Þjóðólfur - 30.11.1888, Blaðsíða 2
222
sje ekki ávallt sem fimlegast að þeim
farið, þegar þeir fá sín fyrstu kynni af
latínunni, nefnilega þegar þeir eru að
læra undir skóla. Þeir, sem undir skól-
ann kenna, eru optast nær stúdentar,
sem einatt liafa enga þekkingu í kennslu-
fræði, og heldur ekki eru hneigðir til
að kenna, en grípa til þessa sem milli-
bilsstarfs, þangað til þeir fara á æðri
skóla; einnig fást prestar við undirbún-
ingskennslu, sem þó þurfa að gegna em-
bætti sínu, auk ýmsra annara starfa og
geta því ekki haft kennsluna nema í
hjáverkum. Þegar alls þessa er gætt,
þá er ekki furða, þó kennslan verði ekki
æfinlega sem viðfelldnust hinni víðkvæmu
og óþroskuðu barnslund og það því |
fremur, sem námsgreinin er örðugri
viðfangs, eins og á sjer stað um latín-
una. En með þessu viljum vjer engan
veginn neita, að heimakennsla er opt í
besta lagi, en það mun varla vera hið al-
menna, sem ekki er heldur við að búast.
Um hina er þar á móti allt öðru máli
að gegna: nefnilega þá, sem gjört hafa
kennslu að æfistarfi sínu. Sjeu þeir á
annað borð hneigðir til að kenna og sam- {
viskusamir menn, snýst hugurinn um
þetta mestmegnis eða eingöngu, hvern-
ig þeir fái sem best menntað hina ungu |
sál, og árlega fá þeir meiri og meiri
reynslu í kennarastarfinu. Af þessum á-
stæðum álítum vjer heppilegast, að byrja '
ekki nám latínunnar fyr en í latinuskól-
anum sjálfum, en þá i neðsta bekk, en
í þess stað sje aptur heimtað tii inntöku-
prófs talsverð kunnátta í ensku, og mætti
þá einnig heimta miklu meira í hinum j
ýmsu öðrum námsgreinum, er heyra und-
ir gagnvísindin, en nú er heimtað. Með
þessu móti munu nemendurnir þegar í
byrjun fá notið svo margfalt betri kennslu
í hinni erfiðu námsgrein latínunni, er
þeir jafnaðarlega eiga kost á, eins og nú
stendur, svo að allt námið verður þeim
geðfelldara og þar af leiðandi svo langt
um ávaxtarsamara til að mennta og hefja
upp andann. A þenna hátt er þá einn-
ig Möðruvallaskóli kominn í samband
við latínuskólann, þannig að burtfarar-
próf úr honum — vitanlega ijieð hæfilega
góðum vitnisburði — gseti gilt sem inn-
tökupróf í latinuskólann fyrir þá, sem
vildu halda námi sínu áfram.
Halldór Briem
Reykjavík, 30. nóv. 1888.
Tjón af sjávargangi aðfaranótt 22. þ.
m. hefur spurst viðs vegar að, auk þess !
sem getið er í 54. tbh, bæði við Faxa-
flóa og austan fjalls. Tiltölulega varð
tjónið mest í Höfnunum; þar fórust 8
skip (6 æringar, 4 mannaför og 2 manna-
för) úr Kirkjuvogshverfinu, tiin skemmd-
ust mjög, bæði braut sjórinn neðan af
þeim og sópaði fjörugrjótinu og tvíhlöðn-
um túngörðum úr grjóti inn á túnin,
svo að malar- og grjóthaugar eru eptir
inn á túnunum; torfhús með salti og
talsverðu af fiski á túninu í Kotvogi
sópaðist burtu; einn maður frá Kalmanns-
tjörn meiddist svo, að hann liggur rúm-
fastur. í Stafnesi tók burt fjárrjett með
fje í og drapst margt af Qenu, 20 kind-
ur fundnar dauðar, er seinast frjettist.
Tíðarfar heldur farið að versna og
verða óstilltara; fyrri part þessarar viku
allt að 12 gr. frost á Celsius.
Ey.jalirði, 5. nóv. . . . „í allt haust var önd-
vegistíð, jiíingað til 23. f. m., að komu norðaust-
an stórhríðar, sem stóðu rjetta viku; þá stillti til
og brá til landáttar, sem síðan hefur haldist. —
Snjór fjell mikill hjer um nærsveitir víða, en hef-
ur nú tekið upp að nokkru. — Afli hjer á firðin-
um hefur allt af verið fremur lítill; einkum hefur
fiskurinn verið mjög smár. Hákarlaskipin öfluðu
næstl. sumar um 6—12 tunnur til blutar, nema
„Yonin“ — eign verslunarstjóra Chr. Havsteens —
sem fjekk 18 tuunur í hlut“.
