Þjóðólfur - 22.03.1889, Blaðsíða 2
r
urðu að sætta sig við farmannalögin. —
„Það kom því hjer fram sem optar, að
þeir urðu að lúta, sem lægri höfðu dyrn-
ar. Um mörg undanfarin ár höfðu Nið-
urlendingar verið öllum þjóðum fremri í
sjóferðum og sjóverslun allri, en dugn-
aður Cromwells og mannafli Englend-
inga varð hinni fámennu þjóð yfirsterk-
ari, er þeim lenti saman og upp frá því
komust Englendingar fram úr öðrum
þjóðum í allri sjómennsku, hvort heldur
í friði eða stríði“ (Nýja sagan, II., bls.
24—26).
Eins og allir sjá gengu farmannalög-
in langt um lengra, en það, sem íslend-
ingar fara fram á, en þessi lög og dugn-
aður stjórnarinnar til að fylgja þeim
fram, er undirrótin til sjó-verslunar Eng-
lendinga.
Samgöngur innanlands,
Það er víst viðurkennt af öllum, hversu
samgöngur innanlands eru nauðsynleg-
ar, póstferðir til að halda uppi samgöng-
um á landi og gufuskipaferðir með strönd-
um fram. Hingað til hefur strandferða-
skipið komið á fáar hafnir; það hefur
verið komið undir náð, hvort skipið mætti
koma þar eða þar. Óánægja manna með
strandferðirnar er meira komin af því,
að þær hafa eigi verið svo áreiðanlegar
sem skyldi,og menn hafa eigi fengið skipin
á þær hafnir, sem þeim hefur verið nauð-
synlegt, heldur en af því, að mönnum
þyki litið varið í samgöngur í landinu.
Það er t. a. m. von, að Strandasýslubú-
um þyki eigi mikið varið i strandferð-
irnar, þegar skipið fæst aldrei inn á Borð-
eyri, en ef það kæmi þangað, skyldu menn
sjá, hvort mönnum mundi eigi þykja
vænt um.
Þar sem um útkjálka er að ræða, þá
er það beinlinis lifsnauðsyn, að setja þá
í samband við íteykjavik. Reykjavik er
langbestur verslunarstaður á landinu og
það er mjög áriðandi, að gjöra mönnum
mögulegt að fá vörur þaðan. Næsta þing
verður að gjöra allt, sem það getur, til
þess að bæta úr þessari miklu nauðsyn
landsmanna.
Strandferöir til Ólafsvíkur.
v>Oo-
Það er mikil þörf á strandskipaferðum
eða póstgufuskipum hingað til Ólafsvík-
ur. Stafar það mest af hinni óhagkvæmu
50
alræmdu verslunareinokun í Ólafsvík, sem
ómögulegt er að bæta úr, meðan engir
aðflutningar fást, nema á skipum versl-
unareigandans hjer, og mega „Jöklarar“
heita útilokaðir frá öllum aðdráttum og
samböndum við aðra verslunarstaði. Höfn-
in í Ólafsvik er eigi slæm, og aldrei nein
hætta fyrir gufuskip að liggja hjer, inn-
siglingin hrein og góð og haldbotn hinn
besti, og gætu gufuskip opt komist hing-
að, þó eigi kæmust fyrir þoku og grynn-
ingum inn á Stykkishólm, og krókur frá
skipaleið þangað því nær enginn. Hjer
kom nýlega gufuskip um hávetur (í mars)
með gjafakorn beint frá Khöfn og fann
eigi að höfninni. Mjer hefur opt sárnað
að sjá að eins eiminn af póstskipunum
bregða hjer fyrir.
Það vona margir svo góðs til næsta
| alþingis, að það bæti úr þessu samgöngu-
leysi. H.
Reykjavík, 22. mars 1889.
Tíðarfar hefur verið ágætt þessa viku
og hagar góðir, hvar sem til frjettist,
i nema þar sem svellalög eru mjög mikil.
Fiskafli er kominn dálítill hjer sunn-
anlands, en mjög stopull. Góður afli á
Eyrarbakka í fyrradag.
Sekt Jóns Olaissonar alþm. fyrir meið-
yrði um bæjarfógeta H. Daníelsson fyr-
ir rjetti, var færð niður i 100 kr. úr 150
kr. með dómi landsyfirdómsins, er kveð-
inn var upp síðasta mánudag.
Sjera Zóíonías Hallclórsson í Yiðvik
er settur prófastur í Skagaíjarðarsýslu í
stað prestaölduugsins sjera Jóns Halls-
sonar, sem verið hefur þar prófastur um
langan tíma.
