Þjóðólfur - 12.10.1888, Blaðsíða 3
187
heldur í lægra lagi, hal' sein áriö 1885 var svo kalt; lieföi t. d. taflan náö yflr árin 1880—84, þáhefði
meðalhitinn fyrir þau ár orðið 5.j; hinn rjetti meðalhiti og hið rjetta meðaltal af öllu veðurlagi finnst
heldur ekki með )iví að eins að taka svo fá ár, heldur langa ára röð, en þetta er einnig að eins byrj-
un, og er hægra við að bæta síðar. Eu þyki mönnum nokkuð varið í, að rannsaka og bera saman
veðurlag á hinum ýmsu stöðum landsins, kynnu fleiri, er fást við veðurfræðis-athuganir, að verða til
þess, að senda blöðunum áþekkar skýrslur og þessa.
Yestmannaeyjum, 21. ágúst 1888. Þorsteinn Jónsson.
Auglýsingar.
í samfeldu máli með smáletri kostar 2 a. (þakkaáv. 3 a.)
hvert orð 15 stala frekast; m. öðru letri eða setning,
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út-íhönd.
L Ý Ð U R
heitir nýja blaðið, sem stofnað er á Akureyri. Kit-
stjóri þess er sjera Matth. Jochumsson. Árg. á að
kosta 2 kr. — 1. tbl. er kornið; þar er mjög fag-
urt kvæði um ísland eptir ritstjórann. — í Reykja-
vík fæst blaðið hjá
Sigurði Kristjánssyni. 456
I gœr koni út:
ísland að blása upp.
Fyrirlestr, sem séra Jón Bjarnason flutti 26. jflni
1888. — 30 bls. meðal 8vo. — í kápu 25 aura.
Aðal-útsala i Bókverzl. Sigf. Eymundssonar.
445
Út er komin:
Jón Þðrarinsson og Jóh. Sigfússon:
Dönsk Lestrarbók með Orðasafni.
(VIII-|-306=) 314 bls. í stærra broti en Stein-
gríms Lestrarbók. Verð: innb. 2 kr. 50 aura.
Bókverzl. Sigf. Eymundssonar. 444
Miltlar toirgðir
af bókum og ritfönguin
koma nú með „Laura“
í Bókverzl. Sigf. Eymuudssonar.
_____________________________________443
Hestur verður keyptur mjög háu verði, sem
er vakur, fjörugur, gallalaus, helzt 5 eða 6 vetra.
Ritstj. vísar á. 442
Sparisjóður Árnessýslu
tekur á móti peningum og greiðir af þeim
háa vexti; sparisjóðurinn lánar út pen-
inga nieð vœgum kjörum. Sjóðurinn er
fyrst um sinn opinn á hverjum sunnudeqi
frá kl. 2—4 í húsi Guðmundar bókhald-
ara Guðmundssonar á Eyrarbakka.
Bjttrn Bjarnarson. 441
The Icelandic Trading Company (Liin.).
Með því að mjer er af rjettum lúutað-
eigendum Jalið á hendur uniboð það, er
þeir herrar Franz Siemsen sýslumaður og
Gunnlaugur E. Briem verzlunarstjóri liafa
áður liaft til að ganga eptir skuldum hjer
á landi fyrir nefnt verslunarfjelag, er rak
verslun hjer í bænum (í Glasgow) fyrir
nokkrum árum undir forstöðu Eggerts
Gunnarssonar, þá er hjer með skorað á
alla þá, er slíkar skiddir eiqa að lúka, að
greiða þœr ldð bráðasta annaðhvort til mín
sjálfs eða herra cand. jur. Hannesar Haf-
steins, sem jeg hefi beðið fyrir að lögsœkja
tafarlaust hvern þann, er ekki sinnirþess-
ari iskorun.
Reykjavík, 8. sept. 1888.
John Coghill. uo
Nýútkomið er\
Um menningarskóla
eða
um „lærða skólann“ í Reykjavík
Og
samband liinna iægri skola við hann.
Eptir
Boga Th. Melsteð.
Verd 65 au.
Pæst til kaups á Seyðisfirði, Akureyri, ísa-
firði og í Reykjavík hjá undirskrifuðum.
Siqurður Kristjánsson. 439
168
og sandurinn og steinarnir þóttu henni óþolandi. En
Nastja sá einnig ráð við þessu. Hún tók mál af fót.
unum á lienni, fór með það til Trofins hirðis og bað
hann að láta sig fá eina bastskó eptir málinu.
Það var varla farið að birta næsta morgnn, þegar
Lísa vaknaði. Allir aðrir í húsinu voru í fasta svefni,
nema Nastja, sem beið hirðisins við hliðið. Innan skamms
kvað við lúður hans og hjörðin var rekin fram hjá.
Þegar Trofin sá Nöstju, fjekk hann henni eina litla bast-
skó, en hún ljet hann hafa hálfa rúblu fyrir þá. Á
meðan var Lísa að fara í dularbúninginn. Hún sagði
Nöstju, hvað hún skyldi segja fröken Jackson, læddist
síðan niður stigann að bakdyrunum, hljóp yfir garðinn
og út á víðavang.
Morgunroða sló á austurloptið og gyllt skýjabelti
biðu uppkomu sólarinnar, eins og hirðmenn, sem eru
við búnir að taka á móti konungi sínum. Hinn heið-
skýri himin, hið hreina morgunlopt, döggin, hinn hægi
vindblær og söngur fuglanna gagntók hjarta Lísu með
barnslegri gleði. Hún var þó hrædd um, að hún kynni
að hitta einhvern, sem þekkti liana, og flýtti sjer því,
eins og hún gat. Þegar hún var komin í skóginn á
landamerkjum fyrir jörð föður hennar, gekk hún hægra.
í skóginum ætlaði hún sjer að bíða eptir Alexis.
Hún hafði ákafan hjartslátt, hún vissi eigi livers
165
stóðum við upp frá borðum . . . í þrjá klukkutíma höfð-
um við setið yfir borðum og veitingarnar voru ágætar.
Eptir það fórum við út í garðinn, til þess, að fara þar
í eltingaíeik, og þá sá ieg hinn unga herra“.
„Hana, er það þá satt, að hann sje laglegur mað-
ur?“
„Aðdáanlega! En hvað hann er fallegur! Hár og
grannvaxinn og rjóður í andliti--------“.
„Er það mögulegt? Og jeg hef allt af ímyndað
mjer, að hann væri fölur í andliti. Og hverjum var
hann líkur? Sýndist liann vera dapur í bragði, stilli-
legur eða — ?“
„Það er nú öðru nær! Jeg hef aldrei sjeð glað-
lyndari mann en hann. Hann fór að leika við okkur?“
„Leika við ykkur! Það er ómögulegt!“
„Það er alls ekki ómögulegt. Og það, sem meira
er, liann vildi ná okkur og kyssa okkur“.
„Þarna fórstu með það, Nastja! Þetta getur nú
ekki verið satt“.
„Jú, eins og jeg er hjerna, er það satt. Jeg gat
varla slitið mig af honum; hann vildi allan daginn vera
hjá mjer“.
„Það er þó sagt, að hann sje trúlofaður og líti ekki
upp á nokkurn mann“.
„Það veit jeg ekki; að því er mig snertir, þá var