Þjóðólfur - 05.10.1888, Page 3

Þjóðólfur - 05.10.1888, Page 3
183 „Orðrómur um tollsvik“ í 32. tbl. „Þjóðólfs“, XL. árg., hefur J. V. Hav- steen skrifað alllanga grein út af „orðrómi wm tollsvik“ og „fyrirspurn“, sem prentuð er í 1. tbl. „Þjóðólfs“ þ. á. Tildrögin til greina þessara voru þau, að i fyrra haust var í almæli, að eptir tollskrá „Thyru“ í 3. ferð hefðu 2 föt af spiritus, hvort 533 pt., átt að fara hingað til Akureyrar, en enginn kannast við, að hafa fengið þau. Orðrómur fór að leika á því hjer um bæinn, að 2 föt nf spíritus hefðu verið flutt upp í hús Norðmanns eins á Oddeyri, sem enginn bjó i. Thyra hafði komið hingað þessa ferð um miðjan septembermánuð, en allt að miðj- um nóvembermánuði hafði engin veruleg gangskör verið gjörð, að komast fyrir hið sanna i orðrómi þessum. Atti jeg þá eitt sinn tal um þetta mál við bæjarfógetann og hvatti hann til að taka reglu- legt próf í því, þar gruuur gæti eins fallið á mig sem aðra, er með vínföng versluðu, ef ekkert reglu- legt próf væri tekið. Rjett á eptir hjelt bæjarfógetinn prófið. Fyrirspurnina sendi jeg sömuleiðis til Þjóðólfs. Er hún að öllu leyti sannleikanum samkvæm, enda er ekkert orð í lienni lirakið í grein J. V. Hav- steens. Þetta er hin sanna saga af máli þessu og af- skiptum mínum af því. En um hana fer J. V. Hav- steen þessum orðnm í greiu sinni: „Jeg liefi orðið fyrir því á síðastliðnum vetri, að verða grunaður um tollsvilc, og var rannsókn sú, sem framfór, hyggð einkum á sjón og s'ógu- sögn Eggerts Laxdals, og ef til vill á veitinga- húshjali og framkvœmd fyrir áskorun nrfnds Egg- erts Laxdals. — — — Að því leyti, er snertir þau 2 föt, sem Laxdal segir fyrir rjetti 24. nóv. f. á., að hann hafi sjeð, að tilgreind voru sem flutt hingað, þá sýnir hin frumritaða tollskrá, að þessi framburður Eggerts Laxdals er ósannur11. Við próf þau, sem haldin voru um þetta, hafa allir, sem viðstaddir voru tal mitt og bæjarfóget- ans, borið fram — og tveir af þeim voru látnir eiðfesta framburð sinn, — að jeg hafi engan kært og ekki hafi verið minnst á J. V. Havsteen, sem grunaðan, að hafa svikið toll á fötum þessum. (NiSurl.). Eggert Laxdal. Auglýsingar. 1 samfeldu máli með smáletri kostar 2 a. (þakkaáv. 3 a.) hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru let.ri eöa setnini:, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. Ökeypis klinik á sjúkrahúsinu í lieykjavík er byrjuð apt- ur frá 1. október, og eru sjúklingar, sem cetla sjer að nota hana, beðnir að koma á sjúkrahúsið kl. 11 f. li. á þriðjudögum og föstudóqum. Schierbeek. 417 The Ieelandic Trading Company (Lim.). Með því að mjer er aý rjettum hlutað- eigendum jalið á hendur umboð það, er þeir lierrar Franz Siemsen syslumaður og Ounnlaugur E. Briem verzlunarstj'ori hafa áður haft til að ganga eptir skuldum hjer á landi fyrir nefnt verslunarfjelay, er rak verslun hjer í bænuni (í Glasgow) fyrir nolckrum ármn undir forstöðu Eggerts Oimnarssonar, þá er lijer með skorað á álla þá, er slíkar sladdir eiga að lúka, að greiða þœr hið bráðasta annaðhvort til mín sjálfs eða herra cand. jur. Hannesar Haf- steins, sem jeg hefi beðið fyrir að lögsækja tafarlaust hvern þann, er eklá sinnir þess- ari iskorun. Reykjavík, 8. sept. 1888. John Coghill. ii8 Ji Ý I' 11 E fli T A D : Lítil frásaga. Eptir Ingibjörgu Skaptadóttur. Verð: 50 aur. Gefin út af Ó. R. G. T. st. „ísafold11 nr. 1. Fæst í Reykjavík hjá Sigurði Kristjánssyni. 