Póstskip ókomið enn. Með skipi, er
kom frá Englandi 16. þ. m. hefur frjettst,
að lagnaðarís mikill hefði verið í Eyrar-
sundi í byrjun mánaðarins og skip teppt
í Khöfn. Það er stundum, að ís hefur
teppt siglingar í Eyrarsundi allan mars
og april, svo að póstskipskoma er næsta
óviss fyrst um sinn.
Breiðibólsstaður í Fljótshlið er nú
eigi mikið keppikefli. Um hann hafa að
eins sótt sjera Páll Pálsson í Þingmúla,
sjera Brynjólfur Gunnarsson og cand.
theol. Eggert Pálsson. Orsökin til þess,
hversu fáir hafa sott, mun nokkuð hafa
verið sú ranga skoðun hjá sumum, að
700 kr., er greiðast eiga frá brauðinu í
landssjóð, sje fólgnar i tekjunum 2562
kr. 99 aur.
Um Miklahæ í Blöndulilíð hafa sótt
sjera Eiríkur Gíslasou á Breiðabólstað á
Skógarströnd, sjera Pjetur Jónsson á
Hálsi og sjera Björn Jónsson á Bergs-
stöðum.
Hvítá hefur síðan i vetur flætt úr far-
veg sínum og niður yfir Flóann. I hlák-
unni um daginn fjekk hún að mestu eða
öllu framrás í farvegnum.
„Barní*óstran“, eptir dr. J. Jónassen
hefur verið keypt af stjórn Þjóðvinafje-
lagsins til útbýtingar meðal fjelagsmanna.
Aðsend lofgrein um dr. Jón Þorkels-
son yngra stendur í Fjallkonunni 20. þ.
m. með ýmsum ósannindum og illmæl-
um um þingmenn.
Sæfari. Frá Stykkishólmi er oss skrif-
að 7. þ. m.: „Dekkbátur sá, sem Clausen
sendi hjeðan 8. jan. til Reykjavíkur ept-
ir korni o. fl., hefur hjer megin Önd-
verðarness farist alveg með öllu 22. s. m.
— Það er því sorglegra, sem þar hafa
drukknað 4 ungir og efnilegir menn hjeð-
an (einn þeirra giptur), og líka af því,
að þörfin var mikil fyrir kornið, einkum
á Ólafsvik, því þar fæst ekkert af nokk-
urri nauðsynjavöru nema salt“.
Ölmusuveitingar við latínuskólann
hafa vakið töluverða óánægju í vetur. I
fyrra var hætt við hinar gömlu reglur,
sem allir haf'a unað vel við, og farið að
veita eptir nýjum reglum, sem eru jafn
óþægilegar fyrir skólapilta og vandamenn
þeirra, eins og sjálfa veitendurna.
Amtmaður Júlíus Havsteen hefur höfð-
að mál gegn ritstjóra Þorleifi Jónssyni
Út af grein um amtsráðið fyrir norðan,
er stóð í afmælisblaði Þjóðólfs 5. nóv. í
haust. Þar voru hörð orð um amtsráðið
fýrir aðfinningar þess við sýslunefndina í
Suður-Múlasýslu fyrir að veita búnaðar-
skólanum á Eyðum ríflegan styrk. Ann-
ars eru orðin svo væg, að amtmaður lík-
lega tapar málinu.
Herra ritstjóri!
í síðasta tölublaði Þjóðólfs kinn 8. þ. m., er
grein um neta upptöku eptir einhvern x. í niður-
lagi greinarinnar heiir inaður Jiessi til leiðbeining-
ar tilsjónarmönnum ætlað að til greina skilyrðin
fyrir neta upptökunni, nef'nilega að netin sjen „iögð
utar eða dýpra“ en samþykkt 11. jan. 1888 1. gr.
tiltekur og segir svo: „að jietta sje ákveðið til
„þess, að tilsjónarmenn sjeu varkárir með neta upp-
„töku, og Jieir láti sjer nægja að kæra menn til
„sekta, nema þeir sjeu öldungis vissir uin að net
„þeirra liafi verið lögð i'yrir utan línuna, því að
„það verður að vera á þeirra ábyrgð, ef þeir taka
„upp net, sem eigi haf'a verið lögð f'yrir utanhina
„ákveðnu línu“. öreinarhöfundurinn hefur með
þes3u ætlað sjer að koma inn ótta hjá tilsjónar-
mönnum fyrir því, að taka upp net, sem fmnast