Þjóðólfur - 15.06.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.06.1888, Blaðsíða 2
110 hin verstu orð. Nokkru eptir, að hann kom heim úr þessari för, lýstu allir hægri flokkarnir yfir, að þeir vildu hafa stjórn- arskrárbreytingu og nýjar kosningar, þ. e. sama og Boulanger. Nú er eptir að sjá, hvað hann tekur til bragðs þessu næst. Páfinn og írar. Leó páfi hefur sent hinum írsku biskupum skjal, sem bannar Boycotting (viðskiptaleysi) og Plan of Campaign (að borga ekki landsskuldir). Hinir írsku þingmenn hafa sagt á fund- um, að þeir hlýddu páfa ekki nema í trúarefnum, en klerkalýðurinn birtir skjal- ið á prjedikunarstólnum. Wolseley hersliöí'ðingi hefur sagt, að her og floti Englendinga væri í vondu standi. Þingið hefur nú veitt margar miljónir til að bæta úr því, og vakti þetta mikið uppþot í blöðum og á fund- um. Þýskalandskeisari er orðinn svo heill heilsu, að hann er á fótum allan daginn, gengur í aldingarði sínum og ekur út í vagni. Þingi Prússa var nýlega slitið; for- ingi framfaraflokksins, Kichter, tók áður duglega ofan í lurginn á þeim blöðum, sem rjeðust á keisaradrottninguna út af Battenberg-hjónabandinu, sem ekki varð úr í þetta sinn. stanley. Brjef hefur borist til Evrópu frá Emin Pasja í Mið-Afríku, sem er rit- að 2. nóvember, og veit hann ekkert um Stanley. Samt hafa þeir menn, sem þekkja Afríku, góðar vonir um, að hann sje á lífi enn. Við járnbraut Rússa í Mið-Asíu til Samarkand var lokið hinn 27. maí. Að henni unnu 6000 manns daglega, enda höfðu landsbúar, sem unnu að henni, I ekki fengið nema 25 aura á dag í laun. Lr ráðaneyti Sverdrups kvað nú ætla tveir ráðgjafar, og Björnstjerne Björns- son er kominn í flokk mótstöðumanna hans. Sýningin í Höfn. Hún nær yfir mik- ið svæði, um 106,000 □ álnir (rúml. 18 vallardagsláttur) og Tivoli er ekki nema blettur innan í henni. Það er stór mun- ur á henni og sýningunni 1872. Þá komst allt fyrir í einu húsi, en nú er það geymt í mörgum húsum, stórum og smáum, og sumt undir beru lopti. Ilið stærsta húsið er langur salur með hvelf- ing yfir öðrum endanum; í þeim sal er iðnaður og listaverk. Þegar komið er inn undir hvelfinguna, eiu hlutir frá Noregi á hægri hönd og miðnættissólin ! (tir striga) yfir þeim, en á vinstri hönd er Svíþjóð og mynd af Stokkhólmi á veggnum upp yfir. Norðmenn bera af öðrum í trjesmíði og Svíar í járnsmíði. Framundan manni er hinn langi salur, og i honum fyrst danskir munir, þájap- anskir, þýskir, franskir, rússneskir, ensk- ir og ítalskir, þá listaverk dönsk, svensk og norsk. Af þýskum munum, er enn ekkert komið og lítið af enskum og í- tölskum. Aptur er mikið af dýrgripum komið írá Hússlandi. Iðnaður þess er einkennilegur og geta aðrir Evrópumenn margt lært af honum. Sumt er gert með j mikilli snild, en sumt glóir af gulli og j gimsteinum, svo að fólk glápir á það, eins og tröll á heiðríkju. Það er keis- aradrottningunni rússn., dóttur Kristj. 