Þjóðólfur - 12.04.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.04.1889, Blaðsíða 4
64 al prentara, svo að það varð að fá prent- ara frá útlöndum. Vatnavextir «ff stórfióð komu mikil i f. m. á Englandi, einkum í Suðvestur- klutanum, og gerði stórtjón á húsum, járnbrautum og öðru. Mest var flóðið i Bristol. í K'höfn var búist enn einu sinni við bráðabirgðarfjárlögum ; umræðunum um fjárlögin var eigi Jokið í fólksþinginu fyr en 15. f. m. ísinn í Eyrarsumli var enn nokkur 24. f m„ en var að fara, svo að segl- skip gátu komist frá Höfn og gufuskip gátu farið óhindruð um sundið. Konungurinn í Hollandi, sem hefur lengi verið veikur, er á engum bata- vegi og talið víst. að hann mundi deyja innan skamros. Ritstjúri einn í Ameríku hefur ný- lega verið skotinn. Hann hjet Dawson og var ritstjóri við The News and Courier í Charleston. Það var læknir nokkur, sem skaut hann. Anderson, sendiherra Bandarikjanna í Kaupmannahöfn, fer nú frá, en í hans stað kemur sænskur maður, Enander, sem nú er ritstjóri við blaðið Hemiandet í Chicago. Smávegis. A: „Mikið skelfinar er jeg farinn að verða minn- lslaus, það sem jeg t. d. geri i dag, er jeg búinn að steingleyma eptir 2 daga“. H: „Það er undarlegt. En eptir á að hyggja, þú munt ekki geta lánað mjer 100 kr. svo sem vikutima?" Auglýsingar. í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þuinlung dálks-lengdar. Borgun út 1 hönd. Til hagnaðar fyrir laugahúsið! Laugardaginu hinn 13. apríl heldur cand. jur. Klomens Jónsson, í Good- templarhúsinu íyrirlestur um „Jörund hundadagakóng“. Hann hefst kl. 8 ]/2- Aðgöngumiðar kosta 50 aur., og fást lijá póstm. 0 Finsen á laugardaginn kl. 10—2 og 4—7 og við innganginn. 121 Fr í m erki. íslensk frímerki eru keypt fyrir liátt verð og peninga út í hönd, eða í skiptum fyrir útlend fri- merki, ef þess er ðskað. Brjef með t.ilboðum og frímerkjum sendist til F. Seith, Admiralgade 9. Kjöbenhavn K. 122 PJÁRMARK Áma prests Björnssonar á Sauðár- krók er: Stýft hægra, gagnbitað; tvistýft aptan vinstra, vaglskora framan. 225 c Ekta anilínlitir 6*j 4— 9? fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og ás í verslun 5 5 STURLU JÓNSSONAR 7Z -4H Aðalstræti Nr. 14. "—• gj; w •JPÍIUJIIU* KJHIÍ 123 FUNDUR í STÚDENTAFJELAGINU laugardag- inn 13. apríl kl. 9V2. Rætt um skemmtanir á sumar- daginn fyrsta. Söngfundur kl. 6. Dr. med. W. Zils, læknir við konung- legu liðsmanna-spítalana í Berlín ritar: Bitterinn „Brama-lífs-elexír“ er fram- úrskarandi hollt og magastyrkjandi meðal. Berlín. Dr. med. W. Zils. Einkenni á vornm eina egta Brnma-lífs-elixír ern firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljðn og gullliani, og iunsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan- um. Mansýeld- B ídlner & Lassen, sem einir bda til hinn verðlaunaða Brama-lifs-elixir. Kaupmannahöín. Vinnustofa: Börregade No. ti. 124 Eigandi og ábyrgðarmaðuí: Þorleilur Jónsson, tanil. phil. Skrifstofn: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Kymundssonar. 62 samsæri með innlendum mönnum gegn Frank og fylgd- armönnum Stanleys, en það hafði komist upp. Að öðru leyti liafði allt gengið vel. Eptir að Stanley hafði hvílst nokkra daga, fór hann að búast til ferðar, ætlaði liann að fara sjóveg norður til Mtesa. Eptir mikla fyrirhöfn fjekk liann loks lánaða 27 báta og lagði af stað 29. júní 1875. Um daginn kom stormur. svo að þeir náðu eigi þangað, er þeir ætluðu, og urðu að sigla um nóttina, en þá fóru nokkrir smábátar að liðast sundur. Stanley missti mikinn farangur, en gat frelsað alla frá að drukkna, svo að menn voru glaðir og lofuðu guð. „E1 hamd — ul illa.li!“ (guð veri lofaður) kölluðu íýlgdarmenn Stanleys hástöíum. Nú varð Stanley að gjöra við bátana, og þar að auki varð hann að selflytja menn og fólk. Hann tók sjer stöðvar á eyðieyju í nánd við Bumbireh ogvíggirti búðir sínar. Þangað komu menn frá Mtesa; þegar hann tjekk að vita um aðfarir Megassa, sendi hann menn í allar áttir til að leita að Stanley og var þetta ein seudi- sveitin. Nú varð lið hans 470 manns og þurfti hann því eigi að vera hræddur við svertingjana í Bumbireh. Samt, sem áður reyndí hann til með öllu móti að hafa frið við þá, en þeir hrópuðu á móti: „Nangu! Nangu!“ (nei, nei). Það var því ekki undanfæri og varð 63 Stanley að skjóta á þá og draji af þeim margt raanna. Síðan gekk ferðin slysalaust og kom Stanley 20. ágúst aptur t.il Mtesa. Þegar Stanley kom aptur, voru Wavumaar á eyj- unni Uvuma búnir að gjöra uppreisn gegn Mtesa og fjekk Stanley því eigi að fara frá honum. Mtesa liafði safn- að liði, 150 þús. manns, en Wavumaar höfðu að eins 20 þús. manns, en þeir höfðu fengið skipalið mikið, 150 báta með hraustum liðsmönnum sjer til hjálpar. Þeir voru sjómenn góðir og gjörðu Mtesa mikinn skaða. Ept- ir að Stanley kom, drápu þeir sendiherra frá Mtesa og uppáhaldssvein hans og varð Mt.esa við það æfareiður. Meðan Stanley dvaldi hjá honum, skýrði hann Mtesa og hirð hans frá furðuverkum náttúrunnar og framför- um í Evrópu. Hanii skýrði honum frá kristinni trú, lagði út nokkuð af biblíunni fyrir honum oghvattihann til að kristnast. Kom svo, að Mtesa kallaði höfðingja sína á ráðstefnu og bar undir þá, hvort þeir heldur skyldu trúa á Isa (Jesús) og Músa (Móses) eða Múhamed. „Látum oss taka þá trú, sem best er“, sagði einn höfðingjanna. „Já“, sagði annar, „en það er ekki gott að vita, hver er best. Arabar segja, að sín bók sje best, en hvítu mennirnir, að sín bók sje best, — hvernig eigum vjer svo að vita, hvað er sannleikur?“

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.