Þjóðólfur - 25.05.1888, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.05.1888, Blaðsíða 3
99 ið geíið öllum íjenaði síðan um jólaföstu. A stöku stað farið að brydda á heyleysi, sem verður því verra, ef þessir kuldar haldast lengi. Ekkert hefur fiskast hjer í Meðallandi, en hjer barst talsvert á land af rifnum íiski og sumstaðar nærri heilum. Kom það í góðar þaríir, því að það hefur mestpart verið lifsbjörg manna, að minnsta kosti hinna bágstöddustu. — Um pálmasunn udag kól 3 menn í Ör- æfum i fjöruferð. Af 2 þeirra er ný- búið að taka mikið af fótunum, en einn mun ekki hafa misst, nema tærnar. Voru að því verki læknar tveir hinir næstu, hinn nýi læknir okkar og læknir Austur-Skaptfellinga.— Skip fauk hjer um daginn og brotnaði í spón. Aðrar slys- farir ekki“. Undan Eyjafjöllum 14. þ. m........,Frakkneskt skip strandað i hjer fyrir Fjallasandi, mannlaust. Skip og farmur var selt 11. þ. m. Meðal farms- ins var mikið af saltfiski og salti í tunnum og vaualeg matvæli skipshafnarinnar. Allt á upp- hoðinu komst í afarverð ; best verð var á saltiisk- inum 100 á 16 kr. og þar í kring. Kartöflu- tunnan á 7—8 kr., brauðtunnan 13—15 kr. og allt eptir því. Aðalheildin af skipinu, sem sjálft mölbrotuaði, komst á 109 kr. A uppstigningardagsmorgun varð Einar hóndi Jónsson á Steinum bráðkvaddur, merkur bóndi og mesta valinenni, nál. 45 ára að aldri". Smávegis. The Star (Stjarnan) heitir nýtt blað, sem er nýlega farið að koma út í Lundúnaborg. Það er frjálslynt og hefur meðal annars sett sjer fyrir mark og mið að bæta kjör verkmanna og annara, sem lágt eru settir í þjóðfjelaginu eða hafa við bág kjör að búa. Ritstjóri blaðsins er írskur þing- maður, T. P. O’Connor, mikill ræðuskörungur og atkvæðamaður. Af 1. nr. hlaðsins seldust 142,600 expl.. og getið til, að það hafl geflð í hreinan á- góða um 3600 krónur. Svo mikil var mannþröng- in við afgreiðslustofuna, að það varð að fá fjöra lög- regluþjóna til að halda þar reglu. Páfinu hetur eigi ástæðu til annars en vera ánægður yfir jfibilhátíð sinni 1. jan. þ. á., segir útlent blað eitt. Til Rómaborgar komu þá alls 60,000 pílagrímar; af þeim voru 35,000 ítaiir, 5000 Frakkar, 4000 Þjóðverjar og 2000 Spánverj- ar. Auk þessara, leikmanna og lágt settu andlegr- ar stjettar manna hafa heimsótt páfann 52 kar- dínálar og 560 biskupar. Hann fjekk gjafir 60 miljóna virði; þar af 14 miljónir i peningum. Meðal gjafanna voru einnig 90,000 flöskur af vini, og varð að gjöra sjerstakann kjaliara til að geyma þær í. Auglýsingar. Hið konungleg-a oktrojeraða ábyrgðarfjelag tekur í ábyrgð hús, alls konar vörur og innankúss muni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla i J. P. T. Brydes verslun í Reykjavík. 184 Litunarefni. Litunarefni vor til að lita með alls konar liti á ull og silki, sem um 20 ár hafa uáð mjög mikilli útbreiðslu, bæði í Danmörku og erlendis, af þvi það eru ekta litir og hreinir og bve vel litast úr þeim, fást í Reykjavík með verksmiðjuverði einungis bjá br. W. 0. BREIÐFJÖRÐ. Kaupmannahöfn, i apríl 1888. Bucli’s litarverksmiðja. 