9., j að þakka, að þetta merkissafn er hingað komið. Málverk Dana standa ekki á baki Svía og Norðmanna, heldur framar. Margt gætu Islendingar lært af fiski- og landbúnaðarsýningunni. Yfir einu litlu horni í fiskisýningunni stendur Is- land og fálkamerkið og þorskmerkið í bróðerni undir nafninu. Það, sem mest ber á, er skotthúfubúningur og faldbún- ingur, sem fólki þótti mikið í varið. Samkvæmt fiskikatalógnum höfðu 22 ís- lendingar sent muni; þar af voru 3 kvenn- menn. Ull, vaðmál, sokkar, æðardúnn, niðursoðið kjöt og fiskur, er sýnt. A. Feddersen, umsjónarmaður fiskisýningar- innar, hafði sent ýmsa útskorna muni. Hin islenska sýning er því mögur. Grræn- | lendingar hafa heilt þil við hliðina á ís- landi. Um fiskisýninguna skal jeg greina betur næst. A landbúnaðarsýningunni er t. d. mjólkurhús og sjest í því. hvern- ig ein vjel vinnur allt, skilur rjómann úr mjólkinni betur en trog C1/^0/,, rjóma eptir i mjólkinni, en í trogum J/2- l»/0 eptir), strokkar, hnoðar smjörið, ystir und- anrenninguna o. s. frv.; úr draflanum eru svo ostar gerðir. Á síðustu 10 ár- um hafa þessar vjelar breiðst út um Dan- mörk og skipta nú þúsundum. Danir flytja nú 40 miljónir punda af smjöri út, eða tvöfalt á við það, sem þeir fluttu út fyrir 6 árum. Víðast hvar leggja margir bændur saman og eiga vjel í fje- lagi. I næsta sinn skal jeg segja meira af landbúnaðarsýningunni o. fl. Danir búast við, að margir útlending- ar komi hingað í sumar og allt af er viðkvæðið hjá þeim: „Millionen koin- mer“, nefnil. af fólki eða peningurn, því þeir ætla sjer að græða á sýningunni. Enn sem komið er sjást varla aðrir en Svíar og Þjóðverjar af útlendingum. Nýdáinn er Grísli Brynjúlfsson, sem verið hefur docent við háskólann í Höfn síðan 1872. Beykjavík, 15. júní 1888. Póstskipið Laura kom hingað aðfara- nótt 12. þ. m. og með því kaupmennirn- ir Bryde, Fr. Fischer, Lefolii, H. Th. A. Thomsen o. fl., þar á meðal prófessor frá Ameríku, Charle Spragne Smith í New York, með konu sinni, og einn veg- gjörðarmaður frá Noregi. Strandferðaskipið Tliyra, er fór hjeð- an 2. þ. m. vestur og ætlaði norður um land, kom hingað aptur 9. þ. m., hafði eigi komist nema norður undir Horn fyrir is; fór lijeðan s. d. áleiðis til Austfjarða, en kemst sjáifsagt ekki heldur þar að Hafísinn. Eptir seinustu frjettum að norðan með manni úr Oxnadal, sem það- an fór 6. þ. m., var Eyjafjörður þá fullur af is inn að Oddeyri. „Pollurinn" auður, og þar talsverður sildarafli. Skagafjörður og Húnaflói einnig fullir af ís, er mað- ur þessi fór þar um. — Seinast er frjett- ist að austan var samföst ishella vestur undir Dj’rhólaey og ishroði við Vest- mannaeyj ar. Próf í lögfræði hefur Klemens Jóns- sou nýlega tekið við háskólann í Khöfn með 1. einkunn. Prestrígður 10. þ. m.: kand. Guðlaug- ur Guðmundsson sem aðstoðarprestur sjera Jónasar Gruðmundssonar á Staðarhrauni. Vcrslunarfrjettir frá Khöfn 1. þ. m. Af vörum, sem komu með Lauru, seldist saltfishur vestfirskur hnakkakýldur 64— 65 kr. skpd., óhnakkakýldur vestfirskur og besti sunnlenskur hnakkakýldur 60—- 62 kr.; smáfiskur hnakkakýldur 53 kr., óhnakkakýldur 47—50 kr., ýsa 42 kr., lýsi 36 kr. Sundmagar velverkaðir 55 au. pd., hrogn í lágu verði; haustull hvít 45 a., mislit40a.; saltkjöt selt fyrir fram 49 kr. tunnan (224 pd.). Fiskurinn seldist svo vel, af því, að hann var alveg upp- seldur áður, en talið víst, að verðið hrapi niður jafnskjótt, sem meira berst að, og illt útlit fyrir hátt fiskverð á Spáni, sak- ir samkeppni frá Frakka hálfu og afar- mikils fiskfengs í Noregi. Hvaða verð muni verða á Spánarfiski í sumar, er því ekki auðið að segja, en talið líklegt, að það muni ekki verða liærra en i lyrra. Nokkuð af lýsi er enn óselt, sem lík- iega fæst eigi meir fyrir en 34 kr. —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.