Þjóðólfur - 29.03.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.03.1889, Blaðsíða 4
fjarðarsýslu og Þinge.yjarsýslu gangi í fjelee; við hinar sýslurnar með að styrkja hann. og er von- andi, að það gangi vel. Hermann Jðnasson skóla- stjðri átti að semja fyrir hönd vestursýslnanna og var riðinn af stað norður i JSyjafjörð. Dr. Guðbrandur Vigfússon í Oxford andaðist 31. .jan. þ. á. af krabbameini í lifrinni. Hann var fæddur 13. mars 1827 og því nær 62 ára að aldri. Hann var hinn mesti fræðimaður og hefur ritað stðrmikið og gefið út afarmikið af fornritum vor- um. Maður skant sig 12. des. f. á. í Vestmanna- eyjum, Gisli Magnússon að nafni, og var það óvilja verk. Dauður fannst, maður 23. f. m. frá Hamraseli í Álptafirði fyrir austan. Var hann stunginn á hol á tveimur stöðum, og var talað mjög mikið um þetta á Austurlandi. Miss Brown frá Boston, sem lesendum Þjðð- ólfs er kunnugt um. að heldur drengilega upp heiðri Leifs heppna, sem hins fyrsta manns er fundið hafi Ameríku, hefur stofnað blað, sem heitir Leif- ur Eiríksson; hún heldur fyrirlestra víðsvegar um Ameríku. Um miðjan febrúar var hún í Winni- peg: hún er ef til vill væntanleg hingað í sumar, en siðan ætlar hún, ef fje fæst, að fara suður til Rómaborgar og rannsaka skjöl páfans til að sanna mál sitt enn betur. Smá vegis. ðM/VAflr*\IV HÖFNIN í LUNDÚNUM er 7—8 danskar mílur á lengd og nær frá Lundúnabrú til Gravesend. Það er eins og frá Garðsskaga og upp í Borgarnes eða frá Akureyri og út fyrir Hrísey. TEMSPLJÓTIÐ er eins og lífæð Lundúna. Eng- lendingar hafa sögu þessa um fljótið: Einu sinni var Jakob fyrsti Englandskonungur í peningavand- ræðum; Ijet hann þá sækja borgarstjórann í Lund- únum og bað hann um að lána sjer peninga. „Nei“, svarar borgarstjóri. „Jæja“, segir konungur og brást reiður við, ,jeg flyt þá hjeðan með hirðina, parlamentið og mikið annað“. „Yðar hátign má flytja með allt þetta. Kaupmennirnir geta huggað sig við, að þjer getið eigi t-ekið Temsfljótið með yður“. Auglýsingar. c Ekta anilínlitir Li B •— •—« fást bvergi eins góðir og ódýrir eins og PT r-f í verslun z 5 STURLU JÓNSSONAR 5« -í Aðalstræti Nr. 14. trt- >—• Mnnunjnn ioö Söngæfing í latínuskólanum verður haldin sunnud. 31. mars. Karlmenn mæti kl. 4*/a e. h. Kvennmenn og karlmonn kl. 5V2 e. h. Stzinytímuz- Bofi-naeu. iqj Vátryggingarfjelaqið,, Commereial „Un- ion“ teknr i ábyrgð fyrir eldsvoða hús, alls konar innanhússmuni vörubirgðir, o. f . o. fl. fyrir lægsta ahyrgðargjald. TJm- boðsmadur í Reykjavik er SighvaturBjarna- son bankaböklialdari. ios FUNDUB. I STÚDENTAFJELAGINU í kveld kl. 9. Dr. B. M. Olsen heldur fyrirlestur um ís- lenska stafsetning. Þar næst umræður. Ný blöð. Stríðsráð dr. Winslöv, hjeraðs- og bæj- arlæknir í Nakskov ritar: „Eptir að jeg nákvæmlega hef kynnt mjer bitter þann, er þeir herrar Mansfeld- Btillner & Lassen búa til og selja með nafninu Brama-lífs-elexír, verð jeg að lj'sa yfir því, að í bitter þessum eru að eins efni, sem skilyrðislaust eru styrkj- andi og gagnleg. Nakskov. Winslöv“. Einlcenni á vorum eina egta Brama-líf's-elixir eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á t-appan- uin. Mansfeld-Btdlner & Lassen, sem einir btia til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Aörregade No. ör 110 Eigandi: Þorleifur Júnsson, tarid.piiil. Ábyrgðarmaður: l'úll Brieni. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf Eymundasonar. 54 III. kapítuli- Báturinn.—Dauðaþögn.—„Bum! bum ! bum !u—Krokodill.—Megassa strauk.— Óttaleg nótt.—Stanley i hættu.—Fagnaðarfundur. Þegar Stanley kom á fætur næsta morgan kl 8, láu fylgdarmeun hans í fasta svefni. Þeir voru að njóta hvíldartímans. En Stanley mátti ekki livíla sig. Hann varð að gjöra hallamælingar og hæðamælingar og á- kveða legu landsins, rita ferðasögu sína til blaðanna og skrifa vinum og vandamönnum brjef. Síðan ætlaði hann að sigla um Victoria Nyanza og kom nú „Lady Alice“ í góðar þarfir. Hann ljet setja bátinn saman; mestur liluti manna hans átti að bíða fyrir sunnan vatn- ið, en nokkra þurfti hann að hafa með sjer. Fylgdar- menn hans voru óvanir sjómennsku; báturinn lítill en vat-nið eins og reginliaf, eins og gefur að skilja, þegar það er stærra en tveir þriðjungar íslands. Og svo gjörðu landsbúar ákaflega mikið úr öllu. Þeir sögðu, að vatnið væri svo stórt, að menn þyrftu 8 ár til að sigla í kring um það, en með vatninu byggi hinir verstu menn; sumir væru með rófu og grimmir mjög; sumir hefðu grimma blóðhunda; sumir væru verstu mannætur o. s. frv. „Vill nokkur af yður fara þessa ferð með mjer sjálfviljuglega?" sagði Stanley við fylgdarmenn sína.— Þögn hjá öllum. — „Heldur eigi fyrir umbun og auka- 55 borgun?“ — Sama dauðaþögn, eins og áður. Ekki einn einasti bauð sig fram. „Já, jeg verð og lilýt þó að fara þessa ferð. Viljið þjer láta mig fara af stað al- einan ?“ „Nei!“ sögðu nienn fastlega og í einu hljóði. Svo fór að ganga betur og varð það úr. að hann tók Wadi Safeni fyrir stýrimann og tíu unga. duglega menn fyrir liáseta. Hann setti Frank og Friðrik Bar- ker yfir liðið, sem eptir var, og lagði af stað 8. mars 1875. Stanley sigldi austur með landi, og hreppti á næsta degi mikinn storm; öldurnar gengu yfir skipiö og vatn- ið var í einu brimlöðri, svo að hann varð að halda und- an út, á vatnið. Daginn eptir lygndi og leitaði hann til lands, en þegar hann kom að ströndinni, komu á móti honum hópar af öskrandi nykrum með gapandi ginum, svo að hann varð að leita undan. Voru þeir í hópum með st-röndum fram, og hættulegar skepnurfyrir vaxt-ar sakir og afls. Landið að sjónum var ýmist klett- ót-t og sandauðnir eða grænir og grösugir dalir og skógi vaxnar hæðir. Landsbúar voru stundum góðsamir og seldu honum vistir, en stundum rjeðust þeir þegar á hann, er liann kom að landi. Þegar Stanley var kominn að austurströndinni, lijelt hann norður með landi. Þá var það einu sinni,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.