Þjóðólfur - 06.07.1888, Blaðsíða 1
Kemur 4t á föstudags-
niorgna Verð árg. (6u
arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.).
Borgist fyrir l.'i. jdll.
ÞJÖÐÖLFUR.
Uppsögn skrifleg, bund-
in viö áramöt, ögild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
Reykjavík föstuclaginn 6. júlí 1888.
XL. árg.
Þ j ó ð ó I f u r
fsest frá júlíbyrjun til ársloka fyrir 2 kr.,
og fá þeir, sem því sæta
úkeypis og kostnaðarlaust sent
það, sem þá verður komið út af „sögu-
safni Þjóðólfs“ : „Fangann í Kákasus 51
bls., Yesturfarann og Indíanana 26
bls., Heienu aðra 26 bls., byrjun á
Sögu stýrimannsins og æfisögu Sigurð-
ar niálara 48 bls., eða alls
ókeypis yfir 150 bls.
Menn qefi sig ýrarn sem allra jyrst.
íslendingar og Danir,
I.
Fyrrum var Danaveldi voldugt ríki.
Þá var það margfalt voldugra en nú.
En síðan hefur Danaveldi hnignað stór-
um; öld eptir öld hefur klippst utan af
þvi, og stór hjeruð og stór lönd hafa
gengið undan. En hvers vegna hefur
þetta farið svo ? Hvers vegna hefur
Danaveldi hnignað þannig? Hvers vegna
var Svíaríki óánægt með að vera í sam-
bandi við Danmörk ? Hvers vegna var
Holstein óánægt? Hvers vegna er ís-
land óánægt ?
Aðalástæðan til þess hefur verið, að
Danir hafa eigi viljað unna öðrum grein-
um hins norræna þjóðernis jafnrjettis við
sig. Þeir hafa viljað hefja sig á kostn-
að annara, láta sína menn eingöngu ráða
yfir hinum og hafa hag á þeirn. En vís-
vitandi og óafvitandi hafa þeir svo leitt
út af þessu ýmsar kreddur, sem þeir hafa
rígbundið sig við og staðið á fastara en j
fotunum. Þetta hefur verið mein hinn-
ar dönsku þjóðar, og þetta er það enn í
dag. Hvað er það annað en kredda,
þessi setning um alríkisfjöturinn, sem
ráðgjafi íslands heldur fram í kgl. aug-
lýsing frá 2. nóv. 1885? Hvað er það
annað en kredda, að halda því fram, að
Danaveldi muni liðast í sundur, ef ís-
lendingar fái þá stjórnarskrá, sem þeir
óska? Er það skynsamlegt að halda, að
það sje hættulegra, að íslendingar sjeu
ánægðir í sambandi við Dani, og lofa
þeim að neita þeirra krapta, sem guð
hefur gefið þeim, til þess að hjálpa sjer
sjálfir, og nota hinar ríku auðsuppsprett-
ur landsins, til þess að blómgast og efl-
i ast — heldur en að þeir sjeu stöðugt ó-
ánægðir og að ala upp hjá þeim óvild
og jafnvel hatur til Dana og fyrirlitn-
ingu fyrir stjórn Danmerkur ? Vjer get-
j um ekki skilið, hvernig danska stjórnin
j er svo blind, að hún skuli ekki sjá, að
slíkt er heimskuleg kredda.
