Þjóðólfur - 14.12.1888, Blaðsíða 2
230
f'yrst um, hve þýðingarmikil samtök
væru til að afstýra skipsköðum og mann-
t]óni á sjó, sem opt yrðu svo tilfinnan-
leg bæði fyrir eptirlifandi vandamenn
og beil sveitarfjelög. Hann kvaðst hafa
brýnt það fyrir mönnum, bæði við Faxa-
fióa og í Árnessýslu, og geíið bending-
ar um, hvað gjöra ætti í þessu efni, og
víðast fengið góðar undirtektir, en þó
hvergi eins góðar og á Eyrarbakka. Á
meðal orsakanna til skipskaðanna taldi
hann laka formennsku fremsta i flokki,
og fyrsta skilyrðið fyrir, að notkun olíu
og önnur bjargráð í sjávarháska yrðu
að notum, væri, að formennska lagaðist
og kæmist á það stig, sem þyrfti. Há-
setarnir þyrftu einnig að taka sjer fram.
Verst af öllu væri agaleysið. Formenn
og yfir höfuð sem flestir þyrftu að kunna
sund; hið opinbera ætti að gangast fyr-
ir, að sem flestir lærðu það; sundkennsl-
an ætti að vera lögskipuð. En til þess
að sundkunnátta ætti að koma að gagni,
yrðu menn að leggja niður skinnklæði
þau, er tíðkast sunnanlands, einkum
brókina, sem enginn gæti synt í, hversu
vel syndur sem væri; í þess stað ættu
menn að vera í skinnsokkum upp und-
ir hnje og stuttbuxum úr skinni, sem
næðu niður að þeim, en að ofan í skinn-
jakka, og verka skinnið eins og dbrm.
Hafliði Eyjólfsson hefur bent á i Pjóð-
ólfi 1886, 43. tbl. — Hann taldi upp ým-
islegt, sem formenn þyrftu að kunna;
þeir þyrftu að þekkja leiðir og lending-
ar, kunna að nota loptþyngdarmæli og
áttavita, sem þeir jafnan þyrftu að hafa
með sjer á sjó, 0. s. frv. — Seglfestu úr
grjóti ætti enginn að hafa, heldur ættu
allir að taka upp seglfestupoka, sem út-
vegsbóndi Jón Ólafsson í Hlíðarhúsum
hefur fundið upp og reynst hefur ágæt-
lega. Poka þennan hafði hann til sýn-
is.
Hann sýndi og rekstjöra, sem hjer er
óþekktur áður, einfalt og kostnaðarlítið
verkfæri, en nytsamt mjög; sparar t. d.
menn við andóf o. s. frv.
Eptir það talaði hann um lýsi og olíu
sem ágætt og óyggjandi meðal til að
lægja hafrót, og tilfærði um það mörg
dæmi útlend og sum innlend, sem sýndu,
að reynsla manna um allan heim væri
búin að margsanna þetta. Menn ættu
því aldrei að fara á sjó, án þess að hafa
lýsi eða olíu með. Sýndi hann tvö lýs-
isílát, hárufleytj og ili og sagði, hvernig
ættiaðbrúkaáhöldþessi. Ilirinn erþríhyrnd-
ur dúkpoki mjóri annan endann, með hampi
í, sem lýsið er látið í; er hann ýmist
hengdur á stafn skipsins (stafnílir) eða
á borðstokkana (borðílir), og vætlar lýsið
út um göt sem stungin eru á neðri
endann á pokanum. Til að lægja
brimrót í lendingum, kvað hann best að
kasta út flösku, tappalausri, með lýsi í.
Þar næst talaði hann um ýmislegt
fleira, er snerti sjávarútveg (lífsvon sjó-
manna), brýndi fyrir mönnum að vanda
fiskverkun sem mest mætti verða o. s. fr.
Að síðustu talaði hann um skipting á
aflanum; honum væri skipt eptir tölu,
en við það yrðu sumir opt og einatt af-
skiptir, því að brögð mundu vera höfð
í frammi; þannig þyrfti á sama skipinu
einn 100, annar 110, þriðji 120 og jafn-
vel 130 fiska í skppd.; best væri, að afl-
inn af sama skipi væri verkaður saman
og fiskinum skipt verkuðum eptir vigt,
en þangað til það yrði, ættu menn að
brúka skiptispjöld, sem hann sýndi; það
eru spjöld með tölum á, sem lögð eru á hvert
kast; síðan eru dregnar úr poka eða stokk
tvöfaldar, kringlóttar plötur með sömu
tölum og eru á spjöldunum ; á þann hátt
komast engin brögð að við skiptinguna.
í gær hjelt sjera 0. V. Gr. fyrirlestur
og fund á Seltjarnarnesi; var þar sett 5
manna nefnd til að gangast fyrir fram-
kvæmdum á þeim bjargráðum, sem mestu
varðar.
Þó að fyrirl. hjer í bænum væri vel aug-
lýstur, með nægum fyrirvara, sóttu hann
næsta fáir; þar voru helst embættismenn,
kaupmenn og einst. iðnaðarmenn, en sjó-
menn sáust varla, og var þó fyrirlestur-
inn fyrir þá og þeirra atvinnugrein.
