Þjóðólfur - 01.05.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.05.1889, Blaðsíða 4
76 C. C. Drewsens elek troplet-verksmiöj a, verksmiðju-útsala að eins 34 Österg-ade 34 KJ0BENHAVN hefur til sölu miklar birgðir af alls konar áhöldum úr „pletti“, bæði nauðsynleg- um áhöldum og glysvöru, með nýjasta Iagi, og silfringu (Forsölvning) svo haldgóðri, að hún lœtur sig ekki, allt hentugt til fermingar-, hátíða-. brúðar- og verðlauna-gjafa, J sömuleiðis í lieimanmund; allt sjerlega ódýrt. Hinar ágætu silfruðu nýsilfur-skeiðar og gaflar með dönsku lagi eru til sölu með þessu verði: V, I II III IV Matskeiðar eða gaflar . . 12 kr. 16 kr. 20 kr. 24 kr. 28 kr. Miðlungsgaflar .... . . . . — 10 — 14 — 18 — 22 — 26 — „Dessert“-skeiðar eða gaflar . . . . — 9 — 12 — 15 — 18 — 21 - Teskeiðar stórar .... . . . . — 6 — 8 — 10 — 12 — 14 — do. minni . . . . — 5 — 7 8,50 10 — 12 — Súpuskeiðar 4 — 5 — 6 — 7 — 8 — Abyrgð er gefin fyrir því, að sitfringin haldi sjer með góðri meðferð við daglega brúkun til 10 15 20 heimilisþarfa í . . . . ár ár ár Allt úr hörðum málmi til aðgreiningar frá Bretlandsmálmi (tini og blýi), sem ekki heldur sjer nærri eins lengi. Verðlisti með myndum fæst ókeypis og kostnaðarlaust sendur. Það, sem pantað er, sendist mót borgun fyrir fram. Aðgerðir og silfring á alls konar slitnu „Elekropletti" af heudi leyst fijótt og vel gegn vægri borgun, og verður það, sem við er gert, vcnjulega alveg eins og nýtt. 143 1P4F Á næstu krossmessu (14. mai) get- ur góður fjárhirðir fengið vist á bæ í Árnessýslu, einungis til að hirða fje. Ef hann hefur góð meðmæli frá áreiðanleg- um manni, má hann búast við að hafa betri kjör en vinnumenn almennt hafa. Ef nokkur vill sinna þessu, gefi hann sig fram við ritstjóra Þjóðólfs, sem vis- ar á staðinn. 144 Leiðarvíslr til Jífsábyrgðar fæst ðkeypis lijá ritstjórunum og hjá dr. med. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 145 r UITVÁíIiT (kafflblendingur), sem eingöngu má DUJa.AiiI nota 1 stað kaffibauna, fæ.st eins og vant er fyrir 56 aura pundið í verslun H. Th. A. Thomsens í Reykjavík. 146 ú S Ö a W Ekta anilínlitir fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verslun STURLU JÓNSSONAR, Aðalstræti Nr. 14. W Pr ss 0 •UT1I1IIIIÍII1? RJJIft 147 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: í Bankast.ræti nr. 3. Prentsm. Sigt'. Eymundssonar. 74 þeir ættu ekki að hætta við og fara heldur suður að Zambesifljóti eða norður að Nzigevatni og svo heim. „Segðu mjer nú, Frank!“ sagði Stanley að lokum, „hvað álítur þú?“ „Vjer skulum lialda áfram !“ svaraði Frank. Þetta var einmitt það, sem Stanley vildi. Samningurinn við Tippu-Tip var undirskrifaður, og þeir áttu að mætast, í hæ, sem lieitir Nyangwe, nokkru vestar. Sá bær er 60—70 mílum f'yrir vestan Udschidschi, og þangað hafði Livingstone komist lengst vestur. Þangað voru þeir komnir 2. nóv. 1876 og hafði Tippu-Tip 400 manns, en Stanley 150. Lögðu þeir af stað 5. nóv. hjer um bil 2 árum síðar, en Stanley hafði byrjað ferðina írá Zanzibar. Þeir lögðu af stað inn í skógana. Eptir 10 daga ferð var Tippu-Tip svo aðþreyttur, að hann hað Stan- ley um að gefa sig lausan, enda hafði vegurinn verið svo vondur, að varla er liægt að gjöra sjer hugmynd um slíkt. Skógurinn var svo ltár og þjettur, að aldrei sá til sólar, feikna grös, reyr, vínviður, vafningsjurtir og alls konar pálmaviðir, voru svo vafðir saman að menn urðu að ryðja veginn, og menn urðu opt að skríða áfram, því ekki var hægt fyrir þá að ganga upprjettir. Jarðvegurinn var rennblautur forarleir og stundum með djúpura síkjum, fullum með vatn. Samt fjekk Stanley 75 Tippu-Tip til að halda áfram, en hann varð að bæta við hann 2600 dollurum. Stanley hjelt niður með ánni; en 19. nóv. datthon- um í hug, að fara á „Lady Alice“ niður eptir ánni. Hann ljet setja bátinu saman og stigu í hann með hon- um 38 af fylgdarmönnum hans, en Tippu-Tip fór með meginliðið á landi. Eptir því, sem þeir fóru lengra nið- ar fljótið, urðu landsmenn verri viðureignar. Þeir voru víðast mannætur; og liöfðu þeir sums staðar tvennar raðir af höfuðkúpum manna í kring um bæi sína ; vist- ir vildu þeir ekki selja, en alls staðar heyrðist í kring heróp landsbúa : „Ooh--hu—hu ! Ooh—hu—liu!“ og áttu menn opt í höggi við þá. Menn urðu blóðrisa og særðir á fótunum af þyrnum, en veikir at matskorti. Við það bættist og bólusótt, svo að daglega dóu 2—3 menn af liðinu. Einu sinni náði Stanley í dverg og liafði hann með sjer í nokkra daga til þess að segja til vegar. Dverg- ur skildi ekkert í því, hvers vegna hann var ekki tek- inn og jetinn, og þegar hann slapp, varð liann fjarska glaður og hljóp eius og fætur toguðu út í skóginn. Hins vegar rjeðust landsbúar á Stanley og menn hans hvað eptir annað; þeir hugsuðu ekki um neitt annað, en drepa menn hans og jeta. Hinn 18. des. ljetu þeir eins og óðir menn, og sá liann þá ekki annað ráð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.