Strandasýslu, 8. nóv. . . . „Hjeðan er að frjetta
góða tíð, en dæmalaust áflaleysi fyrir innan Eyj-
ar. Einir 13 fiskar hafa komið á land í Stein-
grímsfirði í haust. Er því ekki betra í ári nú,
heldur en þegar hallærislánin voru tekin, sem nú
er verið að inn krefja. Verslun hefur verið hjer
með betra móti í haust, og hafa Borðeyrarkaup-
menn svarað peninguin út á vörur gegn 6% af-
slætti; þeir hafa og gefið 6% afslátt þeim, sem
kaupa fyrir peninga; virðist þetta bugur til batn-
aðar í verslunarviðskiptum vorurn".
Húnavatnssýsln, 13. nóv. . . . „Nýlega er dá-
inn Jón Jónsson bóndi á Kollafossi i Miðfirði, merk- I
isbóndi, sáttanefndarmaður og hreppsnefndarmaður
og um mörg ár hreppstjóri, greindarmaður og val-
meuni“.
Auglýsingar.
Vátryggingarfjelaqið„ Cominercial „Un-
ion“ telcur í ábyrgi) fyrir eldsvoða hús,
alls lconar innanhússmuni vörubirgðir, o.
f. o. fl, fyrir læiísta ábyrgðargjald. Um-
boðsmaður í Reykjavik er Sighvatur Bjarna-
son bankabóklialdari. 537
Um sættamál
eptir Þ. Jónassen
og
Yfirlit yflr liin lielstu atriði í fátækralöggjöf
íslands eptir B. E. Magnússon
óskast til kaups.
Sigurður Kristjánsson. 538
Um vesturfarir 1889.
Hjer með auglýsist, að næsta vor flyt jeg vest-
urfara til Baudaríkjanna og Canada þannig:
Með skipunum: Anchoria, Bolivia, Circassia, Cyty
of Rome, Devonia, Ethiopia og Purnessia (sein eru
4000—8000 tons) og lenda i Ne \v York.
Með skipunum : Vancouver, Sarnia, Oregon, og To-
ronto (4000—5000 tons), sem lenda i Quebec, og
þaðan er, eins og kunnugt er, óslitin járnbraut vest-
ur að Kyrrahafi, gegnum Winuipeg.
Verði 500 manns búnir að skrifa sig á með mars-
ferð, vona jeg að geta flutt beina leið hjeðan til
Quebec.
Eargjald er auðvitað enn eigi ákveðið fyrir næsta
ár.
Umboðsmenn verða: á Vopnafirði, Akureyri, Sauð-
árkrók, ísafirði og Vestm.eyjum og máske víðar.
Nöfn þeirra skulu auglýst seinna.
Reykjavik, 29. nóv. 1888.
Sigm. Guðmundsson,
átflutningsst.jóri. 539
Stjórnartíðindin
frá 1874 til 1884
A. B. C.
óskast til kaups.
Siqurður Kristjánsson. 540
u Ekta anilínlitir ÞJ
fást hvergi eins góðir og ndýrir eins og r-t- &
S i verslun &
STURLU JÓNSSONAR —>
03 S
W Aðalstræti Nr. 14 >—•
*.l|jl|Ui|lim 541
Samskotin til brjóstlíkneskis
af Bjarna Thorarensen.
(Sbr. Þjððólf 1888, nr. 23 og 36).
Frú Herdís Benediktsen í Reykjavík . . 15 kr.
Sjera Jóu Thorsteinsen á Þingvöllum . . 4 —
Álís 19 kr.
Kaupmannahöfn, 4. nóv. 1888.
Bogi Th. Melstcd, Valtýr Guðmundsson,
stud. mag. cand. mag.
Marstrandsgade 4. Peter Hvitfeldstræde 6.
Með því, að jeg hef nú fastráðið, að flytja
mig alfariuu hjeðan af landi á komandi
vori, þá leyfi jeg mjer lijer með að biðja þá, sem
jeg á óborgaðar skuldir, að hafa b'ðlund við mig
þangað til salan á munum inínum og liúsi er um
garð gengin. Eins verð jeg að biðja þá, er skulda
mjer, að vera búna að greiða mjer skuldir sínar
innan I. apríl næsta ár.
Reykjavik, 27. nóv. 1888.
Páll Þorkelsson. 543
Á Temperance Hotellinu
M 17 í Vestrgötu
er selt í heitum og huggidegum sal clioco-
lade, kaflfe, lemonade enskur, lemonade
danslcur, vindlar, sodavatn danskt.
B. H. Bjaruason, 544