Þjóðólfur


Þjóðólfur - 12.04.1889, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 12.04.1889, Qupperneq 2
er áhuginn því miður ekki almennur og þótt viljanu bresti ekki, þá hafa menn eigi efni á, að ráðast í nein stórfyrir- tæki. Landsbóndinn hefur ekki efni á að sljetta nema lítinn blett, í mesta lagi dagsláttu á árí í túnínu hjá sjer, hvað þá heldur rækta mörgum sinnum stærra land, en túnið er; sjávarb. hafa eigi efni á að koma upp þilskipastól o. s. frv. Ef enginn lagi á liði sínu og hver legði sitt fram til endurbóta og framfara, mundi það þó hafa mikinn árangur, því safn- ast þegar saman kemur. En á þennan hátt verða þó framfarirnar seinfærar og jafnan í smáum stýl, og með því kom- ast eigi á ýms stórfyrirtæki, sem land- inu eru nauðsynleg. Yjer Islendingar þurfum að brúa ár, gjöra vegi, eignast gut'uskip til að fara með ströndum fram, svo að vjer þurfum eigi að sæta afar- kostum útlendinga og gjörræði þeirra á gufuskipaferðum umhverfis landið, og getum hagað þeim eptir því sem best á við; vjer þurfum og að sjá söfnum lands- ins, t. d. forngripasafninu, fyrir húsrúmi. o. s. frv. — Þó að sumum kunni i fljótu bragði að sýnast svo, sem hjeraðsbúar, er góðs njóta af brúargerð á stórá, eigi að kosta brúna að mestu eða öJlu leyti, þá hafa þeir þó ekki ije til þess, og að minnsta kosti mundi þá seint verða af brúargjörðinni. Sama er að segja um gufuskipaferðirnar. Það getur vel verið að það borgaði sig fyrir einstakan mann, að eiga gufuskip hjer á landi, en það er enginn fær um það, og þótt svo væri, mundi enginn ráðast í það. Líkt er öðr- um stórfyrirtækjum varið, sem landinu eru nauðsynleg og ómissandi. Þau geta ekki komist á, nema landið sjálft, lands- sjóður, kosti þau. Það er og verður hans verk, að koma þeim á, ef þau eiga nokk- urn tíma að komast á. En eins og fram- fara viðleitni hjá einstökum mönnum hef- ur hingað til verið í smáum stýl, þann- ig hefur landssjóður eigi unnið mörg stórvirki síðan íslendingar fengu umráð yfir sinu eigin fje. Hið eina stórvirki, sem kostað hefur verið af landssjóði, er þinghúsið, og annað er á leiðinni, Olves- árbrúin, sem landssjóður á að kosta að miklu leyti; en menn muna víst, hversu erfitt það mál hefur átt uppdráttar. Svo mun einnig verða hjer eptir um önnur stórfyrirtæki, sem landssjóður ætti að kosta, að þau munu mæta mótspyrriu og eigi komast á, fyr en seint og síðarmeir og ef til vill aldrei. Þess vegna væri mesta nauðsyn, að ákveða með lögum, að eigi megi skerða vissan hluta viðlaga- sjóðsins og að vöxtunum þar af skuli ár- Jega varið til einhvers stórfyrirtækis, sem landinu væri til gagns og sóma. Ef landstekjurnar að öðru leyti eigi dygðu til annara nauðsynlegra útgjaida, yrði að leggja á nýjar álögur til landssjóðs eptir þörfum. Þessi óskerðilegi hluti viðlagasjóðsins mætti helst ekki vera minni en 1 miljón króna. En það er nú öðru nær, en að viðlagasjóðurinn sje nú svo mikill; mætti því byrja með minni upphæð og auka svo við, jafnskjótt sem mögulegt væri, þangað til komin væri 1 miljón, og að því ætti öll viðleitni vor að stefna. En slíkt er eigi hægt, nema með nýjum álögum til landssjóðs. Þó að búast megi við, að mörgum falli þær illa, treystum vjer því, að allir hinir skynsamari menn þjóðarinnar sjái, að sJíkt er landinu fyrir bestu og, eins og nú er komið, alveg óhjákvæmilegt. Menn mega ekki vonast eptir, að landssjóður t. d. brúi fyrir þá ár og bæti vegi þeirra o. s. frv., ef þeir vilja ekki leggja meira fram til landssjóðs. En meðan