Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.03.1889, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 29.03.1889, Qupperneq 3
55 eru nú afgreidd í Bandaríkjunum og verður strax byrjað á því með 100 milj. dollara. — Hæsta fjall í heimi hefur fundist á Nýju-Guineu, Mount Hercules, 32,000 fet á hæð. — ís er seldur í Ameriku og Evrópu árlega fyrir 36 milj. kr. Englendingar kaupa, mest frá Noregi, áriega 300,000 ton af honum. — Yjelasýningarhöllin i París er 1260 fet á lengd og 375 á breidd, öll úr járni og engar stoðir undir mæninum; hún kostar 5’/2 milj. kr. — Hússar hafa sett heljarklukku mikla á þann stað, er keisari slapp úr lífsháska, og hringir hún á hverjum degi um það leyti er járnbrautarslysið skeði. Viðbætir. L enskum blöðum, sem ná fram undir miðjan þcnnan mánuð, eru þessar frjettir: Pig-ott, falsbrjefasali, hafði farið frá Frakklandi til Madrid; þaðan hafði hann sent málþráðarskeyti til Englands og beðið að senda sjer peninga. Mál- þráðarskeytið komst i hendur lögreglunnar í Lon- don, sem"þegar lagði drögur fyrir, að hann yrði tekinn fastur í Madrid; tóku lögregluþjónar hús á honum; en fyr en þá varði, tók hann úr farangri sinum hlaðna skammbissu, skaut sig gegn um munn- inn og dó þegar. Morley, þingskörungur í neðri málstofunni í parlamentinu á Englandi, kom fram með þá tillögu á þinginu, að lýsa vantrausti á stjórninni fyrir mis- beiting á valdi sínu gegn írum, en tillagan var felld 2. þ. m. með 339 atkv. gegn 230 (o: 79 atkv. mun). Þykir þetta bera vott um, að menn sje að snúa bakinu við Salisbury; fyr hefur hann haft um 120 atkvæða mun. Serbía. Milan konungur sagði af sjer konung- dómi 0. þ. m., en sonur hans, Alexander, 13 ára gamall, er orðinn konungur í Serbíu í hans stað. Alexander frá Battenberg, hinn fyrverandi vinsæli og ágæti höfðingi í Búlgaríu, er nú kvænt,- ur stúlku af lágum stigum, hinni fríðustu bónda- dóttur. Times nagar sig í handarbökin út af óförum sinum i Parneilsmálinu. 28. f. m. stendur i þvi grein, sem endar svo : „Osk vor er blátt áfram, að láta i ljósi mikla sorg vfir villu þeirri, sem vjer höfum verið leiddir i, og að apturkalla skilyrðis- laust þá hluta af hinum upprunalegu staðhæfing- um, sem vjer getum eigi með heiðri haldið áfram að halda fram“. Kostnaðurinn við málið, er svo mikill, að eigendur blaðsins fá engan arð af þvi, og eru þeir argir út af því. Hin blöðin láta blað- ið fá harða dóma; Pall Mall Gazette segir, að það hafi farið í það illur andi o. s. frv. Yerslunarfrjettir frá Khöfn 27. febr. Vll. Vorull er engin fyrirliggjandi. Haustull, sem kom með Lauru, seldist á 58 aur. pd. með umbúðum. — Lýsi. Af því, sem óselt var við áramót, hefur ljóst gufubrætt hákarlsslýsi selst á 35 kr. 75 a. 210 pd. — Saltfiskur. í jan. og febr. seldist stór, vest- firskur óhnakkakýldur fiskur á 48—50 kr., aust- íirskur 42—44 kr. Hjer um bil 300 skpd. af aust- firskum saltfiski liggja hjer óseld og er haldið i 48 kr. Af þursöltuðum fiski, sem kom hingað í des., komst stór fiskur í 25 kr., en smáfiskur í 21 kr. skpd. — Fiskafli í Noregi hefur til þessa verið rýr, sakir gæftaleysis. — I tlenúa er nú meira af fiski á markaðinum, en þörf er fyrir, og verðið því lágt. Þar er nú boðinn islenskur smáfiskur í stórkaup- um með niðursettu verði. — Harðfiskur, sem lá ó- seldur við áramót, seldist fyrir 60—tíð kr. skpd. — Sauöargœrur seldust á 4 kr. 15 aur. til 4 kr. 25 aur. vöndullinn (o: 2 