Þjóðólfur - 26.10.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.10.1888, Blaðsíða 2
194 skal; hann verður að hafa til að bera, þau hyggindi sem í hag koma. — Ein- mitt undir þessu er hagur manna mest kominn; hann er miklu meir háður því, heldur en hinu, að landið, sem menn byggja, sje gott. Reynslan hefur alstað- ar og á öllum tímum sannað þetta. Þeir sem fara skynsamlega að ráði sinu, kom- ast alstaðar vel af, en hinir hvergi. I mörgum löndum, sem eru ágæt, og auð- ug að náttúrugæðum, lifa menn við fá- tækt og volæði, t. d. á írlandi. Aptur er efnahagurinn góður í sumum löndum, sem eigi eru talin góð lönd. Það er ó- víða, og ef til vill eigi nokkurstaðar, jafnalmenn velmegun, sem í Skotlandi; þó er Skotland í sjálfu sjer eigi talið sjerlega gott land. Þótt fátæktin sje mikil hjer á landi, er eigi sagt, að land- ið sje eptir því vont; fátæktin getur verið sprottin af vanhyggni mannanna, getur verið mönnunum sjálfum að kenna. Það er eigi sannað, að ísland sje verra land en ýms önnur lönd, sem liggja und- ir suðrænara himinbelti, — ýms önnur lönd, sem engum dettur i hug að lasta. Þegar um það er að ræða, hvort eitt land sje betra en annað, þá er það efa- laust, að hinn eini rjetti mælikvarði í því efni er það, hversu arðsöm vinnan er, eða hversu hver tilkostnaður launar sig ; það landið er betra, þar sem vinnan er arðsamari, eða með öðrum orðum, þar sem fjeð gefur hærri vöxtu. Þeir, sem lasta ísland og segja, að það sje verra Og óbyggilegra en flest önnur lönd, verða að sanna það, ef orð þeirra eiga að hafa nokkurt gildi, að fjeð geíi minni vöxtu á íslandi, en í flestum öðrum löndum. En svo margir. sem þeir eru, sem lasta ísland, þá veit jeg eigi til, aðneinn hafi reynt að sanna þetta, enda efast jeg mjög um, að það sje unnt. Það er satt, að fátæktin er mikil hjer á landi; mörg- um veitir erfitt, að fullnægja hinum nauð- synlegustu þörfunum; það er því eigi undarlegt, þótt mörgum virðist atvinna sín vera arðlítíl, eigi undarlegt, þó marg- ir segi, að landið sje svo vont, að það sje naumast hægt að draga fram lífið; en það er óvíst, að þessir menn hafirjett fyrir sjer, óvist, að þetta sje landsins sök. Fátæklingurinn hefur lítið fje til þess, að reka atvinnu sína með (Driftskapital), og því getur atvinna hans verið arðsöm, þótt hún veiti honum eigi allar nauð- synjar hans; hann getur jafnvel fengið 10 til 20°/0 vöxtu af fje sinu, og enda meira, og þó getur vantað mikið á, að það sje eins mikið og hann þarfnast. Menn geta eigi búist við eins miklum vöxtum af 100 kr. eins og 1000 kr.; það má því eigi ætlast til, að fátæklingurinn hafi eins miklar tekjur og auðmaðurinn. Miljónaeigandi suður á Englandi, sem hefur 5°/ft vöxtu af fje sínu, hefur eins og auðsætt er, margfalt meiri tekjur en bjargálnabóndi út á Islandi, sem hefur j 10°/9 vöxtu af fje sínu, og þó er atvinna bóndans í raun og veru helmingi arð- j samari en milj ónaeigandans. Það má sanna það með nægum rökum, að fjeð gefur alls eigi litla vöxtu hjer á landi, ! ef rjett er með það farið; atvinnuveg- irnir eru alls eigi arðlitlir, ef þeir eru skynsamlega stundaðir; það eru t. d. eigi litlir vextir, sem það bú gefur af sjer, sem vel og hyggilega er stjórnað. Fá- tæktin hjer á landi er alls eigi vottur um það, að atvinnuvegirnir sjeu arðlitl- ir, eða með öðrum orðum, að landið sje vont, — nei, hún er að eins vottur um það, að almenningi er eigi lagið, að fara með