Þjóðólfur - 30.11.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.11.1888, Blaðsíða 1
Kemnr út á föstudags- morgna Verð árg. (60 arka) 4 kr (erlindis 5 kr.). Borgist fyrii ló. jttli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg,bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. íirí*. Reykjavík föstudaglnn 30. nóv. 1888. Xr. 56. Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms- sonar selur Helgapostillu innhefta meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áö- ur 6 kr.).______________________ö36 * Helga-Postilla, 5 heft 3 kr.; í velsku bandi gyltu 4 kr.; í alskimii, grylt, 4 kr. 50 au. og- 5 kr. Bókverzl. Sigf. Eymundssonar. 536 S k ó 1 am ál i ð. Nýutkomin er ritgjörð ein um skóla- mál. sem heitir „Um menningarskóla eða urn lœrða slcólann í Reykjavík og sam- band hinna lœgri skóla við hannu. Eptir Boga Th. Melsteð. Kaupmannahöfn 1888. Verð 65 aur. Á seinni tímum hefur talsvert verið ritað hjá oss i blöð og timarit um skóla- mál. en þetta mikilsverða málefni hefur aldrei verulega verið rætt frá rótum fyr en nii í ritgjörð þeirri, er hjer liggur fyrir. Ýmsar raddir hafa heyrst um það, að skólamenntun vor sje ekki svo löguð fyrir lífið, sem skyldi, sjerstaklega hvað snertir aðalmenningarskóla vorn —, la- thiuskólann í Reykjavík; engum, sem alvarlega hugsar málið, mun heldur geta dulist, hversu óeðlilegt er það sambands- leysi, sem er á milli skóla vorra. t. d. það, að piltar, sem útskrifast úr Möðru- vallaskóla, er vjer af lægri skólum telj- um næstan standa latínuskólanum, þurfa, ef þeir vilja ganga í lærða skólann, að fá sjer kennslu einn vetur til, í stað þess, að geta farið rakleiðis af Möðruvallaskóla í latinuskólann. En þetta og fleira þar- aðlútandi er röggsamlega rætt í ritgjörð þeirri um skólamálið, sem að ofan er nefnd. Höfundurinn hefur tekist á hendur að leysa ur þeirri vandasömu spurningu, hvernig öllu skólanámi verði einna hag- anlegast fyrirkomið hjer á landi, tilþess að sem best verði náð þvi, sem er mark og mið allrar skólamenntunar, að gjöra manninn menntaðan í göfugasta skiln- ingi. Hann nefnir ýms rit um kennslu og skolamál, er hann hafi haft sjer til stuðnings, einkum eitt mjög markvert rit eptir K. Kromann, sem er kennari í heimspeki og kennslnfræði við háskól- ann í Kaupmannahöfn. Að öðru leyti viljum vjer geta þess, að ritgjörð þessi er mjög vel samin, og skoðanir þær, sem | höfundurinn fram setur, mikillega þess | verðar, að þeim sje gaumur gefinn, þó j oss að visu þyki hann fara nokkuð langt að svo stöddu í sumum greinum. Fyrst skýrir höfundurinn frá, hvert sje efni ritgjörðarinnar, og gefur því næst almennt yfirlit yfir skólana hjá oss. | Síðan tekur hann fram, hversu tilgang- ur latínuskólans sje, að veita nemendun- um almenna æðri menntun og einmitt með þvi búa þá undir að ganga á æðri skóla, háskólann í Höfn og embætta- skóla hjer á landi. Því næst sýnir hann | fram á, að til þess að geta heitið sann- menntaður maður , útheimtist tvennt | nefnilega þroski og kunnátta. „Skólinn verður“, segirhöfundurinn, „bæði að reyna að láta gáfur nemandans þroskast svo ríkulega og verða svo fjölfærar, sem auð- ið er, og að veita honum nokkra kunn- áttu, eins og í nesti. Skólinn á bæði i eins og að sníða til eða laga nemend- urna, og að veita þeim kunnáttu. Vjer skulum setja það vel á oss, að kennslan verður bæði að gjöra sniðlegt (formelt) og efnislegt (materielt) gagn. Enn frem- ur er að því gætandi, að sniðið, þrosk- inn, varir, en kunnáttan, það sem lært er utan að. gleymist11. Til þess að ná þessum tilgangi, tekur höfundurinn fram, að ekki síður þurfi að uppala líkamann en sálina. I sam- bandi við það nefnir hann námsgrein, sem nú á seinni árum hefur verið tekin upp við ýmsa skóla í öðrum löndum. Það er nefnilega ýmis konar vinna í höndmium, svo sem alls konar smíði á trje, horn og járn, ýmislegt pappírssmíði o. fl., og kallast sú námsgrein á Norður- löndum „slöjden vjer gætum kallað hana handvinnu eða handiðnir. Hvað snertir hipa andlegu menntun, ræður höfundurinn til að minnka mikillega nám- ið í hinum svo nefndu gömlu málum, en auka aptur í nýju málunum, stærð- fræði og náttúruvísindum, sagnafræði sje gjörð yfirgripsmeiri, minni hersaga en meiri menntunarsaga, en nú er, og hald- ið fram allt til nútímans, en aðalnáms- greinin sje landsins eigið mál, íslenskan, eigin saga og eigin bókmenntir. I sam- bandi við þetta, stingur höfundurinn upp á, að latínuskólanum, er hann vill gefa nýtt nafn og kalla menningarskóla, sje skipt í þrjár deildir, í neðstu deild sjeu þrír bekkir, en tveir í hvorri hinna. Möðruvallaskóli sje aukinn um einn bekk, og samsvari hann svo neðstu deildinni, þannig, að piltar útskrifaðir þaðan, geti farið í 4. bekk menningarskólans. Lat- ína sje að eins kennd í efstu deildinni, en gríska afnumin með öllu. Hjer er að eins fljótt yfir sögu farið, og viljum vjer því vísa þeim, sem bet- ur vilja kynna sjer málið, til ritgjörðar- innar sjálfrar. Fáum mun blandast hug- ur um það, að svo stórkostleg breyting á skólanáminu, og hjer er farið fram á, á að minnsta kosti mjög langt í land. Aðalnámsgrein lafínuskólans er, sem kunnugt er, fornu málin, latína og griska, einbum latínan. Optar en einu sinni, einbum nú á seinni tímum, hafa ýmsar raddir látið til sin heyra, að nauðsyn bæri til að takmarka nám þessara fornu mála, en nema aptur að sama skapi meira í nýju málunum og öðrum vísindagrein- um, sem nytsamari væru fyrir lífið. Því er ekki að leyna, að fjölda margir, sem í gegn um latínuskólann ganga, bera ekki neinn sjerlegan velvildarhng til gömlu málanna, og munu því fremur stunda þau af hlýðni eða skyldu en á- huga. Oss þykir illa farið, að svo er, því sje rjett og hlutdrægnislaust litið á, ætlum vjer að því varla verði neitað, að þessi svo nefndu fornu mál sje mjög áhrifamikið meðal til að hvessa og þroska andann og hefja hann þannig á vegi menntunarinnar; en á hinn bóginn er það vitaskuld, að það, sem numið er nauð- ugt eða með hangandi hendi, getur varla orðið nemandanum ávaxtarsamt eða sann- ur vegur til að menntast. Orsökin til þessa ætlum vjer að ekki sje eingöngu innifalin í því, að nemendurnir hyggi sjer muni lítið gagn að verða eptirleiðis, heldur einatt engu síður i því, að það

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.