Meðal hins seinasta, sem yjer höfum
sjeð um oss frá dönsku stjórninni, eru
orð í Dagblaðinu, sem styður stjórnina
í öllum gjörðum hennar gagnvart ís-
landi, og er oss þar líkt við fúllynda
tengdamóður, sem sífellt sje að rífast út
af engu efni. Þetta er prjedikað fyrir
hinni dönsku þjóð, en þó er þetta svo
rangt, sem verða má, og likingin svo
skökk, sem hugsast getur. Islendingar
hafa aldrei verið að sletta sjer í innan-
lands málefni Dana og aldrei heimtað að
hafa áhrif á þau; þeir hafa að eins
heimtað jafnrjetti við Dani og óskað, að
þeir mættu sjálfir ráða sinum sjerstöku
( málefnum, ekki af fjandskap við Dani,
heldur af því að þetta er skilyrðið fyr-
ir framförum og velgengni Islands. Aðr-
ar eins kenningar og þessar miða eigi
til neins annars en, að snúa hugum Is-
lendinga frá Dönum, og koma inn hjá
þeim þeirri skoðun, að það sje einskis
góðs að .yænta af sambandi við Dani,
og að það sje best að komast sem fyrst
úr sambandi við þá og í samband við
aðrar betri þjóðir. En það er þó eigi
rjett að taka ofmikið mark á þvi, sem
liggur í öðrum eins falskenningum og
þeim, sem koma fram hjá Dagblaðinu,
því að enn þurfum vjer eigi að örvænta
um, að Danir muni unna oss jafnrjettis.
Vinstri menn eru meiri hluti hinnar
dönsku þjóðar og þeir hafa jafnan sýnt
velvild og rjettlætistilfinningu í baráttu
vorri við hina dönsku stjórn, og svo
hafa einstöku‘danskir stjórnarmenn við-
urkennt, að kröfur vorar sje bæði sann-
gjarnar og rjettlátar.
Það var Monrad sem sagði þetta 1870*:
„Æðsta forusta íslands sjerstöku mál-
Nr. 81.
efna á að vorri ætlan að eiga aðsetur
sitt á íslandi sjálfu. Pjarlægð landsins
og óvissar samgöngur gjöra það að verk-
um, að yfirstjórn Islands í umboðsleg-
um málum verður seinfær og slóðaleg,
ef hún á að vera i Kaupmannahöfn. Menn
kvarta yfir því nú, að stjórnarstörfin í
Danmörku fari seint úr hendi, hvernig
ætli þá yrði, ef yfirstjórn danskra mála
yrði lögð út til íslands? Hugsi menn
sjer þetta, og leiði sjer það alvarlega
fyrir sjónir, þá munu menn geta skilið,
hversu óheppilegt það mundi vera, ef
æðsta stjórn íslands sjerstaklegu mála
ætti að verða í Kaupmannahöfn eins og
hingað til. Þar með skulum vjer hyggja
að því, að loptslagið á Islandi er án efa
mjög ólíkt lopslaginu í Kaupmannahöfn,
en það hefur mjög mikil áhrif á hina
umboðslegu stjórn í hverju landi, að hún
sje undir sama loptslagi og laudið, sem
hún er sett til að ráða yfir“.
Það, sem einnig gefur oss vonir um,
að Danir muni unna oss jafnrjettis, er
það, að á síðustu tímum eru Danir farn-
ir að rannsaka sína eigin sögu og virða
fyrir sjer, hverjar orsakir eru til hnign-
unar Danaveldis, og ef þeir sjá þær,
þá mega þeir vera undarlegir, ef þeir
ekki læra neitt af því, hvernig þeim hafa
verið mislagðar hendur i viðskiptum
þeirra við samþegna sína, sem tilheyra
öðrum greinum hins norræna þjóðernis.
Yjer höfum nýlega lesið tvær ritgjörðir
um Suður-Jótland**, eptir A. D. Jörgen-
sen, leyndarskjalavörð í Kaupmannahöfn,
þar sem hann segir söguna um tildrög-
in til þess, að Sljesvík og Holstein skild-
ust við Danaveldi. Hann talar um tím-
ann undir Friðriki VII. og er þetta hans
dómur um hann:
„En samt á eigi að draga dulur á, að
hann hefur sína galla. Mjer finnst, að þeir
geti orðið settir fram í þeirri aðalsetningu,
að oss hafi vantað politiska lipurð í flókn-
um málefnum; stjórnarmenn vorir voru
meir og minna heillaðir af kreddum, sem
*) Berl. tið., 23. ág. 1870.
**) Smaaskrifter tilegnede A. P. Krieger, Kh
1887, bls. 308—340.