Þjóðólfur - 12.04.1889, Síða 3
63
vatnið fellur. Lík Jónasar er fundið.
Svo stóð á ferð þeirra, að þeir voru kvadd-
ir til að vera við jarðarför Gruðíinnu Jóns-
dóttur frá Hömrum í Haukadal, sem átti
að jarðast 30. mars. Hún var amma Jóns
Benediktssonar og ekkju Jónasar sál.
Hún var á sjöunda ári yfir áttrætt, er
hún dó, og hafði verið kvennskörungur
hinn mesti“.
Útlendar frjettir
eptir dönskum blöðum, sein ná til 24. f. m.
Á Frakklandi hefur enn gengið all-
mikið á. Stjórnin hefur bannað fjelag
eitt, sem nefndist Pjóðvinafjelag, af þvi
að það hefði leynilegar æsingar í frammi,
er hættulegar væru fyrir ríkið. Húsleit-
ir voru gjörðar, þar sern fjelagið hafði
beykistöðu sína, og tekin brjef og skjöl
svo þúsundum skipti, sem tilheyrðu fje-
laginu. Rannsókn var hafin gegn ýms-
um fyrirliðum þess, þar á meðal nokkr-
um þingrnönnum og jafnvel ákveðið, að
höfða sakamál gegn þeim. Fjelag þetta
hefur verið máttarstólpi Boulangers og
og studdi hann til sigurs við kosning-
arnar 27. jan. Alit hans virðist heldur
í hnignun.
Peningastofnun ein mikil, Comptoir
d’Escompte. í París hefur að undanförnu
verið með í fjelagsskap nokkrum, til að
ná undir sig allri koparverslun heims-
ins; hafði fjelag þetta keypt. kopar fyr-
ir 700 miljónir franka, en allt þaðfyrir-
tæki misheppnaðist og áðurnefnd pen-
ingastofnun fór á höfuðið, ekki opinber-
lega samt, því að þessu átti að leyna í
lengstu lög. Formaðurinn f'yrir stofnun-
inui skaut sig og þá renndu menn grun
í gjaldþrot hennar, þustu hópum saman
til að heimta innlög sín í stofnuninni og
lá við upphlaupi. Stjórnin vildi fynr
hvern mun afstýra öllum vandræðum og
fyrir hennar tiistilli lánaði Frakklands-
banki peningastofnuninni 100 miljónir
franka, en svo kom það upp úr kafinu,
að 40 miljónir vantaði enn. Ymsir auð-
menn hlupu þá undir bagga og lánuðu
20 railjónir og Frakklandsbauki aðrar 20
miljónir í viðbót. Að því búnu gaus sá
orðrómur upp, að Frakklandsbanki sjálf-
ur, og jafnvel fleiri bankar, stæðu ekki
sem best, og fjellu hlutabrjef hans ógur-
lega. Þó virðist svo sem honum sje
engin hætta búin.
Parnell og Times. Blaðið Times fer
hverja hrakförina á fætur annari í mál-
inu við Parnell. Eitt vitni, Welsh að
nafni, sem Times reiddi sig mikið á,
hvarf, áður en það var yfirheyrt, og ann-
að vitni, Coffey, bar það, að skýrslur þær,
sem það hafði gefið blaðinu um íra, væru
allar ósannar. Málinu var frestað um
tíma til 2. þ. m. Vegur og gengi Parn-
ells meiri en nokkru sinni áður, eigi að
eins á Englandi og Irlándi, heldnr og í
Ameriku; þar var haldinn fundur í Fíla-
delfíu af 5000 manns til að láta í ljósi
traust á Parnell og hans málstað til styrkt-
ar. Móðir hans var á fundinum; var
henni þar tekið með hinu mesta gleði-
og fagnaðarvpi; á f'áum mínútum var
safnað 10,000 dollurum handa Irum heima
fyrir og þeirra flokki. — Flokkur Grlad-
Stones verður æ fjölmennari. Við tvær
aukakosningar til þingsins voru menn
úr hans flokki kosnir, í Gorton 23. f. m.
og áður í Kennington í London, þar
sem íhaldsmenn hafa haft mikinn meiri
hluta.
í Pest á Ungverjalandi enn allróstu-
samt. A þinginu haf'a rósturnar verið
svo miklar, að skotvopnum hefur jafnvel
verið beitt í sjálfu þinghúsinu.
í Kristíauíu var nýlega verkfall með-
64
„Látum Mtesa dæma um, hvað er sannast“, sagði
hinn þriðji.
En það var dómur Mtesa, að hvítir menn væru
betri en Arabar, liann liefði aldrei heyrt livítan mann
segja ósatt, og „þess vegna tel jeg þeirra bók betri, en
bókina um Múhameð“.
„Já, látum oss trúa á bók hvitra manna“, sögðu
hinir í einu liljóði og var með því kristin trú samþykkt.
Ófriðnum við Wavumaa lijelt áfram. Einu sinni
náði Mt.esa einum gömlum höfðingja úr liði fjandmann-
anna og ætlaði hann nú að hefna sín duglega, með því
að brenna hann lifandi.
„Nú skaltu sjá, Stamlih", sagði hann, „hvernig
Wavumahöfðingi deyr, og hversu Wavuinaar verða skelk-
aðir“.
„Hvað stendur í hinni heilögu bók, sem þú nú trú-
ir á?“ spurði Stanley alvarlega. „Ojer skuluð elska ó-
vini yðar, gjöra þeiin gott, sem yður liata. Þú skalt
elska náunga þinn, eins og sjálfan þig!“
En þessi maður er Wavumai og hefur gripið til
vopna gegn mjerw.
„Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vjer og fyrir-
gefum vorum skuldunautum“, segir bókin.
„En á jeg þá eigi að liefna fyrir dráp sendiherr-
anna og uppáhaldsdrengsins míns?“
61
fjölda af svertingjum, þeir hljóðuðu, hikuðu sig og á
meðan koinst Stanley frá landi. Nú ætluðu villimenn
að elta hann á bátum, en Stanley skaut mennina til
bana og bátana í kaf, svo að þeir leituðu undan. Svert-
ingjar hrópuðu á eptir þeim: „Farið þjer þá og deyið
í vatninu!“
Nú var Stanley og menn hans illa staddir. ára-
lausir, matarlausir, hungraðir og þreyttir. og svona
máttu þeir vera á þriðja dag. Þá fyrst komu þeir að
lítilli eyðieyju. Þar fundu menn ávexti, Stanley skaut
þar tvær endur, svo að menn gátu sefað hungur sitt.
Síðan bjuggu menn til nýjar árar ogkomu eptir nokkra
daga suður til fjelaga sinna, er verið höf'ðu eptir fyrir
sunnan vatnið. Varð þar fagnaðarfundtir og gleði meiri,
en frá megi segja. Það var að eins eitt, sem dró úr gleð-
inni. Friðrik Barker var hvergi að sjá; Frank benti
Stanley með tárin í augunum á gröf hans.
IV. kapítuli.
Stormur. — Nangu! Nangu. — Bók hvítra manna. — Aö brenna lifandi. —
Kastalinn. — Friöur. — Há fjöll. — Víkingur.
Friðrik Barker hafði dáið af sóttveiki 22. apríl, og
harmaði Stanley dauða lians, því hann hafði verið besti
drengur. Einn af Zanzibarmönnum liaf'ði reynt að gjöra