Þjóðólfur - 01.05.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.05.1889, Blaðsíða 1
Keraur út á. fostudags- morgna Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild neraa komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reyk,jaTÍk miðTÍkudaginn 1. maí 1889. Nr. 19. Depot og Eneforhandler for Island söges for vore Fabrikater: Soda & Seltersvand Medicinske Mineralvande Specialiteter i Mousserende Frugt og Vin- limonader, Svensk Sodav. og Afholden- { hedsdrikke. Skriftlig Henvendelse besvares og nær- niere meddeles. S0DRING & Co. Kgl. privil. Mineralvandsfabrik og Brondanstalt. Kjobenhnvn 0. 141 títlendar frjettir. Hifn, 18. apríl. 1889. Flótti Boulangers. París og Frakk- land eru Boulanger-laus. Stjórnin byrj- aði ofsókniua gegn hönum með því, að banna hið franska þjóðvinafjelag; fann hún til, að það væri leynilegt og ólög- legt fjelag, sem færi á bak við stjórnina. Hirslur fjelagsstjórnarinnar voru rann- sakaðar og þóttist stjórnin hafa fundið ýmislegt saknæmt í þeim og höfðaði mál á móti fjelagsstjórninni. Nú fór Bou- langer ekki að verða um sel, þvi hann sá, hvað sjer var ætlað. Hann hvarf eitt kveld (2. april) og kom fram í Bryssel. En stjórnin hafði ætlað að láta taka hann í býtið um morguninn eptir og skipaði lögregluliðinu að skjóta hann, '• ef haun ljeti ekki taka sig góðfúslega. Boulanger sendi Frökkum opið brjef frá Bryssel og kvaðst hafa gengið úr greip- um dauðans, því París væri í höndum fjandmanna sinna, sem vildu drepa sig án dóms og laga. Hann mundi verða utanlands, þangað til kosningarnar i okt- óber sópuðu þeim burt. Margir fiokks- menn Boulangers söfnuðust til hans, en stjórnin höfðaði mál gegn honum og setti ráðherradeildina (efri deild) til að dæma í málinu. Deildin skipaði nefnd, sem nú er að rannsaka málið. Málinu gegn stjórn þjóðvinafjelagsins lauk svo, að hver maður í henni var dæmdur í 100 franka sektir, og var það magur sig- ur fyrir stjórnina. Uppgailgur Rússa. Hinn 6. mars lagði Mílan Serbiukonungur niður völdin, og er hann þó ekki meir en rúmlega þrí- tugur að aldri. Yinir Rússa og fjand- j menn Austurríkis höfðu svo mikið bol- j magn á þingi og utanþings, að hann sá sjer ekki fært annað, en selja konung- dóminn í hendur syni sínum, Alexander, 13. ára gömlum. Mílan setti 3 ríkisstjóra til að stjórna landinu, þangað til haun j næði lögaldri, og er höfuð þeirra Ristitsj, , aðalforingi Rússa. Mílan fór til Aust- j urríkis og hefur verið á einlægu ferða- lagi síðan. Menn búast við, að Natalía drottuing, sem nú er á Rússlandi, komi nú bráðum heim, þegar hún hefur sigr- að mann sinn. I Rúmeníu hefur Karl konungur, sem er af Hóhenzollernættinni neyðst til að taka sjer ráðaneyti af vinum Rússa, og i eru blöð Bismarcks mjög gröm yíir þvi. Ferdínand af Kóburg i Búlgaríu er nú orðinn svo valtur í sessi eptir öll þessi umskipti, að Zankoff, foringi Rússasinna, á hægt með að steypa honum, einkum | ef liann fær aðstoð frá Rúmenum eða Serbum. í fylkjum Rússa við Eystrasalt búa margir Þjóðverjar, sem kvarta sáran, þvi stjórnin reynir að gera þá rússneska, | mál þeirra og trú o. s. frv. En Þjóð- verjum ferst ekki að kvarta, því ekki fara þeir sjálfir betur með Dani, Pólverja og Frakka í sínum löndum. Eins og þjer viljið að aðrir breyti við yður, eins skuluð þjer breyta við þá. Luxcmburg er nú orðið laust við Holland. Kon. Hollendinga er svo veikur og rænu- laus, að þingið hefur settríkisstj. til að stýra landinu. Þannig er sambandið milli her- togadæmisins Luxemburg og Hollands leyst. Adolf, sá er var hertogi í Nassau, áður en Prússar tóku það, tók við her- togatign í Luxemburg, og var Þjóðverj- um mjög illa við, að hann ávarpaði þing- ið og þegna sina á frönsku, sem er töl- uð af heldra fólki í Luxemburg. Fundurinn í Bcrlín um Samoaeyj- arnar byrjar 1. maí. En náttúran hef- ur leyst úr Samoamálinu á furðanlegan hátt. Hin þrjú herskip Þjóðverja og hin þrjú herskip Ameríkumanna, sem voru þar, fórust öll í fellibyl, og varð að eins bjargað mönnum (flestuin) af einu skipi Þjóðverja, en af Amerikumönnum var flestum bjargað af hinum þrem skip- um. Eitt enskt skip, sem var þar, komst af. Sama dag rákust tvö farþegjaskip á í sundinu milli Frakklands og Englands og drukknuðu 13 manns. Prins Napóleon (sá er var á íslandi) bjargaði sjer á sundi. Á Englandi heldur máli Parnells á- fram. Sir Charles Russell, málaflutn- ingsmaður Parnellsliða, hefur nýlokið ræðu, sem stóð í 8 daga og játuðu vinir og óvinir, að á henni væri hin mesta snild. A þingi er verið að ræða frumvarp um sveitastjórn á Skotlandi, um flotaauka (Sl1/^ miljón punda sterling) o. fl. (fladstoningar hafa unnið sigur i nokkr- um aukakosningum til þings í Kenning- ton í Lundúnum, í Rochester og fleiri stöðum. Tveir ágætismenn hafa látist, John Bright á Englandi og hinn mikli svenski hugvitsmaður, John Ericson í New York. G-ladstone og Salisbury lofuðu mannkosti öldungsins John Brights á þingi í fögr- um ræðum. Hann var 77 ára gamall og var talinn mesti mælskumaður, sem var uppi á Englandi, og þótti bera af Gflad- stone. Ættjarðarást og ósjerplægni hans var ofar öllu lofi og varð hann stundum fyrir hallmælum af löndum sínum fyrir það, sem þeir sáu nokkrum árum síðar, að var rjett og gott. John Ericson hefur fundið upp og unn- ið svo margt og mikið, að það yrði hjer oflangt upp að telja. Svíastjórn ætlar að senda herskip til að sækja lík hans. Af Dönum er það að segja, að þeir fengu bráðabirgðar-(provisorisk)-fjárlög, eins og vant er, 1. apríl og kippti eng- inn maður sjer upp við það. Bandaríkin. Hinn 30. apríl eru liðin 100 ár síðan Washington tók við for- seta tign í Bandafylkjunum og safn- ast þann dag allir ríkisstjórar (Gfover- nors) i Bandaríkjunum um Harrison for- seta í New York. Öllum afkomendum embættismanna undir stjórn Washingtons er boðið í stórveislu og hringt klukkum um öll Bandaríkin. Harrison situr i stól Washingtons í kirkjunni og biblía hans og sálmabækur verða brúkaðar o. s. frv.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.