Mun eigi dæmi til þvílíks áhugaleysis
og hugsunarleysis annarstaðar hjer á landi.
Mannslát. Sunnudaginn 2. þ. m. varð
prófastur Skúli Gíslason á Breiðabólsstað
í Fljótshlíð bráðkvaddur. Hann var ný-
kominn heim frá anexíunni Teigi, þar
sem hann hafði messað um daginn, og
var að skrifa brjef með póstinum til
Beykjavíkur, er hann andaðist. Hann
var fæddur 14. ág. 1825 í Vesturhóps-
hólum, þar sem faðir hans, Gísli Gísla-
son, var þá prestur; útskrifaðist úr
Reykjavikurskóla 1849, kandídat í guð-
fræði með 1. eink. frá háskólanum í jan,
1855, vígðist til Stóranúps vorið 1856,
fjekk Breiðabólsstað 1859, var prófastur
í Rangárvallaprófastsd. frá 1881, og amts-
ráðsmaður síðan 1878.
Fáskrúðsfirði, 27. okt. ... Frjettir fáar, nema
alveg fiskilaust og tíð mjög óstillt. og stórviðri
mikil; það hafa nú fyrir skemmstu komið skaða-
veður, svo að menn muna varla þvílíkt. Hjer í
sveit varð skaðinn eigi mikill, fauk að eins hjall-
ur, 2 heyhlöður og 2 bátar, sem báðir brotnuðu,
annar í spón. í Eeyðarfirði urðu miklir skaðar,
bæði á húsum og bátum, sönmleiðis í Norðfirði;
þar rak á land lausakaupsskip, er Tulinius á Eski-
firði átti. Allir bátar fuku í Hellisfirði og stofa,
skemma, búr og eldhús í Hellisfjarðarseli, og
misstu hjónin þar því nær aleigu sína i þessu
mikla veðri.
Austur-Skaptafellssýslu, 12. nóv. . . . Hjeðan
fátt að frjetta nema lítinn heyskap hjá öllum ept-
ir sumarið, en góða hausttíð, optast þiður og
rigningar. í okt. komu stundum ofviðri mikil
(einkum 4., 12. og 27.), sem gjörðu víða skaða
á húsum, heyjum og hátum.
„Dálagleg“ útásetning.
í 47. tölublaði „Þjóðólfs" hefur einhver, sem
kallar sig og kann ske er „smali“, viljað gjöra sig
frægan af, að finna að hinni nýprentuðn raarka-
skrá fyrir Gullbringu og Kjósarsýslu og Reykja-
vik. En frægðin er minni af því, að atvik voru
að því, að markaskrá þessi gat ekki orðið galla-
laus. — Þegar mjer i maímán. var, ásamt alþm.
Þorl. Guðmundssyni, falið, að semja markaskrána
og sjá um prentun á henni, gjörði jeg það að
skilyrði, að hver hreppsnefnd gæfi mjer greinilega
skýrslu um allar breytingar á mörkum, og öll ný
mörk og þau mörk, sem enginn hreppsbúi hefði
framar ; þetta hjelt jeg hægast fyrir menn, enda
hafði jeg áður reyut, að þegar menn senda algerða
markaskrá fyrir hvern hrepp, þá var hún úr sum-
um hreppum ógreinileg og ill viðfangs; að skýrsl-
ur þessar yrðu koinnar til min fyrir 15. júli, svo
nægur timi yrði til, að gjöra skráua vel úr garði.
En í þess stað voru skýrslurnar að koma sinám
saman til septemberloka, og þá þó ókomnar úr 4
eða 5 hreppum. Kom þá til umræðu, hvort leið-
rjetta skyldi skrána eptir þeim skýrslum, sem
voru fyrir hendi, og var það ráðið af, einmitt af
því, að Kjósarsýslubúar, þar sem „smalar" eru
flestir og mest lifað á sauðfjárrækt, þóttu eiga
heimting á því, þar sem þeir höfðu og allir sent
skýrslur. Yar það því af umhyggju einmitt fyrir
„smalanum" og hans sauðum, að skráin var prent-
uð, þótt vita mætti, að hún yrði með göllum, þar
sem skýrslur vantaði úr sumum lireppum, en það
þótti þeirra sök, sem ekki höfðu sent þær. — Það
er rjett, að það er ómynd, að sama mark sje ekki
nefnt einu nafni, en um það verða smalar að koma
sjer saman, þegar þeir senda skýrslurnar. — Að
einstöku mark er tvíprentað, er bein afleiðing af
þvi, að það hefur verið sent sem nýtt mark, þótt
það væri áður i töflunni, og er þvi skýrslunum að
kenna. Röð á mörkum á vinstra eyra er eins og
í hinni eldri töflu, og var alls eigi lagt fyrir að
breyta henni, enda getur hver „smali“ fundið
mark sitt fyrirhafnarlitið eptir stafrofsröð á hægra
eyra. Yfir höfuð eru aðíinningar „smalans" ljett-
vægar, þó honum sje mikið niðri fyrir og hann
sýni góðan vilja. Það sanna er, að skráin er „ná-
kvæmlega11 eptir þeim skýrslum, sem sendar voru,
og miklu rjettari en sú eldri. Sýslunefndin hefur
þess eins að gæta, að láta prenta sem rjettast
A