Þjóðólfur - 12.04.1889, Qupperneq 1
Kemur ftt á t'Ö8tudags-
morgna. Verð árg. (60
arka) 4 kr. (erlendie 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÖLFUR.
Upi>8Ögn skrifleg, bun<i-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XLI. ár;
Rcyhjarík föstudagmn 12. apríl 1889.
Nr. 16.
Depot og Eiieforhandler for Island
söges for vore Fabrikater:
Soda & Seltersvand
Medicinske Minerálvande
Specialiteter i Mousserende Fmgt og Vin-
limonader, Svensk Sodav. og Afholden-
hedsdrikke.
Skriftlig Henvendelse besvares og nær-
niere meddeles.
S0DRING & CO,
Kgl. privil. Mineralvandsfabrik og Brnndanstalt.
Kjobenhavn 0. 119
Sveitkosin lög.
- —0^0-
Lög þao, er yjer viijum kalla sveit-
kosin lög, er sjerstök tegund laga, sem
eiga sjer stað sumstaðar i útlöndum t. d.
í Bandaríkjum og Canada, og kallast
þau á ensku Local option. Þeim er
þannig liáttað, að lög eru samin og sam-
þykkt um eitthvert efni, en það ákvæði
haft í þeim, að hvert sveitarfjelag í land-
inu megi ráða, hvort lögin skuli gilda
hjá sjer eða ekki. Úr þessu er skorið
með meiri hluta atkvæða í sveitarfjelag-
inu, þannig að greiði meiri hluti atkvæð-
isbærra manna atkvæði með því, að lög-
in skuli gilda þar, þá gilda þau í sveit-
inni, en annars ekki, ef meiri hluti er
á móti. Tryggilegast þykir að atkvæða-
munur sje nokkuð mikill, t. d . að tveir
þriðju atkvæða sjeu með. Venjulega
gilda slik lög að eins um eitt ár, og er
þá greitt atkvæði um þau árlega.
Það liggur í hlutarins eðli, að það eru
ekki nerna örfá atriði löggjafarinnar,
sem það getur átt við að setja slík lög
um. I Bandarikjunum eru þess konar
lög að eins sett um skóianám almenn-
ings og um vinsöluleyfi. Slík skólalög
eru kölluð skylduskólalög (compulsory
school laws), í þeim er tiltekið að öll
böni á vissum aldri skuli ganga á al-
þyðuskola, eða að full trygging sje fyr-
ir, að þail nemi hið sama, og ekki lakar,
sem kennt er í alþýðuskólunum, sam-
þykki menn með ineiri hluta atkvæða
í því eða þvi hjeraði, að lögin skuli
gilda þar, þá fá þau þar gildi. annars
ekki. Að vísu hafa slík lög ekki verið
samin í öllum ríkjunum, en einatt verða
það fleiri og fleiri, sem aðhyllast þau.
Með lögum um vínsölubann hefur sölu
áfengra drykkja og þar af leiðandi
drykkjuskap verið byggt út úr stórum
hjeruðum, þar sem meiri hluti manna í
ýmsum sveitum er saman liggja, hafa
greitt atkvæði með lögunum um vinsölu-
bannið.
Mörgum kann að finnast það eitthvað
óeðlilegt, að löggjafarvaldið setji lög,
sem þó ekki þegar fái lagagildi, en þess
ber að gæta, að engin iög, hversu góð
sem þau eru, geta komið að tilætluðum
notum, nema þau hafi meðhald eða stuðn-
ing í meðvitund þjóðarinnar, því sje al-
menningur móttallinn einhverjum lögum,
þá er hætt við að menn mundu ekki
spara að reyna að fara í kring um þau
og þverskallast við að hlýða þeim, svo
að þau yrði ekki nema dauður bókstaf-
ur, þótt þau kynnu að vera mjög góð í
sjálfu sjer. Þess vegna er það, að lög,sem
ekki er hlýtt, eru verri en ekki neitt,
því auk þess sem þau eru gagnslaus,
ala þau upp i mönnum virðingarleysi
fyrir lögum yfir höfuð og er slíkt skað-
ræði fyrir hverja þjóð.
