Þjóðólfur - 31.08.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.08.1888, Blaðsíða 2
162 og Floquet og íieiri hjeldu ræður. Bou- langer er nú orðinn heill heilsu, og býður sig fram til kosninga í nokkrum kjördæmum, sem kosningar eiga að fara fram í 19. ágúst. Hátíðahöld í 100 ára minning stjórn- arbiltingarinnar miklu eru byrjuð suð- austan til á Frakkiandi. Þar var hald- inn merkilegur fundur 1788. Carnot fór þangað og hjelt ræðu. Veisla var hald- in á þjóðhátiðinni 14. júli i París, og sátu þar yfir borðum nær 3000 bæjar- arstjórar úr bæjum út um Frakkland. Carnot hjelt þar ræðu og nokkru seinna afhjúpaði hann standmynd af Mirabeau með ræðu. Lockroy kennslumálarárgjafi hjelt ræðu við verðlaunaútbýting í Par- ís og sagði rneðal annars að gríska og latina yrðu að rýma til meir en að und- anförnu fyrir nýju málunum. í París er þessa dagana stórkostlegt verkfall. Vinnumenn, þjónar, vagnstjór- ar o. s. frv. ganga iðjulausir í stórhóp- um og heimta hærri laun. Þeir brjóta glugga og gera ýms spellvirki og lög- regluliðið getur naumlega hamið þá. Bæj- arstjórnin i París borgaði betur vinnuna en aðrir og það var helsta tilefnið til verkfallsins. Æsingamenn spana vinnu- menn upp; einn af þeim, Eudes, varð bráðkvaddur í miðri ræðunni, sem hann var að halda, og fylgdu honum 15,000 manns til grafar. Viða á leiðinni ienti þeim saman við lögreglulið og herlið, og margir voru særðir og handteknir. Sprengikúlu var kastað á lögreglustofu, en hún gerði engan skaða. Stjórniu hef- ur látið loka samkomuhúsi vinnumanna og þeir hafa gengið að því, að nefnd, valin af bæjarstjórninni, skuli gera út um málið. Húsbændur þeirra vilja ekki ganga að því, og við það situr. Sýning- in í París verður naumlega opnuð 5. maí, ef þessu fer fram. Það hafa verið töluverðar brjefaskript- ir miili Frakklands stjórnar og Italíu stjórnar út af þvi, að Frakkar segja, að ítalir sjeu ólöglega komnir að löndum þeim, sem þeir eiga við hafið rauða. En Frakkar leggja ekki út i stríð út af því máli. Um Stanley heyrist ekkert áreiðan- legt, en aptur er sannfrjett, að Mahdí- inn í Súdan ætlar í herferð móti Emin pasja, og er vansjeð, að hann geti var- ist honum. Rússar hjeldu mikla hátíð 27. júlí i minningu þess, að þann dag voru 900 ár síðan Vladimir stórfursti í Kiev og þegnar hans tóku kristni og ítússland komst í ríkjatölu. Friðþjóf'ur Nanseil hefur sent 2 brjef með skipinu Jason til Gamel’s stórkaup- manns, og' er hið síðara ritað 17. júlí, þann dag, sem hann yfirgaf skipið. Skip- verjar halda, að hann hafi komist yfir ísinn alla leið til lands daginn eptir, en í brjefi til Morgenbladet í Kristiania segist hann vonast til, að verða kominn ofan í byggð í ágústlok. Kristjáll 9. er í Wiesbaden og ætlar að bregða sjer til Essen, tii að skoða fallbissur Krúpps. V e g a m á 1 i ö. (Niðurl. frá 37. tbl.). Minni hluti sýslunefndar- | innar í Húuavatnssýslu vilcli láta pðstleiðina liggja | yfir Svartá, þar sem hún fellur í Blöndu; þar er J gott vað á henni, og hún ekkert stðrvatnsfall, svo J hætt sje við, að pðstur hindrist við hana; síðan | yfir Blöndu á Tunguvaði, þar sem er lögferja, og svo beina leið út með hálsinum að Sólheimum, og þaðan beina stefnu að Reykjum út með Svínavatni að anstanverðu. Þetta er óefað sá besti og bein- asti vegur að leggja fyrir pðstinn á sumardag, en að vetrinum færi hann eptir Svínavatni, sem nær yfir mikið af leiðinni frá Blöndu að Keykjum; 4 því er ætíð besta færi og að vetrinum án efa besti kaflinn af póstleiðinni frá Akureyri að Stað, og sú mundi reyndin á verða, að þó að póstleið væri ákveðin út Langadal að Holtastöðum, þá mundi hvorki póstur eða annað ferðafólk álíta sjer til- vinnandí að fara hann, eins og meðfylgandi vott- 01 ð Sumarliða pósts bendir á*, og væri þá liálf- hneykslanlegt, að liafa lagt þar póstveg, er póstur áliti sjer ekki tilvinnandi að fara, enda man jeg svo langt, að þegar brjefhirðingin sællar ininn- ingar var um árið flutt frá Bólstaðarlilíð að Iíolta- stöðum, fór póstur þangað sjaldan sjálfur, heldur