Þjóðólfur


Þjóðólfur - 07.12.1888, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 07.12.1888, Qupperneq 1
Kemur út á föstudags- morgna. Yerö árg. (60 arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bund- in við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reykjayík föstudaj2;inn 7. des. 1888. Nr. 57. Það þarf að mennta alþýðu! Öllum, sem er annt um framfarir lands- ins, kemur saman um þetta. Allir, sem eru svo menntaðir, að þeir sjái, hve al- þýðan er ómenntuð og fávís, segja þetta í einu hljóði; jafnvel ’olöðunum, sem í öðru orðinu skjalla alþýðu fyrir það, hve hún sje velmenntuð, verður það á í hinu orðinu að segja, að alþýðumenntuninni sje mjög ábótavant. Menn eru opt að bera alþýðu hjer á landi saman við al- þýðu annars staðar og breiða sig út yfir það, hve hún sje miklu menntaðri; hjer kunni nálega allir að lesa og skrifa, í öðrum löndum sjeu fjölda margir, sem hvorugt kunni. Það er satt, vjer höfum, hamingjunni sje lof, ekkert af öldungis fáfróðum skríl, og eigum vjer það heima- húsafræðslunni að þakka, en oss vantar líka nálega algjörlega hina velmenntuðu alþýðu, sem er svo fjölmenn í öllum hin- um menntuðu löndum heimsins. Hjereru a.ð eins hinir fáu svo kölluðu lærðu menn og alþýða á borð við hina ver mennt- uðu alþýðu annars staðar. Menn mega ekki taka orð mín svo, að jeg álíti enga af alþýðumönnum vorum velmenntaða, jú, þeir eru sumir miklu betur mennt- aðir en margir af hinum svo kölluðu lærðu mönnum, en þeir eru tiltölulega sárfáir. Þetta sjest hvergi ljósar en á kosningum til alþingis. Jeg lái heldur ekki hinni eldri núlif- andi kynslóð, þó menntun hennar sje ábótavant, því hún er runnin upp úr skauti þeirrar kynslóðar, sem leitaðist við að kæfa niður hjá henni í uppvextinum alla menntunarfýsn, og hafði það að ein- kunnarorði: „Bölmitið verður eklci látið í askana“, og það hefur því miður gengið í erfðir til allt of margra niðja hennar. Jeg þarf ekki að taka það fram, hve það er afarnauðsynlegt, að öll alþýða manna hjer sje velmenntuð, þar sem hún ein getur og á að ráða hjer lögum og lofum. Það eru bændur, sem geta og eiga að ráða því, hverjir sitja á þingi, en hvernig neyta þeir almennt þessa lagalega og eðlilega rjettar síns? Það er enn fremur menntun alþýðu, eins og jeg hef bent á annars staðar, sem er undirstaðan undir allri sannri framför þjóðarinnar bæði í pólitisku og verklegu tilliti. Þetta játa allflestir, en það er hjá mörgum að eins köld játning með vörunum, án þess, að hugur fylgi máli, og þess vegna þarf sí og æ, að brýna þetta fyrir mönnum, svo þeir hljóti að lokum að játa það af hug og hjarta, hljóti að sannfærast um nauðsyn og nyt- semi alþýðumenntunarinnar. Þingið, að minnsta kosti margir þing- menn, hafa sannfærst, og þá er mikið fengið. Það sjer, að það þarf að mennta alþyðu. Þetta lýsti sjer í fyrra sumar. 3 frumvörp komu fram hjer að lútandi, en ráð manna virtist heldur á reyki i þessu stúrmáli, og svo fór, að ekkert af frumvörpunum varð að lögum ýmsra or- saka vegna, sem betur fór, því það var auðsætt, að þingmenn höfðu ekki almennt hugsað þetta mál nógu rækilega. En allir voru á eitt sáttir um það, að eitt- hvað þyrfti að gjöra af hálfu þess opin- bera, til þess að koma betra lagi á upp- fræðing alþýðu, en nú er. Það er von- andi og óskandi, að sem flestir þingmenn íhugi vandlega þetta mál fyrir næsta þing, því þetta er sem sagt eitt af lífs- spursmálum þjóðarinnar, en vandamál mikið, ef vel á að skipast. Blöðin ættu líka að gjöra sitt til. Þótt jeg sje ungur og lítt reyndur, ætla jeg samt að dirfast að láta í fám orðum í ljósi skoðun mína í þessu efni. Jeg hef mikið hugsað þetta mál og álít því rjettast að gjöra kunnugt, að hvaða niðurstöðu jeg hef komist. Jeg vildi feginn fara nokkrum orðum um menntunarfrumvörpin áseinasta þingi, en hjer er ekkert riím til þess, enda hafa víst flestir, sem um þetta mál hugsa, færi á að kynna sjer þau. Það er þá fyrst unglinga- eða barnauppfrœðingin. Hingað til .hefur barnauppfræðingin al- mennt nálega eingöngu verið innifalin í því, að barnið hefur lært að stauta, og einhverja kristilega barnalærdómsbók ut- anað. Með þessari frœðslu hefur það verið álitið fullþroskað fyrir kirkjuna og borgaralegt fjelag. Lögunum um skript og reikning hefur verið litill gaumur gefinn af allmörgum, enda vant- aði allt aðhald og prestar margir hverj- ir lítið eða ekkert skeytt um, að þessum lögum væri fullnægt, náttúrlega hafa sumir þeirra gætt skyldu sinnar í þessu sem öðru með samviskusemi. Hvað á lika presturinn að gjöra, ef foreldrar eða vandamenn barnsins trássast við að hlýða fyrirmælum laganna? Hann má ekki visa barninu frá fermingu fyrir þá sök. Margir eru og þeir, sem ekki hafa efni á, að afla börnum sínum þeirrar fræðslu sem hjer ræðir um, þó lítil sje. Einn hinn beinasti vegur, til þess, að ráða bót á þessu, er sá, að veita árlega opinberan styrk til menntunar ungiinga með líku fyrirkomulagi og frumvarp Ó- lafs Briems fór fram á, en jafnframt gjöra það að skyldu, að hver unglingur hafi áður en hann er 15 ára, fengið ein- hverja tiltekna menntun. Ákvæði þar að lútandi vanta í frumvarp Briems. — Sumir eru þeirrar skoðunar, að sýslur og sveitafjelög ættu upp á eigin spýtur að annast um uppfræðingu unglinga, án nokkurs beins styrks úr landsssjóði, en þar á móti ætti landið af alefli að styðja hina æðri alþýðumenntun, og styður margt þessa skoðun; en það væri að mínu áliti, að reisa þeim hurðarás um öxl í efnalegu tilliti, að gjöra þeim þetta að skyldu, ef meiri og strangari kröfur væru gjörðar til menntunar unglinga, en nú er. Þeim, sem eptirlit hefðu með uppfræð- ingunni, ættu lögin að heimila einhver meðul, til þess, að þeir gætu látið ung- lingana njóta hinnar lögboðnu menntun- ar, þó foreldrar og vandamenn vanræktu það. Hið besta ráð til að halda mönn- um til hlýðni í þessu efni væri það, að gjöra hina ákveðnu menntun að skilyrði Jyrir fermingu, eins og frumvarp meiri hluta nefndar þeirrar, er sett var til að íhuga skólafrumv. Jóns Þórarinssonar, fór fram á. Mjer finnst ástæður þær, er sumir færðu á móti þessu á þingi í fyrra sumar mjög ljettvægar, enda erjegsann-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.