Sjerstaklega á þetta sjer stað um þau
lög, sem ekki munu þykja beinlinis nauð-
synleg, en geta þó verið nytsamleg, þeg-
ar allur þorri manna er fús á að hlýða
þeim. Sjeu einhver slík lög, sem það
getur átt við, samin með því ákvæði, að
hvert sveitarfjelag megi sjálft ráða, hvort
það viiji hafa þau, þá er einstökum á-
hugamönnum, sem sjá gagn þeirra, þar
með gefið tilefni til, að sýna sveitung-
um sínam í'ram á, hve miklu góðu þau
gæt.u til leiðar komið, og reyna að sann-
færa þá um, hve ákjósanlegt værí að
hafa slík iög, og þegar svo er komið, að
allur þorri manna í sveitinni er kominn
á þá skoðun, að slik lög yrðu til góðs,
þá er trygging fengin fyrir, að lögunum
yrði hlýtt, og þá fyrst er tíminn kom-
inn til að lögin fái jiar gildi, fyr ekki.
Að þessu leyti hafa sveitkosin lög einn
kost, sem að visu er öbeinlínis kostur,
en þó mjög mikilsverður. Hann er nfl.
sá, að þau gefa sveitabúum tilefni til að
hugsa meira um sin eigin málefni, en
ella, og hagræða þeim eptir því, sem eig-
in hyggindi og vaxandi reynsla kennir
þeim að best sje. Sveitkosin lög eru
þannig mikilsvarandi meðal til að kenna
mönnum að stjórna sjer sjálfir.
Á síðasta alþingi var meðal annars
borið upp frumvarp um alþýðumenntun,
i er ákvað að börn yrðu, til þess að geta
fengið fermingu, að hafa náð vissri þekk-
| ingu í helstu almennum námsgreinum, og
voru þannig skyldunámslög, en frum-
varpið flell. I rauninni voru lög þessi
mjög góð, en hætt er við, að þó þau
hefðu náð samþykki alþingis og siðan
staðfesting konungs, að það hefði farið
úm þau, sem sum önnur lög hjer á landi,
að þeim hefði ekki verið allstaðar hlýtt,
| og þau svo ekki orðið að tilætluðum not-
um. Hefði ákvæði verið i þeim á þá
\ leið, að íbúar hvers prestakalls eðajafn-
vel hverrar sóknar hefðu mátt ráða með
! meiri hluta atkvæða, hvort lögin skyldu
gilda í prestakallinu eða sókninni, þá
getum vjer ekki betur sjeð, en að öllum
hefði mátt þykja lögin í mesta máta
! æskileg; að minnsta kosti skiljum vjer
| ekki, að andmælendur laganna á þinginu,
hefðu getað álitið þau þó svo óeðlileg
og kúgunarleg, sem þeim þóttu þau vera,
eins og þau voru úr garði gjörð, þar sem
íbúar hverrar sóknar hefðu eigi þurft
að hafa þau fremur en þeir sjálfir hefðu
viljað. Vjer teljum víst, að svipuð lög
um al þýðumenntun verði borin upp á
næsta þingi, og vildum þvi óska, að
menn gætu orðið á það sáttir, að hafa
þau sveitkosin. Vjer skiljum ekki, að
neitt geti verið í íslenskri löggjöf því
til hindrunar. x.
Landssjóður og stórfyrirtæki,
Því verður ekki neitað, að margt hef-
j ur breyst til batnaðar hjer á landi á síð-
j ari tímum. Þekking manna hefur vax-
j ið á því, sem til framfara og umbóta
horfir, og vilji manna og áhugi hefur
aukist að gera eitthvað i þá átt og talsvert
| verið gjört, sem miðar til framfara. En
samt sem áður hefur það allt verið og verður
j í smáum stýl og minna miklu, en gjör-
! ist í útlöndum, þvi að fyrst og fremst