Þjóðólfur - 26.10.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á fostudags-
morgna Verö árg. (60
arka) 4 kr (erlindis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bund-
in við áramöt, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1 október.
XL. árg.
Reykjayík föstudaginn 26. okt. 1888.
Nr. 49.
Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms-
sonar selur Helgapostillu innhefta
meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áð-
ur 6 kr,). i68
TT elga-postilla,
lieft, með mynd á 3 kr., fæst í
Bókverzl. Sigf. Eymundssonar. 469
Hvernig er ísland?
Eptir
Sœm. Eyjídfsson.
I.
Það hefur verið fagurt um að litast
hjer á landi, þegar landnámsmenn komu
hingað fyrst, — landið allt „skógi vax-
ið milli fjalls og fjöru11, allir firðir og
ár fullar af íiski. Þótt talsvert sje án
efa orðum aukið um skógana og fleira,
þa er það víst, að landið hefur verið
fagurt og frítt og margur bletturinn hef-
ur þá verið grasi vafinn, sem nú er
groðurlaus. Aldrei hafði þó nokkur
mannleg hönd hiynnt að jarðargróðan-
um. Náttúran ein, án nokkurar mann-
legrar samvinnu, hafði framleitt allan
þennan gróður. Vjer vitum, að aistaðar
þar sem menntaðir menn hafa tekið sjer
bólfestu, hafa þeir ræktað jörðina; þeir
hafa gengið í samvinnu við náttúruna,
og stutt hana til þess, að framleiða gróða
jarðarinnar. Náttúrukraptarnir hafa orð-
ið að beygja sig undir vilja mannsins,
°rðið að vinna mönnunum í hag og fyr-
ir ern iöndin byggilegri eptir að
menntaðir menn hafa búið i þeim, en
þau áður voru. En undarlegt er ísland.
Það hefur nú verið byggt í rúm 1000
ár, en eptir þvi sem flestir segja, hefur
hað aldrei verið jafneyðilegt og óbyggi-
legt 0g nú, og ávallt hefur það verið að
ganga af sj6r og blása upp; úr öllum
áttum heyrist það, hve landið sje nú
orðið af sjer gengið og upp blásið, og
hversu hjer sje orðið ólífvænlegt; snjall-
asta ráðið sje því, að komast sem fyrst
til Ameríku.
Þott olíklegt sje, er það þó víst áreið-
anlega satt, að landið hefur mikið geng-
ið af sjer síðan á landnámstíð. Orsökin
til þess er sú, að landsmenn hafa
jafnan mjög slælega gengið fram í því
að rækta jörðina; þeir hafa reitt hana
og rúið, að svo miklu leyti sem þeim
hefur verið unnt, en bætt henni það
aptur að litlu; fyrir því er eigi undar-
legt, þótt mikil spjöll sjeu á orðin, þótt
landið hafi gengið mikið af sjer í 1000
ár. Skógarnir eru nú næstum horfnir
en mikill hluti af þeim eyðileggingum,
sem landið hefur orðið fyrir, á rót sína
í því, að skógarnir eyðilögðust; það er
svo víða, að jarðvegurinn hefur eigi get-
að haldist við í fjallahlíðunum bröttu,
síðan skógarnir hurfu og hættu að binda
hann; vatnið hefur borið hinn lausajarð-
veg niður á láglendið, og því standa hlíð-
arnar eptir auðar og berar, grjóti huld-
ar og gróðurlausar. Svo fijótt gekk
landsmönnum að eyðileggja skógana, að
svo er að sjá, sem um 1400 hafi alls eng-
ir skógar verið til í Norðurlandi, er Þing-
eyjarsýsla er undanskilin.
Allmiklum eyðileggingum hefur land-
ið einnig orðið fyrir, sem eru þess eðlis,
að mennirnir geta eigi kennt sjer þær að
neinu leyti; þannig eru t. d. allar þær
skemmdir, sem eldgosin hafa valdið;
sömuleiðis mikið afþeim skemmdum sem
hlotist hafa af vatnagangi og sandfoki.
Það er því auðsætt, að landið hefur tals-
vert gengið af sjer síðan á landnámstíð;
skógarnir eru að miklu leyti horfnir, og
graslendið er talsvert minna.
Þótt landið hafi þannig talsvert geng-
ið af sjer, er alls eigi sagt, að hjer sje
orðið jafnóbyggilegt og ólífvænlegt, sem
margir virðast ætla. Loptslagið er hið
sama, sem það var á landnámstíð; jarð-
vegurinn hjer á landi er yfir höfuð að
tala fremur frjóvsamur, þótt frjóvsemi
hans hafi efalaust þorrið sumstaðar síðan
í fornöld. Inspektor Feilberg, sem ferð-
aðist hjer á landi sumarið 1877, hefur
látið rannsaka efnafræðislega nokkrar ís-
lenskar jarðtegundir frá ýmsum stöðum;
benda þær rannsóknir til þess, að jarð-
vegurinn sje hjer yfir höfuð að tala frjóv-
samur. íteynslan sannar þetta einnig á
flestum stöðum. Sumarið hjer á landi
er svo stutt og kalt, að jarðræktin get-
ur eigi átt sjer stað á sama hátt og í
löndum þeim, er sunnar liggja; engin
akuryrkja getur átt sjer stað hjer
á landi; það er varla um annað að tala
en grasræktina, og er hún þó eins og
menn vita, í litlu öðru falin en því, að
veita jörðinni áburðarefni, og verja hana
fyrir ágangi. Jarðræktin hjer á landi
er því svo ólík því, sem hún er í, öðr-
um löndum, að það er naumast unnt að
bera það saman.
Þótt jarðyrkjan geti aldrei orðið hjer
á háu stigi, er þó eigi víst, hvort það
fje, sem varið er til grasræktar hjer á
landi, gefur minni vöxtu, en það fje, sem
varið er til akuryrkju í sumum þeim
löndum, sem talin eru fremur góð lönd.
Það er auðsætt, að margir þeir, sem lasta
Island, dæma eins og blindur maður um
lit; þeir vita eigi og skilja eigi, hvað
það er, sem ber að taka til greina, er
dæmt er um það, hvort eitthvert land
sje gott eða vont; þeir tala mest um
það, hve ísland sje kalt, og Iiversu það
sje fátækt; en þótt það sje kalt og þótt
það sje fatækt, er það nokkur veruleg
sönnun fyrir því, að það sje vont land
og gæðasnautt? Að landið sje kalt, sýn-
ir einungis það, að hjer þarf að klæða
sig betur en í öðrum löndum, sem heit-
ari eru, en sannar alls eigi, að hjer sje
eigi unnt að lifa jafngóðu lífi, sem ann-
arstaðar. Það er eigi rjett, að ætla, að
löndin sjeu eptir þvi verri, sem þau eru
kaldari. Landið er fátækt, það er að
segja, landsmenn lifa við fátækt og skort.
Þetta getur nú að vísu verið vottur um
það, að landið sje eigi gott, en þó er
eigi víst að svo sje. Náttúran er hvergi
svo örlát, að hún rjetti allt upp í hend-
urnar á manninum, án þess hann þurfi
nokkuð fyrir að hafa. Maðurinn verður
því að ganga í samvinnu við náttúruna,
til þess að afla þess, er hann þarfnast,
— hann verður að vinna; en til þoss að
vinnan verði að þeim notum, sem til er
ætlast, verður hann að vinna með þekk-
ingu; liann verður að kunna að fara með
fje, því það er afl þeirra hluta, sem gjöra