Þjóðólfur - 29.03.1889, Side 2
54
setlar að reyna að sitja af sýninguna,
hvort sexn því nú tekst það. Sýningin
er nærri fullbúin og hafa Danir margtá
henni. Sjálfsagt mundu Frakkar kaupa ísl.
muni þar á sýningunni fyrir hátt verð,
en þeir eru víst engir á henni.
BlSMAfitK L.IT11B l .\I)A.\. í miðjum janúar var
lagt fyrir þing frumvarp um að veita 2
miljónir marka til nýlendna Þjóðverja í
Austur-Afríku. Ferðamaðurinn Wissmann
var settur til að stjórna þeim og átti að
taka um 1000 Afríkumenn á mála hjá
sjer. Bismarck talaði með frumvarpinu,
en hjelt enga ræðu. Það var íijótt af-
greitt frá þinginu.
Morier-málið er fallið niður, og hafa
Þjóðverjar orðið sjer heldur en ekki til
skammar í því. Á Samoa-eyjunum í
Ástralíu sögðu þeir eyjarskeggjum stríð
á hendur, en Bandaríkin sögðu, að sjer
mundi að mæta, ef þessu færi fram, Nú
getur floti Bandaríkjanna ekki jafnast
við Þjóðverja, en samt ljet Bismarck und-
an og sagði, að yfirmaður Þjóðverja þar
suður frá hefði gert þetta í óleyfi. Þj óð-
verjar eiga reyndar ósigurs að hefna, sem
þeir biðu í desember 1888. Verður nú
fundur í Berlin til að semja um þetta
mál, en Ameríkumenn eru gramir í hug
yfir uppvöðslu Þjóðverja.
RÓMEÓ 0(i JÓLÍA. Hinn 30. janúar komhrað-
frjett um, að Rúdolf krónprins í Aust-
urríki, hinn mannvænlegasti ríkiserfingi
í Evrópu, hefði orðið bráðkvaddur snögg-
lega. Þetta datt ofan yfir alla. í miðj-
um febrúar vissu menn dauðdaga hans.
Hann hafði skotið sig og ástmey sína,
Maríu Vetsjera, í hallargarðinum Meier-
ling fyrir utan Vín. Hann var giptur
Stefaníu, dóttur Belgíukonungs, og keis-
arinn, faðir hans, varnaði honum að skilja
við hana og eiga Maríu, sem var af að-
alsættum í Austurríki. Hún hafði tekið
eitur (eins og Júlía); henni var ekki lif-
vænt og svo skaut hann fyrst hana og
svo sjálfan sig (Rómeó tók eitur, er hann
sá Júlíu dauða). Rúdolf líktist Friðrik
3. Þýskalandskeisara að mannkostum, var
góður rithöfundur og frjálslyndur maður.
ÓLÆTÍ í PKST. Aldrei hafa verið svo lang-
vinn og óskapleg ólæti í nokkurri höf-
uðborg í Evrópu (nema París), eins og
i þessum mánuði í Pest, út af þvi, að í
hinum nýju herlögum, sem verið er að
ræða á þinginu, er ungverskum hermönn-
um gert að skyidu að taka próf í þýsku
og ýmsu öðru. Tisza hefur haft forstöðu
ráðaneytis í 14 ár með snilld, en hann
varð að flýja úr borginni og þingið að
hætta fundum um stundarsakir, því lög-
reglu- og herlið gat ekki hamið borgar-
búa. Tisza ljet undan og breytti lög-
unum, en er orðinn óvinsæll út af þessu.
TIMES Oli PARKELL. FALSBRJEF. í þessum mán-
uði var komist að brjefunum hinum nafn-
kenndu, sem opt hafa verið nefnd í Þjóð-
ólfi. Times hefur fengið þau hjá Houston
nokkrum, fjandmanni Ira, en hann hef-
ur aptur fengið þau fyrir 1780 pd. sterl.
(1 pd. sterl. = 18 kr.) af Pigott nokkr-
um, sem eptir því, sem nú er komið upp,
er meinsærismaður, falsari, svikari, lyg-
ari, yfir höfuð sá versti þorpari sem hugs-
ast getur. Hann hefur borið kápuna á
báðum öxlum í 8 ár og haft ærið fé út
úr báðum flokkunum! Eitt hið besta af
frægðarverkum hans var að hann sýndi
stjórninni brjef, sem hótuðu honum dauða,
og fjekk hjá henni mörg þúsund krón-
ur til að fara til Ameríku, en — brjef-
in voru skrifuð af honurn sjálfum! B,uss-
ell, málaflutningsmaður Parnellsliða, fann
að hinar sömu rjettritunarvillur, sem
voru í brjefum eptir Pigott, voru i brjef-
unum, sem Parnell átti að hafa skrifað.
