengur það bróðir?“ „Það gengur svei mjer vel", svaraði Jón, „og hvernig Kður þjer bróðir, grái Bjór?“ „Vel, og blómi hinna svörtu fjalla (o: dóttur hans) einnig vel“. „Hefur bróðir minn, 67 grái Bjór, grafið upp stríðsöxina ?“ „Ekki móti vinum mínum. En slæmir hvítir menn hafa sest að í veiði- landi gráa Bjórs. Vísundafax veri vinur hinna rauðu manna! Ekki að búa í húsum hvítra manna, held- ur fara með gráa Bjór og taka blóm hinna svörtu fjalla fyrir konu!“ „Jeg get ekki, jeg á konu þarna inni“. Indianaforinginn horfði lengi þegjandi áhannog sagði síðan sorgbitinn: „Blóm hinna svörtufjalla deyr, deyr af sorg. Vísundafax ekki lengur vinur gráa Bjórs“, sagði hann síðan óður og ær, „að vera hans óvinur! Höfuðið á Visundafaxi skal verða flegið og skinnið brennt í húsi gráa Bjórs“. Síðan fór hann og fylgdar- menn hans til fjelaga sinna. Eptir langa ráðagerð fór allur hópurinn burt upp á lága hæð eina; þar settust þeir að og tóku sjer það náðugt. Það var því auðsætt, að þeir ætluðu að fresta öllum árásum, þangað til dimmt væri orðið, en það var næsta óheppilegt fyrir þá Guttorm, af því að tunglskins- laust var. Hinir frakknesku aðkomumenn lögðu það til, að jafnskjótt sem dimmt væri orðið, skyldu þau öll yfirgefa húsið, fara í bátana og bjarga lífi sínu :'á flótta. En það var ekki komandi nærri því við Jón. „Það væri skárri vitleysan, að yfirgefa heimili sitt baráttulaust, þegar svo margir væru til varnar, eins og þeir voru“. Guttormur og synir hans fjellust á það. í ferðinni til

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.