419 Góðar vinnukonur 2, sem vannr eru allri sveitavinnu, geta fengið vist á góðu sveitaheim- ili, gott kaup og góð föt, — 14. mai 1889. — Ritstjóri Þjóðólfs gefur nánari upplýsingar og vísar á heimilið. 420 104 urkomu liennar. Loksins kom Nastja, þegar komið var undir kveld. „Hana nú“, sagði hún, þegar hún fann Lisu, „jeg hef sjeð Alexis og virt hann nákvœmlega fyrir mjer. við höfum verið saman í allau dag“. „Saman í allan dag! Segðu mjer, segðu mjer, livað borið liefur íyrir þig í dag!“ „Fyrst þjer óskið þess, þá skal ekki standa á því. Við fórum þangað, jegj Anisja, Jegorovna, Nenila og Dunka--------“ „Það er nú gott, jeg veit það. Og livað svo?“ „Loflð þjer rnjer að hafa tíma til að segja frá. Jeg ætla að segja l'rá öllu í þeirri röð, sem það kom fyrir. Við komum einmitt um matmálstíma. Herbergið, sem við komum inn í, var fullt aí fólki. Þar var Kolbinski og hans fólk, Sacharevski og hans fólk, kona skrifar- ans með daetrum sínum, Clupinski og hans fólk---------“ „Nú, en Alexis?“ „Bíðið þjer nú við. Síðan settumst vjer til borðs, skrífarafrúin í heiðurssætinu, og jeg lijá lienni; það kom ólundarsvipur á dætur hennar út af því, en hvað kæri jeg mig um það — —“ „Æ, en hvað þú getur æfinlega verið langorð með því að segja frá hverju einstöku". „En þjer eruð líka svo óþolinmóð. Nú, nú; svo 161 Kurotschkin í Moskau, gagnvart Alexisklaustri í húsi koparsmiðs Saveljeffs, og hún vinsamlega beðin, að af- lienda þetta brjef til A. N. R“. Þeir af lesendum mínum, sem eigi haía komið út á landsbyggðina á Rússlandi. geta ekki gjört sjer neina hugmynd um, hversu töfrandi þessar ungu hefðarmeyj- ar þar eru. Þær alast upp í hinu hreinasta lopti, í forsælu trjánna og sækja þekkingu á lífinu og lieimin- um í bækur eingöngu. Einvera, frjálsræði og bókalest- ur ala snemma hjá þeim tilfinningar og ástríður, sem hefðarmeyjar vorar í borgunum þekkja ekki. Jafnvel hljómur einnar póstklukku finnst þeim merkisatburður, og för til einnar af nágrannaborgunum skoða þær sem stórviðburð í lífi sínu og heimsókn manna frá öðrum stöðum skilur eptir lijá þeim langar, jafnvel opt æfi- langar endurminningar. Auðvitað getur hver sem vill gert, gis að ýmsu einkennilegu hjá þeim, en aðhlátur þeirra, sem þekkja þær að eins lauslega, getur þó engan veginn kastað skugga á hina góðu eiginlegleika þeirra, svo sem sjálfstæði, sem er mest verður af þeirra kost- um, því að eptir skoðun Jeans Pauls getur enginn mað- ur orðið mikill, án þess, að hafa það til að bera. Kon- urnar í borgunum kunna ef til vill að njóta betra upp- eldis; en fjelagslífið þar nemur skjótt á burt lundernis- einkenni þeirra og gerir þær einstrengingslegar. Það

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.