fje. Fátækt einhvers manns, er aldr- ei sönnun fyrir því, að atvinnugrein sú, er hann stundar, sje í sjálfu sje arðlitil. Yjer sjáum opt tvo menn stunda sams konar atvinnu, og yfir höfuð að tala, hafa svo líkar ástæður, sem unnt er, og j þó er altítt, að annar þeirra græðir á atvinnu sinni og verður efnaður maður, en hinn verður öreigi. Fátækt og vel- megun eru, yfir höfuð að tala, að eins vottur um mismunandi hæfilegleika og j kostgæfni mannanna. Hin almenna fá- tækt hjer á landi sýnir því að eins það, j að allur þorri manna fer eigi skynsam- lega að ráði sínu. Island á alls eigi | þann vitnisburð skilið, að vera kallað vont land og gæðasnautt; það hefur svo j marga og mikla kosti til að bera, að það er mjög efasamt, hvort það má eigi eins teljast auðugt land, eins og fátækt, að J því er snertir gæði náttúrunnar. ísland hefur, eins og áður er sagt, gengið mik- ið af sjer frá því í fornöld; en hversu má það öðru vísi vera? I þúsund ár hefur landið verið byggt. og í þúsund ár hafa landsmenn keppst við að eyði- leggja það, en litið gjört til umbóta. Það má telja víst, að ef íslendingar yrðu jafnframkvæmdarsamir í því, að bæta landið, eins og þeir hingað til hafa ver- ið i því, að eyðileggja það, þá mundi það, áður en mjög langt um liði, bíða fullkomnar bætur fyrir allar eyðilegging- [ arnar. Það er áreiðanlegt og vist, að hin almenna fátækt og volæði hjer á landi, er mönnunum sjálfum að kenna. Allir hinir bestu og vitrustu menn lands- ins, er um þetta mál hafa ritað, hafa tal- ið það víst, að ísland gæti átt fagra og glæsilega framtíð fyrir höndum, ef rjett | væri að farið. A sama máli hafa allir þeir útlendingar verið, sem ritað hafa um ísland með mestri þekkingu og skyn- semi; jeg vil nefna t. d. inspektor Feil- j berg (sjá rit hans: Bemærkninger om Jordbund og Klima paa Island) Dr. P. A. Schleisner, sem ferðaðist hjer um land 1847, segir á þá leið i bók sinni: „Is- land undersögt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt“, að landið sje svo auðugt að náttúrugæðum, að hallæri og hung- 1 ursneyð, sem opt hafi heimsótt það, beri að eins vott um fyrirhyggjuleysi þjóðar- innar, og galla á ýmsu fyrirkomulagi í hinu borgaralega fjelagi. Já, það er undir landsmönnum sjálfum komið, hvort ísland getur með rjettu heitið „farsælda frón, og hagsælda hrímhvíta móðir“. Beykjavík, 26. okt. 1888. Vilhjálmur Finson dr. jur. og hæsta- rjettardómari hefur fengið lausn frá em- bætti sínu með fullum launum (8000 kr.), bæði fyrir aldurs sakir og líklegast einnig til þess, að geta gefið sig ein- göngu við vísindalegum ritstörfum. Er mikil eptirsjón eptir honum úr hæsta- rjetti, íslenskra mála vegna, þar sem hann er sá eini íslendingur, sem þar hefur átt sæti mi um langan tíma. Það er í almæli, að yfirdómari Lárus Svein- björnsson hafi átt kost á að verða eptir- maður hans, en vildi ekki. Póstskipið Laura fór hjeðan 22. þ. m. með nokkra farþegja, þar á meðal nokkra Amerikufara, sem komu með Lauru frá Austfjörðum. Lufuskipið Ponelope, fjárkaupaskip Slimons, kom hingað 21. þ. m., til að taka hjer um 2500 fjár og um 70 hross; væri farið aptur, ef illviðrið hefði eigi tafið það. Tíðarfar býsna vetrarlegt siðustu tvo daga, norðangarður og talsvert frost. Að norðail eru nýkomnir menn úr Eyjafirði og segja engin sjerleg tíðindi; fiskilaust við Eyjafjörð; tíðarfar gott fyr- ir norðan í haust.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.