Þjóðólfur - 20.04.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.04.1889, Blaðsíða 4
68 000, Suður-Rússlandi 2 millj., Sviss 1,280- 000, Serbíu 700,000, Tyrklandi 600,000 og Rumeníu 336,335. Alls 125,084,335 hekt- olitrar. Einn hektoliter er 1031/* pottar; verður því þetta 16,512 miljónir flöskur, og koma þá nálega 48 flöskur á hvern í- búa í Norðurálfunni. (Public Opinion). Dýpt hafsins. Skip eitt, sem nýlega var við sjómælingar í Ástralíu, hefur fund- ið, að sjórinn á tveim stöðum fyrir sunn- an Vináttueyjarnar er afardjúpur, á öðr- um staðnum 4295 íaðmar og á liinum 4410 faðmar, það er talsvert á aðra mílu og meir en fjórum sinnum meira en frá toppnum á hæsta fjalli á íslandi niður á jafnsljettu. Á þrem öðrum stöðum hafa menn áður fundið, að dýpt hafsins er þó enn meiri, við norðausturströnd Japans 4,655 faðmar, fyrir sunnan Ladroneyjarn- ar 4,475 og fyrir norðan Porto Riko 4,561 faðmur. (Public Opinion). Að veiða fisk við rafmagnsljós hefur verið reynt á Englandi. Tvö net voru lögð um nótt; á öðru var lampi með raf- magnsljósi; var það fullt af flski, er vitj- að var um það; en á hinu netinu var ekkert Ijós, og kom því nær enginn flsk- ur í það. Siðan var lampinn settur á það net, og bæði netin voru reynd með lömp- um og lampalaus. Allar þær tilraunir sýndu, að fiskurinn hænist ótrúlega mikið j að rafmagnsljósinu. (Fishing Gazette). j Fyrirspurnir. 1. Er nokkuð saknæmt að lögum að uppnefna fðlk? 2. Hvílir nokkur siðferðisleg eða lagaleg skylda á presti, sóknarnefnd eða sýslumanni, að taka slikt fyrir, þótt það sje ekki kært? 3. Er rjett fyrir þá að þegja, sem uppnefndir hafa verið? x~\~y- Svör. 1. Það er undir því komið, hvernig nafnagipt- ! urnar eru; ef þær geta heimfærst undir ærumeið- ingar, eins og opt á sjer stað, eru þær saknæmar eptir hegningarlögunum 21. kap. 2. Engin lagaleg skylda, en opt getur það ver- ( ið siðferðislega rjett t. d. af presti, að reyna að stemma stigu við nafnagiptum, þvi að þær eru ó- siður. 3. Það verður að vera komið undir tilfinningu hvers manns, sem fyrir sliku verður. Auglýsingar. í sarnfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með ööru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Lciðarvísir til iífsábyrgðar fæst ókeypis | hjá rítstjórunum og hjá dr. med. Jónassen, sem j einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, aliar nauðsynlegar upplýsingar. 127 Undirskrifaður kaupir velverkaðan saltfisk, helst smáfisk og ýsu, einnig blautan fisk (þyrskling og ýsu). Ýsan óskast afhreistruð. Borgun í peningum. Hafnafirði, 12. apríl 1889. W. Gr. Spence Paterson. 128 Utgerðarmaður duglegur verður tekinn i góð- an stað og fyrir gott kaup á komandi vori. Ritstjöri vísar á. 129 MYNDIR af Bjarna Tbórarensen fást hjá bóksala Sigurði Kristjánssyni. Þær eru vel vandaðar og einkar hentugar sumargjafir. 130 f T)TTF A TfTJT (kaffiblendingur), sem eingöngu má BUMrfl nota 1 stað kaffibauna, fæst eins og vant er fyrir 56 aura pundið í verslun H. Th. A. Thomsens í Reykjavlk. 131 Frímerki. íslensk frímerki eru keypt fyrir hátt verð og peninga út, í hönd, eða í skiptum fyrir útlend frí- merki, ef þess er óskað. Brjef með tilboðum og frímerkjum sendist til F. Seith, Adniiralgade í). Kjðbenhavu K. 132 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorlelfnr Jðnsson, cand. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar. 66 sem jeg mæti, hversu þú ert blóðþyrst dýr; i öllum löndum hvítra manna skal jeg boða það með hárri röddu, hversu þú hefur drýgt óguðlegt verk. Lifðu vel, Mtesa. Þú getur nú drepið höfðingjann, en jeg fer burt og vil ekki horfa á það“. Stanley vatt sjer hvatlega við og fór að ganga burtu. Mtesa var hrærður af orðum síns „hvíta vinar“; tárin hrundu niður eptir kinnum hans og hann grjet hátt eins og barn. „Pað er alveg satt, sem hann segir. Ó faðir, fyr- irgefðu mjer! fyrirgefðu mjer!“ Þegar hann haf'ði sagt þetta, flýtti hann sjer burtu. En að vörmu spori kallaði ungur sveinn á Stanley til keisarans, sem tók vinsamlega á móti honum og sagði: „Stamlih skal ekki segja, að Mtesa sje slæmur mað- ur. Hann hefur fyrirgefið Wavumaa-höfðingjanum og vill ekki skerða eitt hár á hans höfði. Vill Stamlih nú segja, að Mtesa sje góður“. „Já“, svaraði Stanley glaður, „Mtesa er mjög góð- ur“, og það var ekki með uppgerðar innileik, að hann tók í hönd hans. Nú sagði Stanley honum frá bragði, sem hann hafði hugsað upp til að fá enda á ófriðnum, en það var að 67 búa til timburkastala, sem mœtti róa að innan út að eyjunni, til að hræða Wavumaa. Þetta þótti Mtesa óskaráð. Stanley byggði kastalann. Þegar hann var fullgjörður, hrundu 1000 menn honum fram á sjó. 60 róðrarmenn og 150 skotmenn fóru út í hann. Stanley skipaði mönnum að hafa svo hljótt um sig, sem verða mætti. Kastalanum var róið út að eyjunni. Wavumaar horfðu sem þrumulostnir á þetta ferlíki. En þá var sagt með drynjandi röddu inni í því: „Segið nú þegar, hvort þjer viljið semja frið og ganga til hlýðni við Mtesa, eða þjer viljið, að jeg sprengi eyjuna i lopt upp. En þjer megið ekki hugsa ykkur lengi um — svarið þegar!“ Wavumaar voru hálfringlaðir af hræðslu, þeir hjeldu þetta væri andi — ef til vill djöfulleg óttaleg vera. í flýti skutu þeir á þingi. En þá kom röddin aptur: „Svarið nú — jeg get ekki beðið lengur“. Þá hrópaði einn af höfðiugjunum út til kastalans: „Það er nóg. Vjer skulum gjöra Mtesa ánægðan. Vjer skulum draga skattinn saman í dag og færa hann til Mtesa. Snú við. Ó, andi. Stríðið er búið“. Þeir í kastalanum sneru þegar við og hjeldu til sama lands, glaðari en frá megi segja. Eyjarskeggjar komu svo eptir þrjár stundir með skattinn, og voru allir glaðir yflr þessum málalokum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.