185 V í N S A L A. Að jeg befi fengið í hendur hr. kaup- manni W. 0. Brciðíjörð í Reykjavík eiukaútsölu á mínum góðkunnu vín- um og áfengum drykkjum i Reykjavik og nálægum hjeruðum, gjörist hjer með kunn- ugt heiðruðum almenningi. Sjerstaklega má nefna ágætt hvítt port- vín, sem ætlað er handa sjúklingum, þegar læknar ráða til þess. Petcr Buch, Halmtorv 8, Kjöbenhavn. 186 Myndir af Bjarna Thorarensen fást til kaups hjá bóksala Sigurði Krist- jánssyni. 187 88 hjer uppi í þessu hreina íjallalopti sakir heiptar hins unga Akinets“. Jeg fjellst á allar ráðstal'anir vinar míns, og hjet honum allri þeirri hjálp, sem mjer væri mögulegt að veita honum. Reyndar þorði jeg ekki að láta hann fá neinn af setuliðinu í kastalanum, en jeg hjet að senda hvert kveld, er dimma tæki, mannmarga varðsveit ept- ir Búrúmonsdalnum, þangað er vegurinn byrjaði heim að lystigarðinum. Það gat jeg vel ábyrgst. Skyldi Ak- met ráðast í að gera álilaup á lystigarðinn, þyríti Wór- mann ekki annað en senda niður til varðsveitarinnar °g íá liðveislu hjá henni. Þessi ráðstöíun hughreysti vini mína, einkum frú Wórmann, sem nú horfði með minni áhyggju mót hefndum frá Akmet. Seinni liluta dagsins reið jeg til baka til Pertibie, til þess sama kveldið að geta gjört nauðsynlegar ráð- stafanir, vinum mínum til varnar. Liðsmennirnir urðu mjög fegnir þessari tilbreytingu á lífi. jteirra, og að tá tækifæri til að vera lanar fögru nætur undir berum liimni, í staðinn fyrir að dúsa í hinum loptvondu liðs- mannastoíum og víggarðakjöllurum, og það því fremur', sem jeg ljet þá fá með sjer tvöfaldan skammt af einir- berjabrennivíni og tóbaki, sem jók stórum kapp þeirra og ötulleik. Jcg sagði foringjum þessarar sendisveitar nákvæmlega livað hún skyldi gjöra, bauð þeim að vera 85 hann talaði og viðstöðulaust hollensku og nokkurn veg- inn ensku. Faðir hans var og stórauðugur og Wórmann átti stöðugt verslunarviðskipti við hann. Jeg sá, að þetta gaf honum mikla yfirburði fram yfir mig, sem jeg öf- undaði hann af, þvi að jeg var að eins fátækur her- foringi, sem hafði ekkert aimað af að lifa en laun mín. Þegar Akmet ben Ali heimsótti Wórmann, dvaldi hann þar optast nær nokkra daga, af þvi að bústaður föður hans var of fjarlægur, til þess, að liann gæti far- ið heim sama daginn, og það því síður, sem vegurinn lá yfir því nær ófær fjöll. Það er hægt að ímynda sjer, liversu mjer graindist, að vera neyddur til að íara þau kveld heim í kastala minn aptur. Það var mjer dálítil liuggun, að jeg var sannfærður um, að frú Wór- mann, eptir því sem jeg sá, sýndist ekki liafa miklar mætur á hinum unga Malaja, og að Marta heldur ekki ljet á sjer skilja neitt í þá átt; hún var að vísu vin- gjarnleg og kurteis við liann, en forðaðist auðsjáanlega að vera alein með honum; auk þess talaði hún opt við mig á þýsku, sem Akmet skildi ekki, og varð þess vegna örvinglaður út af þ'ví. Að eins var mjer óljóst, hverj- ar skoðanir minn heiðraði vinur Wórmann hafði í þessu efni. Að vísu elskaði hann börn sín lieitt, en hann var

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.