Þjóðólfur - 31.08.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.08.1888, Blaðsíða 1
Kemnr ót A föstudags- niorgua Verö árg. (60 ai ka; 4 ki (erlindis 5 kr.). Borgist fyrii 1;;. júli. ÞjÓÐÖLFUR Uppsögn skrifleg, bund- in viö áraraöt, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg'. Reykjavík föstudaginn 31. ágúst 1888. Nr. 41. Helgapostilla fæst lijá undirskrifuð- um, að eins fyrir 3 kr. (áður 6 kr.). Það Arerð stcndur til 1 jan. 1889, j)á yerður hún hækkuð í sitt fyrra verð, 6 krónur. Rvík, 7. júní 1888. Kr. Ó. Þorgrímsson. 354 TT elg'a-postilla, •*- lieft, með mynd á 3 kr., fæst í Bókverzl. Sigf. Eymundssonar. 355 Útlendar frjettir. Höfn 13. ág. 1888. Villijálmur Þýskalandskeisari lagði af stað frá Kiel 14. júlí með 8 lierskip í Rússlandsferð sína. Keisararnir hitt- ust fyrir utan Kronstadt og lá þar fyrir Eystrasaltsfloti Rússa. Þýskalandskeis- ari stóð við í 5 daga og dvaldi i hallar- garðinum Peterhof. Einn daginn var hersýning, og fannst Viihjálmi keisara mikið til nm hið rússneska riddaralið.— Hann kann rússnesku svo vel, að hann getur haldið ræðustúf á því máli við tækifæri. Herbert Bismarck, sonur gamla Bismaroks, var með honum í þessariferð, og Giers, utanríkisráðgjafa Rússa, var tíðrætt við hann. Ráða menn af því, að politisk mál haíi verið rædd. Ekki vita menn enn, að hverri niðurstöðu þeir hafa koinist, en Bismarck er ánægður með hana og hefur sagt, að nú væri friðn- um borgið í mörg ár. Siðan sigldi keis- arinn til Stokkholms. Óskar konungur sigldi á móti honum með flotadeild og var honum fagnað forkunnarvel í bæn- um. Hann stóð ekki við nema 2 daga, því hann frjetti, að drottning sín hefði eignast sveinbarn. Kristján 9. sigldi á móti keisara á skipinu Dannebrog. Keis- ari stje 1 land nær hádegi 30. júlí og fór um kveldið kl. 11. Hann skoðaði sýninguna og var óspar á krossum og heiðursmerkjum. Hann er nokkuð ung- legur og ókeisaralegur á velli, og Her- bert Bismarck er höfði hærri en hann, enda er hann risavaxinn maður. í and- liti er hann eptirmynd föður sins. Dagbladet og A.visen höfðu æst fólk móti keisaranum og var gerð tilraun til blístnrs á einum stað í bænum, þegar hann ók fram hjá, en varð ekkert úr. I veislu, sem haldin var á Amalíenborg, þakkaði Kristján 9. í stnttri ræðu fyrir komuna, og keisari svaraði, að hann von- aði, að hann gæti komið hingað optar. Á heimleiðinni um Þýskaland frá Kiel kom keisari við i Friedrichsruhe, hallar- garði Bismarcks. Óskar konungur hef- ur lofað að halda syni hans undir skírn. I haust ætlar keisari að fara til Róma- borgar, Strasborgar og Yínar. Hann heimsækir páfann um leið og hann heim- sækir ítaliukonung. Frakkar segja, að | allt þetta ferðalag sje ætlað móti sjer, til að einangra sig og yfirstíga sig. Vik- toría Englandsdrottning hafði tekið svo kuldalega við sendimanni þeim, er til- kynnti henni, að Yilh. keisari væri kom- inn til ríkis, að hann fór um hæl heim aptur. Hún hefur haft dagbækur Frið- riks keisara í sínum vörslum síðan hann dó, en nú kvað hún hafa sent þær til ekkjunnar, dóttur sinnar. Svar Mackenzies á að koma út í sept. j á 4 málum með leyfi ekkju Friðriks keis- ara. Einn af þeim 10, sem sömdu hina alræmdu sjúkdómslýsingu, hefur nú ver- ið valinn til rektors við háskólann í Ber- lín og tekinn fram yfir hinn heimsfræga vísindamann Yirchow. 1 hinu franska tímariti Nouvelle Revue stóð fyrir skömmu þýðing af skjali, sem Bismarck ritaði til Friðriks keisara, þegar hann vildi banna dóttur hans að giptast Alexander af Battenberg. Blað Bismarcks Nordd. Algm. Zeitung hefur nú sagt, að þessi þýðing sje franskur tilbúningur, og að það sje lygi, sem hún j segir, að Rússakeisari hafi neitað boði frá Vilhjálmi keisara, að koma á her- sýningu í Stettin haustið 1887 og gert það með þjósti. Scrbadrottning. Lögreglustjórinn í AViesbaden hefur látið taka son Natalíu Serbadrottningar frá henni með valdi og sent hann heim til föður hans. Mælist það víða illa fyrir, að hin þýska keisara- stjórn skuli hafa látið slíkt viðgangast. Ferdínand af Cohurg er núbúinn að vera eitt ár í Búlgaríu, og sagt er, að Búlgarar ætli að fara að vikja honum burtu. Hann er kominn í missætti við Stambúloff, þann sem opt hefur verið getið. Ræningjar vaða nppi i landinu, svo stjórnin getur engan hemil á þeim haft. A Englandi er sveitastjórnarfrumvarp- ið nú samþykkt af báðum þingdeildum. Jeg gat þess síðast, að Times hefði unn- ið mál á móti O’Donnel Parnellsliða. Parnell varð því sjálfur að bera hönd fyrir höfuð sjer og kom með uppástungu um, að þingið setti nefnd manna til að rannsaka, hvað væri satt í því, sem Ti- mes beruppáhann. Stjórnin lagði fyr- ir þingið frumvarp um, að 3 lögfróðir menn, sem hún til tekur, skyldi rannsaka málið og um leið allt atferli hins írska þingflokks síðan 1880. Parnell spyrnti á móti þessu á allar lundir, en stjórnin hafði það þó í gegn. Flestir halda, að brjefið, sem Times birti vorið 1887, og sem á að sanna, að Parnell hafi verið í vitorði með morðingjunum 1882, sje fals- að. John Morley, sem gengnr næst Glad- stone að forustu í hans flokki, kallaði Times ærulaust blað á þingi og varð ekki á því haft. Rannsóknin getur staðið yfir í mörg ár. Gladstone hjelt nýlega gullbrúðkaup sitt. Kona hans er mesti skörungur og hefur hún stundum komið í stað hans, þegar hann var ekki viðlátinn, og hald- ið ræður. Hún hjálpar honum jafnvel stundum með ritstörf. Englendingar eru að reyna flota sinn. Stór floti átti að varna minni flota að komast út úr tveim höfnum, en hann hefur komist út og skotið Leith og Glas- gow niður, og búist við, að hann leggi inn á Thames! Frakkland. Boulanger kom á þing 12. júlí og hjelt dynjandi skammaræðu yfir þinginu. Hann reifst við Floquet og lagði síðan niður þingmennsku. Dag- inn eptir háðu þeir einvigi. Floquet var særður tveim skinnsprettum, en Bou- langer fjekk sár í hálsinn. Sama dag var afhjúpuð standmynd af Gambettu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.