keypti mann þangað, og ljet hann svo koma i veg *) .Jeg, sem hef verið pðstur síðustu 6 ár milli Akureyrar og Staðar í Hrútafirði og Reykjavíkur, hefi jafnan farið sumar og vetur milli Beykja og Bólstaðarhlíðar yfir Svartá beina leið frá eða að Blöndu og yfir hana á Tunguvaði eða ferju ]iar, þegar hún hefur verið auð, en jafnan á sama svæði, þegar hún hefur verið á ís og svo eptir ís á Svínavatni á vetrum eða austan megin vatus- ins á suinrum, þó að sýsluvegur hafi verið ákveð- in ofan Langadal og yfir Blöndu hjá Holtastöðum og um Tinda að Reykjum, því jeg hefi álítið og álít enn, að sú leið, sem jeg hef farið, sje styttri og i öllu tilliti hagkvæmari fyrir póstleið milli Reykja og Bólstaðarhlíðar, og spari pósti bæði tíma og pen- inga. Jeg vil ekki láta þess ógetið, að alls einu sinni seinastliðinn vetur gat jeg ekki komist fremri leiðina fyrir stórflóði og isruðningi, sem eptir eldri rnanna sögn hafði ekki komið jafnmikið í seinast- liðin 50 ár, og varð jeg þá að tefjast við Blöndu niður í Langadal fullan sólarhring. í júní 1888. Sumarliði Guðmundsson, póstur. fyrir sig að Reykjum eða Bólstaðarhlíð, eptir þvi, sem ferð hans lá suður eða norður. Bin ástæðan er enn móti því, að leggja póstveg ofan Langa- dal, að vegurinn hlýtur að leggjast víðast hvar upp í fjalli, og er því hætta búin af skriðum í fjailinu, sein víða er ákaflega bratt og hefur hlaup- ið fram með skriðum. Þar sem þetta mál er þannig vaxið, er vonandi, að landshöfðingi láti vegfróðan mann skoða þessa vegi vandlega, áður en hann ákveður, hvar póst- leiðin skuli liggja og farið verður að leggja fje í póstveg á þessu svæði. J. Þ. Bcylcjarík, 31. ág. 1888. Pústskipið Laura kom hingað að kveldi 24. þ. m. og rneð því Árni Thor- steinsson landfógeti, sýslumaðr Stefán Bjarnarson og Þorbjörg dóttir hans, cand. jur. Klemens Jónsson (Borgfirðings) og Guðný systir hans og fl. þar á með- al kona ein frá Ameriku með barn sit.t, alkomin aptur. — Tll Hafnarfjarðar og Akraness og þaðan til Yesturlandsins fór Laura á mánudagsnóttina var. Lady Bertha, gufuskip frá Newcastle, kom hingað i gær til Knudsens kaup- manns með 100 smálestir af kolum til kaupmanns Gelrs Zoega og vörur, sem það fer með til Borðeyrar og Sauðárkróks. Engin póstbrjef eða blöð hafði það með- ferðis og gat engar frjettir hermt frá útlöndum. Þingvallafundurinn. Þeir 18 þingmenn, sem voru á fundinum, voru þessir: Ben. Sveinsson, Ben. Kristjánsson, Eiríkur Bi'iem, Priðrik Stefáns- son, Gunnar Halldórsson, Jakob Guðmundsson, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Jón Þórarinsson, Ólafur Briem, Ölafur Pálssoil, Pall Briem, Páll Ólafsson, Sigurður Stefánsson, Sveinn Eiríksson, Þorleifnr Jólisson, Þorl. Guðmundsson og Þorvaldur Bjarnar- son. Auk þeirra, sem áður er getið, voru á fund- inum úr íjarlægum bjeruðuin : Stefán Árnason á Steinstöðum í Eyjaís., Jóh. Pr. Sigvaldason í Mjóa- dal í Hv.s.; úr Strandas. tveir bændur: Ásgeir Sig- urðsson á Eydalsá og Eymundur Guðbraudsson í Bæ. Á fundiniim var sett nefnd (Jón Jakobsson, Jón- as Jónasson og Magnús Helgason) til að yfirfara kjörskrár og seinja yfirlit yfir, bve margir hefðu tekið þátt í kosningum til fundarins*. Eptir skýrslu, sem nefndin samdi, vantaði kjörskrár úr ísafjarðai'-, Barðastr.-, Rangárv.-, Árnes-, K.- og Gullbr. sýslum og úr Reykjavík, og úr 2 hreppum í Dalas., 1 hr. í Str.s., i hr. í Skagafj.s., 1 hr. í Eyjafj.s., 1 sókn í S.-Þingeyjars. og 1 sókn í N.- Þingeyjars. En í þeim sýslum, sem kjörskrár voru frá, höfðu yfir höfuð margir kjósendur, al- staðar yfir helmingur þeirra, tekið þátt í kjörmanna- kosningum, t. d. í S.-Þing.s. 82%, A.-Skaptaf.s. 78%, Str.s. 74%, N.-Múlas. 71%, Eyjafs. 66%, Y.-Skapta- fells. 65%, Húnav.s. 64% og alls liöfðu í þeim 15 kjördæmum, sem kjörskrár komu frá, 1853 kosið af *) Þess var getið í síðasta bl., að þessir 3 full- trúar hefðu verið fjarverandi við atkvæðagreiðsl- una í gufuskipamálinu, en það kom til af því, að þeir voru þá við þessi nefudarstörf.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.