allt af má grípa til viðlaga- sjóðsins, hvað mikið sem áhrökkur til ár- legra útgjalda, munu menn þó kynoka sjer við að leggja á nýjar álögur, af því að eigi sje þörf á slíku. Það hefur ver- ið aðalástæða sumra, sem hafa verið á móti tollunum á undanförnum þiugum, að eigi væri þörf á þeim, þar sem við- lagasjóðurinn væri svo ríkur. Þannig segir nefndin í tollmálinu í efri deild á síðasta þingi: „Nefndin sjer enga nauð- syn á að auka landstekjurnar með nýj- um tollum, þótt nokkur tekjuþurður sje fyrirsjáanlegur“ (Alþ.tíð. 1887, 0, bls. 348). En ef menn halda þessu áfram, að láta ganga á viðlagasjóðinn og eyða þannig því, sem áður hefur safnað verið, munu fá og ef til vill engin veruleg stórfyrirtæki verða unnin. En ef nokk- ur hluti viðlagasjóðsins, er festur og far- ið er eptir tillögu vorri hjer að framan, mun rísa upp hvert stórvirkið á fætur öðru, hinni núlifandi kynslóð til virð- ingar og sóma í augum eptirkomend- anna og eptirkomendunum til ómetan- legra hagsmuna. Reykjavík. 12. apríl 1889. Tíðarfar hið sama og að undanförnu. Að norðan og vestan að frjetta sömu tíð og hjer; víðast næg jörð, en þó haglít- ið eða jafnvel haglaust á stöku stað, eink- um til fjalla og fram til dala. Ofsaveður gjörði á Austfjörðum 18. febr. Á Seyðisfirði fuku nokkrir bátar og stórt hús er Norðmenn áttu. Jóu Jónsson, alþingismaður Norður- Þingeyinga, hefur í vetur haldið þing- málafundi í hverjum hreppi í kjördæmi sínu og hefur mælst mjög vel fyrir því. Búnaðarskólinn á Hólum. Á fundi sýslunefnd. i Eyjafjarðarsýslu snemma í f. m. „var sýslunefndin einhuga á því, að ganga í búnaðarskólasamband við vestursýslurnar (o: Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslur um Hólaskóla), ef Þingey- arsýsla gengi einnig í sambandið11, seg- ir Norðurljósið. Er það gleðiefni vegna Hólaskóla, því að vonandi er, að Þing- eyingar láti elrki standa á sjer til efling- ar jafnnauðsynlegu fyrirtæki. Aflabrögð eru enn lík og að undan- förnu hjer við flóann, nema hvað fiskur- inn hefur færst innar. í fyrra dag varð t. d. vel vart vestur á Sviði. — Fisklítið á ísafirði er póstur fór þaðan seint í f. m. Undir Jökli allgóður afli allt til siðustu mánaðamóta. Skipkomur. 10. þ. m. komu hingað 2 gufuskip frá Noregi, sem ætla að vera við hvalveiðar vestan lands í vor og sum- ar; þau fóru i nótt hjeðan til Onundarfjarð- ar. — S. d. kom hingað Margrethe, skipstj. Guðmundur Kristjánsson, frá Khöfn með vörur til kaupm. Gr. Zoega; hann keypti skip þetta erlendis í haust og ætlar það til fiskveiða. Með því kom skipstj. Edi- lon Gríinsson, bókbindari Árni Þorvarð- arson og annar bókbindari danskur. — S. d. kom einnig Island, timburskip frá Mandal í Noregi. — Kaupskip kom til Stykkishólms 25. f. m. Mannalát og slys. Með norðanpósti frjettist, að dáin væri frú Sigríður Ein- arsdóttir í Kaupangi í Eyjafirði, eklíja sjera Björns Halldórssonar 1 Laufási. Nýlega er dáinn merkisbóndinn Egill Guðmundsson á Þórustöðum á Vatns- leysuströnd eg Helgi Sveinbjarnarson á Hlíðarfæti í Borgarfjarðarsýslu. — 5. þ. m. Jjest hjer í bænum trjesmiður Jón Simonarson úr sullaveiki. — 29. f. mán. drukknuðu 2 menn niður um ís á Hauka- dalsvatni í Dölum, Jónas Jónasson áKet- ilsstöðum í Hörðudal „ungur maður ný- kvæntur, efnismaður og valmenni“ og Jón Benediktsson bóndi á Vörðufelli á Skógar3trönd, „Jiinn mesti fjör- og dugn- aðarmaður. Þeir höfðu, líklega af ókunn- ugleika, riðið of nærri árósi þeim, sem í

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.