gærur). — Kindakjöt hefur upp á siðkastið selst á 52 kr. 50 a. tunnan (224 pd.); óseldar um 150 tunnur. — Æðardún er stöð- ugt haldið í 14—15 kr. pd. Reykjavík, 29. mars 1889. Yeðráttau hefur verið ágæt þessa dagana, hæg hláka og sólskin. Fiskalli er enn mjög stopull og fiskurinn næsta rýr og koraður. Valtýr Luðmundssou cand. mag. varð doktor i heimspeki 9. febr. fyrir mikið rit um heimilishús hjer á landi i fornöld. Andmælendur voru tí og stóð dispútatían yfir i 5 klukkutima; fjekk ritið lof, enda er það um merkilegt efni. Sigurður Eggertssou Briem tók embættispróf við háskólann i stjórnfræði 2tí. jan. þ. á. með II. einkunn. Laura kom á laugardaginn var og fór á mánu- daginn. Höfðu Revkvíkingar mikið að gjöra um helgina. Með henui fór landshöfðingi M. Stepkensen og frú hans, sömuleiðis kaupmenn o. fl. Búnaðarskólinu á Hólum hefur liingað til að eins verið styrktur af tveimur sýslum, Skagafjarð- arsýslu og Húnavatnssýslu. Nú er í ráði að Eyja- 56 að „Lady Alice“ renndi upp á bak á nykri, sem var í kafi, og var það mesta mildi, að skepnan mölvaði þá eigi bátinn í þúsund mola. Eptir liðugan hálfan mánuð var Stanley kominn að norðausturhorni vatnsins. Þar er bær, sem heitir Mui- wanda; þar var Stanley 24. mars og var þá kominn norður yfir miðjarðarlínuna. Þaðan hjelt Stanley vest- ur með landi og komst þá í ýmsar liættur, því að lands- búar voru djarfir og áræðnir. Einn sinni kom hópur frá landi og ljet ófriðlega. Þeir reru út að „Lady A- lice“, hlupu upp á hana og skoðuðu liana í krók og kring. Við þetta urðu þeir enn áleitnari og fóru að kasta grjóti. Einn steinninn þaut rjett fram hjá and- liti Stanleys; varð liann þá fljótur til og hleypti af skammbyssu sinni. Þá varð svertingjum svo bilt við, að þeir steyptu sjer útbyrðis og syntu til lands. „Kom- ið aptur vinir“, Ijet Stanley túlkinn kalla á eptir þeim. Komu þeir þá aptur hlægjandi og sögðu í sííellu, hver framan í annan, eins og þeim fannst skothljóðið vera: „Bum! bum ! bum !“ Þaðan hjelt Stanley lengra vestur með landi til eyju mikillar, sem heitir Uvuma. Þar var ákaíiega jfjöl- bygt. Heita eyjarskeggar Wavumaar. Kéðust þeir á Stanley og drájm af honum einn mann, og komst hann með illum leik úr höndum þeirra. Að vestanverðu við 53 það viðkvæðið: „Koinið þið bráðnm aptur. komið inn- an skamms. Þið skulið jafnan vera velkomnir." För Stanleys var eins og siguríör. „Vjer vorum glaðir og hressir í liuga, og íánnst. eins og heimurinn væri okkar eign“, segir Stanley. Þegar menn komu í nánd við Viktoríuvatnið, urðu menn frá sjer numdir af gleði, og þegar þeir, sem fremstir voru, sáu vatuið, æptu þeir húrra. Frank Poeock hljóp íram með og kom þegar aptur, veiíandi hattinum, frá sér numinn at fögnuði og hrópaði : „Jeg hef sjeð vatnið. Það er störkostlegt.“ Ailir flýttu sjer upj> á liæðina. Sólin stafaði á vatninu og það náði svo langt sem augað eygði. Menn ætlaðu að verða trylltir af gleði og liófu upp söng um vatnið. Þegar þangað kom, var tekið vel á inóti þeim og bauð sveitarhöfðinginn, Kaduma, þeim gistivináttu sína, og tók Stanley feginsamlega móti henni. Fóru menn nú að búa um sig, því að þeir ætluðu að hvílast þar um tíma, enda var mönnum þörf á slíku. Menn höfðu verið á leiðinni í 103 daga og gengið liðugar hálftann- að hundrað mílur eða hjer um bil eins langan veg og frá íslandi til Edínborgar, sem er syðst á Skotlandi.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.