Þjóðólfur - 20.04.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.04.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudagB- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgisl fyrir 15. jöli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bund- in viö áramöt, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reyk,javík laugardaginn 20. apríl 1889. Nr. 17. Depot og Eneforhamller for Island söges for vore Fabrikater: Soda & Seltersvand Medicinsfre Mineralvande Specialiteter i Mousserende Frugt og Vin- limonader, Svensk Sodav. og Afholden- hedsdrikke. Skriftlig Henvendelse besvares og nær- mere meddeles. S0DRING & Co. Kgl. privil. Mineralvandsfabrik og Brondanstalt. Kjobenhavn 0. 120 Umsjón og fjárhald kirkna. Herra ritstjóri! "Þjer hafið í vetur — eins og optar — látið Þjóðólf færa lesend- um sínum ýmsar stuttar greinar um lands- mái, er væntanlega verða rædd á næsta alþingi. Þetta er mjög þarflegt, og gef- ur tilefni til þess, að málin verða hugs- uð og rædd fyrir þing, bæði afkjósend- um og þingmönnum sjálfum; má því vænta, að þau fái þannig betri undir- búning. Málið um „búsetu fastakaupmanna11 tel jeg afarnauðsynlegt, og vonandi er, að þingmenn yfir höfuð gjöri sjer far um að koma því fram sem fyrst. Hið sama má og segja um „launamálið“. Það þarf endurbótar við. Að öðru leyti fer jeg ekki frekara ut í þessi mál hjer, því það er ekki tilgangur minn með línum þess- um. En ef þjer viljið leyfa mjer að „leggja orð í belg“, ætla jeg að velja annað umtalsefni í þetta sinn. Mjer virðist, að við ýms fleiri lög þurfi breytingar og viðauka, jafnvel þótt sum þeirra sjeu ekki gömul. Þar á meðal tel jeg: Lög um umsjon og fjárhald kirkna frá 12. maí 1882. Lög þessi eru sjálfsagt orðin til af því, að þorri þingmanna að minnsta kosti og líklega allir, sem höfðu hugsað málið, voru sannfærðir um, að það horfði til mikilla framfara, að söfnuðirnir tæku að sjer fjárhald kirknanna, og settu kirkju- sjóðina á vöxtu. Þetta er líka svo auð- skilið, að það mun naumast þurfa útlist- unar við. Flestir vita, að sá sjóður, sem er á vöxtum og vextirnir árlega lagðir við höfuðstólinn, vex mjög á fáum árum, og margfaldast því meira, sem tíminn er lengri. Yið þessa kirkjusjóði eiga enn fremur að leggjast hinar árlegu tekjur kirkjunnar að frádregnum 6 af 100, sem eiga að vera innheimtu- og ómakslaun sóknarnefndanna. (Þá falla lika niður skoðunarlaun kirkjureikninga, sbr. 4. gr. i nefndra laga, og eins hluti sá, sem prest- ar nú taka fyrir „verslun gjalda“). Með löngum tíma má því telja vist, að kirkj- j ur yfir höfuð yrðu ekki einungis sjálf- j bjarga, heldur margar hverjar svo auð- ugar, að þær mætti byggja vandlega og prýða, svo þær gætu fullnægt vaxandi fegurðartilfinning safnaðanna; jafnvel orð- ið megnugar að eignast fyrir eigið fje, | smá-orgel (harmonium) og launa organ- I istum. Þannig gæti þetta einnig orðið besta styrktarmeðal til að bæta úr hin- um tilfinnanlega skorti á góðum kirkju- | söng, sem um leið efldi söngkunnáttu yfir höfuð í landinu. Miklar líkur eru til, að allmargar kirkjur gætu að lokum eignast svo mikla sjóði, að afnema mætti hin árlegu kirkjugjöld, afþviþær þyrftu þeirra ekki við. Aptur á móti eru litlar líkur til, að 4- stand kirknanna batni að mun, á með- an gamla fyrirkomulagið viðhelst, nfl., að kirkjusjóðirnir sjeu látnir liggja á- vaxtarlausir hjá prestunum ár frá ári. Það má einnig álíta það velgjörning við prestana sjálfa — eða að minnsta kosti við prestsekkjurnar — að losa þá við fjárhald kirknanna. Flestir munu hafa heyrt presta kvarta undan þessari inn- heimtu og þessu fjárhaldi, og telja sjer það byrði. Reynslan sannar þetta opt með þeim. Kirkjutekjurnar renna inn í biiið, án þess það sjáist, sem menn segja, ' en þegar presturinn fellur frá, er þó kirkju- sjóðurinn, ef til vill, orðinn allmikill og þá verður ekkjan — ofan á það að verða opt hjálparlítill einstæðingur og svipt þeim tekjum, sem hún hefur vanist — að borga út allan kirkjusjóðinn. Yið þetta kemst ekkjan stundum á vonarvöl, [ og mjög opt verður hún ekki búfær á eptir. Þegar þannig fer, mætti prests- j ekkjan sannarlega óska, að fjárhald kirkj- unnar hefði verið komið í hendur safn- aðarins fyrir löngu. Jeg ætla, að flestir muni vera á eitt sáttir um það, að hugsun sú, sem ligg- ur til grundvallar fyrir lögunum um um- sjón og fjárhald kirkna, sje skynsamleg og rjett. En játi menn því, liggur beint við að spyrja: Hvernig stendur á þvi, að eptir 7 ár síðan lögin komu út, situr víðast hvar allt í gamla horfinu, og að sárfáir prestar og söfnuðir hafa komið sjer saman um breytinguna? Til þess liggja án efa margar orsakir, þar á með- al vanafesta bæði presta og safnaða, sem kynoka sjer við nýungum og breyting- um. Máske einnig það, að sóknarnefnd- um þyki innheimtulaunin oflág, því flest- ir þekkja, hvað innheimta er örðug, sjer i lagi síðan harðnaði í ári, — og þó lík- lega einkum ákvörðunin í 1. gr., sem lætur allt vera komið undir því, hvort „eigandi eða umráðamaður hennar (kirkj- unnar) sje fús til að láta það (fjárhaldið) af hendi“, nema að eins þegar hjeraðs- fundur og biskup álíta prestinn „óhæf- an til að sjá um fje kirkjunnar“, — en til þess þarf líklega mikið ólag að vera á. Þetta, hygg jeg að sje það sker, sem framkvæmdirnar stranda vanalega á. Þess eru dæmi, að söfnuðurinn hefur boðið presti að taka við fjárhaldi kirkju og umsjón hennar, og presturinn gjarn- an viljað losast við innheimtu hinna ár- legu gjalda, en ekki viljað seljaafhendi sjóðinn, og svo hefur ekkert orðið af samn- ingnum. Þess er ekki að vænta, að nokkur sóknarnefnd vilji taka við þann- ig löguðu fjárhaldi, því vinningurinn fyrir kirkjuna og söfnuðinn er mest fólg- inn í því, að koma hinum arðlausa sjóði á vöxtu. Aðalgallinn á lögum þessum virðist mjer vera sá: að söfnuðurinn er aldrei látinn eiga heimting á að taka við fjár- málum kirkjunnar, ekki einu sinni við prestaskipti. Allt er komið undir ,,fúsum“ vilja prestsins. Svo lengi, sem þetta stendur óbreytt í lögunum, þarf ekki að vænta, að máli þessu miði verulega á- fram í heillavænlegra horfi. — Prestur- inn telur sjer gagnlegt, að nota þetta fje, sem sína eign, svo lengi sem verða

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.