Parnell hefur unnið eið að, því, að hann
hafi ekki skrifað nafn sitt á þau og
Times hefur játað, að þau hljóti að vera
fölsuð. Og þetta var aðalvopn Times og
apturhaldsmanna í 2 ár til að sverta
Parnell og flokk hans! Þetta verður
ekki einungis peningaskaði fyrir Times,
heldur líka meiri skaði. Allt að 3 milj.
króna kvað málið hafa kostað enn sem
komið er, en Parnells flokk hjer um bil la/2
milj. Pigott hefur flúið til Frakklands.
Þetta er kjaptshögg fyrir stjórnina um
leið og fyrir Times, því hún hefur hjálp-
að blaðinu. Annað kjaptshögg hefur
blaðið fengið í þessum mánuði. Það stóð
í því löng grein um, að sonur Gladstones
ljeti gera slíkt hið sama á búgarði hans
Hawarden, sem stjórnin gerði á írlandi,
að reka frá heimili landseta, sem ekki
stæðu i skilum með landskuldir. Landset-
arnir og Grladstone sjálfur hafa lýst yf-
ir, að þetta er lygi-
Gladstone er vel ern og hitti Orispi
á Italíu á heimleiðinni. Þeir hittust á
járnbrautarstöðinni í Róm og barst í tal
um Palmerston gamla. Gladstone sagði:
„Hann átti við pólitik í 58 ár, en jeg
hef ekki gutlað við hana neina í 57 ár“.
Hann furðaði sig á, hvað fáir „romanar“
kæmu út á Italíu, en sjálfur hefur hann
nýlega skrifað ritdóm um amerikanskan
„roman“ (um hjónaband).
Þing var sett á Englandi 21. febrúar
og kvað stjórnin ætla að verja 12 milj.
pd. sterl. (= 216 miljónir króna) til að
auka flotann. Margir írskir þingmenn
sitja í fangelsi, en nú er lika írland
spakara, en það hefur verið í mörg ár.
Mikill hagfræðingur á Englandi hefur
reiknað út nákvæmlega, að 1983 verði
kolalaust í enskri jörð.
SVERBRliP VALTIilt í SESSI. Á þingi i Noregi
eru, eptir því sem næst verður komist,
51 hægrimenn, 38 vinstriinenn, 23 Sver-
drupsmenn (Oftedæiir) og 2 utan flokka.
Yinstrimaðurinn Berner hefur komið með
uppástungu um, að lýsa vantrausti þings
á ráðaneytinu og urðu með þvi 39, en
móti 71 atkv. Hægrimönnum þykir enn
ekki timi til að fella Sverdrup, en vinstri-
menn vilja heldur láta þá skipa ráða-
neyti en Sverdrup. LiestöT gekk úr
ráðaneytinu og Óskar kvað hafa beðið
hina að sitja kyrra. Björnstjerne segir,
að síðan Sverdrup gekk úr liði, sje Glad-
stone einn forvigismaður frelsisins í Ev-
rópu andspænis Bismarck.
STAKLEY. Baert, belgiskur „lautenant",
sem hefur verið hjá höfðingjanum Tippú
Tib í Stanley Falls við Congo í nokkur
ár, er nýkominu heim og segir ýmislegt.
Hinn 20. janúar 1889 hafði Stanley ver-
ið 2 ár í burtu. Baert segir hann hafi
verið 10 mánuði á leiðinní til Emin pasja,
en 82 daga á leiðinni aptur til herbúða
sinna við Aruwimifljótið. Hann átti örð-
ugt yfirferðar yfir mýrar, hátt gras og
stórfljót. Sendimenn hans sögðu, að þeg-
ar hann kom að vatninu Albert Nyanza,
hafi hann orðið að berjast við „risa“, sem
voru eins háir sitjandi eins og vjer stand-
andi (!). Beart heldur, að Stanley ætli
að koma heim eptir Nílfljótinu og taka
Khartum (borg Gordons). Tippú Tib
kvað vera Stanley trúr, þó að illar sög-
ur fari af honuin (Tippú).
ÝHISLE6T. Soltnir vinnumenn hafa gert
óspektir í Rómaborg, lögreglustjórinn
verið settur af og Crispi átt harða rimmu
á þingiuu út af því.
— 1 Belgíu hefur verið mikið járn-
brautarslys; um 50 manns fórust.
— Eiffelturninn hækkar um 3 fet á dag
og verður búinn i marslok. Hann verð-
ur 73 milj. kilogramma (1 kilogr. = 2 pd.)
á þyngd. í honum eru 3 lopt og er hið
fyrsta 2,400 ferhyrn. metra á stærð!
— Lög um að innleiða „meter“- mál og
vigt í Danmörk eru afgreidd frá fólks-
þinginu.
— Lög um að grafa annan skurð en
Panamaskurðinn gegn um Mið-Ameríku