Þjóðólfur - 04.05.1888, Síða 3

Þjóðólfur - 04.05.1888, Síða 3
87 \ Heiðursgjöf. 17. mars síðastliðinn var dbrm. Erlendi Pálmasyni, óðalsbónda í Tungunesi í Húnavatnssýslu, haldið sam- saeti á Auðkúlu af sveitungum hans, þar sem við voru staddir, auk flestra bænda í Svinavatnshreppi. sýslumaður Lárus Blöndal og kaupmaður J. Gh Möller á Blönduósi. Sjera Stefán M. Jónsson prestur á Auðkúlu afhenti þar Erlendi í nafni sveitunga hans silfurdósir að gjöf og flutti honum ávarp um leið fyrir heilla- nkar framkvæmdir hans um siðustu 30— 40 ár, eigi að eins í stjórn sveitarmála, forgöngu búnaðarfjelags Svmavatns- ^rrepps og mörgu fleiru í þarfir sveitar- fjelagsins, heldur einnig í mörgum öðrum málum, sem almenning varða og miða fil framfara og almenningsheilla. Erlend- nr þakkaði gjöfina og ávarpið með nokkr- Um velvöldum orðum. Á dósunum stóð: „Erlendur Pálmason. Fyrir ráð og dáb. Sveitungar. 1888“. Tíðarfar hefur verið fremur kalt síðan Þjóðólf'ur kom út seinast, og snjóað tals- vert í fjöll. Að norðan og vestan líkt tíð- arfar að frjetta og verið hefur sunnan- lands. Hafís var mikill fyrir Þingeyjarsýslu um sumarmálin og allmikill ís inn á öðr- um fjörðum norðanlands. Bjarndýr eitt náðist fyrir skömmu á Tjörnesi; í vetur voru 3 bjarndýr drep- in á Melrakkasljettu. Fjárskaðar urðu 26. mars í Þingeyjar- sýslu, og fórust 68 kiudur á Yíðirkeri í Bárðardal, 29 á Hallbjarnarstöðum í Reykja- dai og 18 á Fossseli. Afiabriigð eru góð enn við Faxaflóa, en gæftatregt þessa viku; sömuleiðis góður afli enn í veiðistöðvunum austanfjalls 5 til 800 hlutir komnir á Loptsstöðum og Eyr- arbakka (25. f. m.). í Vestmannaeyjum meðalhlutir 220—240, hæst 300 af þorski og löngu (27. f. m.) — „Á Eyjafirði utan- til heldur góður þorskafli um sumarmálin (2—400 á skip af vænum þorski)“. Við ísafjarðardjúp góður afli. Myrdal, 14. f. m. . . . „Fiskafli góður, Hlutir lægstir tæp 300 við Jökulsá, en hæstur hlutur 600, mest þorskur ; er það óvenjumikill afli hjer í Mýrdalnum í mörg ár“. Mannalát og1 slys. Laugardaginn 28. f. m. drukknuðu 3 menn frá Stóruvatnsleysu: Sigurfinn- ur Sigurðsson bónda Jónssonar á Stóruvatnsleysu, Jón Jónsson vinnumaður þar og Gtunnlaugur Grunn- arsson sjóróðrarmaður frá Skálahnúk í Skagafirði. Þeir voru að ná netatrossu, en norðanstórviðri var, og „á leiðinni í land kom ákaflega stór kvika, sem fyllti bátinn og tók út alla mennina, að eins ör- fáa faðma frá landi. Næsta kvika keyrði bátinn upp í kletta og braut hann í spón“. Líkin ófund- in 1. þ. m., þrátt fyrir talsverða leit, sem þegar var gerð. „Sigurfinnur var 25 ára að aldri, án efa hinn mannvænlegasti af ungum mönnum bjer og heppnis formaður. Hinn 20. jan. þ. á. gekk hann að eiga Sigríði Stefánsdóttur, óðalsbónda Pálssonar á Stóruvatnsleysu, sem með eigin augun horfði á, þegar sjórinn hreif hann frá henni eptir 3 mánaða sambúð". _________ Fyrirspurn. Eru þorskanet Álptnesinga upptæk, efþaufinnast á sviði Seltirninga? Sjömaður. Svar. Nei. Bitstj. Auglýsingar. 2000 kr. óskast til láns gegn 6—7% vöxtum og veði 6000 króna virði. Páll Briem. Timbursali Christiansen er væntanlegur hingað nálægt miðjum þ. m., með timburfarm, sem selt jafnt fyrir peninga og saltfisk. Sömuleiðis hefur hann ágætar kartöflur, með besta j verði. Rvík, 2. mai 1888. Björn duðmundsson. 149 80 og fjelck mjer brjef. Jeg varð ekki lítið glaður, er jeg las: „Kæri vinur. í því trausti, að þjer liafið ekki gleymt yðar gömlu vinum frá Padang, bið jeg yður að koma til mín með brjefberanum. Hann mun fylgja yð- ur til okkar, því að ef þjer væruð einn, munduð þjer, eiga erfitt með að finna okkar núverandi bústað. Það var fyrst í gær, að jeg fjekk að vita hjá kunningja mín- um, að þjer haflð haldið til í Pertibie í nokkra mánuði. Þjer þurfið ekki 3 klukkutíma til að fara hingað, ef þjer hatið góðan liest. Kona mín og dætur hlakka ó- segianlega mikið til að sjá yður aptur. Þjer látið því ekki bregðast að koma. Yðar einlægur Wórmann". Að hálfum klukkutíma liðnum var jeg kominn af stað og reið á eptir sendimanninum. En áður en jeg fór, fjekk jeg elsta undirforingjanum í hendur yfirfor- ustu kastalans, og sagði, að jeg kæmi i síðasta lagi aptur um nóttina, þó að það kynni að verða nokkuð seint. Jeg hlakkaði mikið til að koma til Wórmanns, því að heima lijá honum i Padang hafði jeg lifað marga ánægju- og gleðistund. Wórmann átti marga stóra plantstaði og verslanir í Padang og Tapanúli. Kona hans var þýsk að ætt, hafði áður verið kennslukona, og flutst til Java með hollenskum hjónum. Hún var vel menntuð og í alla staði hin elskulegasta kona, sem með 77 þeirra. Yar því tekið svo rösklega á móti Indíönum, að þeir komu þangað ekki aptur. Nýlega kom Gi-uttormur til hinna fornu heimkynna sinna í Noregi, til þess að kveðja sveitina, eins og hann komst að orði. Hann var þá hvítur fyrir hærum, en hraustur og ern. Sagði hann þá þessa sögu af lífi sínu 4 fyrstu árin í Texas. Helena önnur. (Eptir handriti liðsforingja í her Hollendinga á Indlandseyjum). Eptir E. v. Barfus. Stjórnin í nýlendum Hollendinga á Austurindlandi hafði látið gjöra allmarga smákastala á Súmatra, bæði til að vernda hinar blómlegu eignir þeirra þar á eyj- unni að vestanverðu og til varnar gegn liinum viltu og herskáu Bettingum og íbúunum í Atjeh norðaustan til á eyjunni, svo og til þess að geta því betur haldið í skefjum þjóðflokkum þeim, sem Hollendingar höfðu brot- 20

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.