Þjóðólfur - 17.05.1889, Síða 1
Ketnur út & föstudags-
morgua. Verð tog. <60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist f.vrir 15. jdlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bund-
in viö áramót, ógild nema
Uomi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XLI. árg.
Reyk,javík föstudaginn 17. maí 1889.
Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms-
sonar selur Helgapostillu innhefta
meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áð-
ur 6 kr.). i«7
Helga-Postilla,
heí't 3 kr.; í velsku Ibandi g-yltu 4 kr.;
i alskinni, gylt, 4 kr. 50 au. og 5 kr.
Sigf. Eymundssonar Bókverslun. 168
Drengurinn og krónurnar.
Það er nærri að bera í bakkafullan
lækinn, að vera að skrifa um að safna
og spara, svo opt kefur það verið gjört,
og ef þorri manna Ijeti slíkar prjedik-
anir eigi sem vind um eyrun þjóta, þá
mundi hjer vera fjöldi af stórríkum mönn-
um, í stað fátæklinga; en aldrei er góð
vísa of opt kveðin, og liklegast fer það
sjaldan svo, að sparnaðargreinarnar veki
þó ekki sparnað hjá stöku manni, og þá
eru þær þó ekki með öllu ritaðar fyrir
gig. En það er ekki einhlítt að spara
og safna, hitt þarf að fylgja með, að það
sje skynsamlega gjört og með fyrirhyggju.
Til þess heyrir svo margt, að mjer dett-
ur ekki í hug, að fara að reyna að telja
það upp, en eitt dæmi ætla jeg að nefna
um það, er varla mun mega telja full-
skynsamlega, safnað, nje með góðri fyrir-
hygg,iu-
Það var rjett nýlega, að drengur einn
var á afmælisdaginn sinn mjög hreyk-
inn að sýna kunningjum sínum peninga-
buddu með fáeinum krónum í og sagði
þeim: „Þetta á jeg; mjer er alltjend á
afmæiinu minu gefin ein króna og hún
látin í budduna þá arna; jeg fæ að hafa
hana í dag, af því, að það er afmælið
mitt, en svo tekur pabbi hana og geym-
ir hana, þangað til á afmælinu minu að
ari, þá fæ j6g hana aptur“. Þetta var
nú allrar virðingarvert, að foreldrarnir
hug.suðu fyrir, að safna dálitlu handa
syni sínum, en aðferðin var ekki hin
skynsamlegasta; þau ljetu fjeð liggja
arðlaust, höfðu það að eins fyrir leikfang
handa drengnum einn dag í árinu. Ef
þeir hefðu jafnóðum sett fjeð á vöxtu,
gat sonur þeirra, þegar hann var orðinn
20—25 ára, verið orðinn eigandi að 1/,í
eða jafnvel helmingi meira höfuðstól, án
þess, að þeir hefðu lagt einum eyri meira
að mörkum; peningarnir hefðu sjálfir
borið þann arð. Það er svo fjarri því,
að það sje komið inn í meðvitund manna
hjer, hvílíka þýðingu það hefur, að setja
fje á vöxtu. Það eru sparisjóðirnir, sem
opna smátt og smátt augun á mönnum
fyrir slíku, en því miður hafa þeir hing-
að til verið óvíða stofnaðir. Einn sjóð-
ur er þó sjerstaklega hentugur til að
ávaxta fje, einkum það fje, sem búast
má við, að standi á vöxtum um nokkuð
langan tíma, og það er Söfnunarsjóður-
inn. Það hefur áður verið minnst á
hann í blöðunum og frumkvöðull hans,
prestaskólakennari Eiríkur Briem, hefur
skrifað ágæta ritgjörð um hann í And-
vara síðastliðið ár, sem hver maður ætti
að lesa. En sjóður þessi er ný nyt-
semdarstofnun, stofnun, sem hingað til
hefur verið minni gaumur gefinn en skyldi.
Það er því ekki ófyrirsynju, þótt athygli
manna sje allt af við og við vakin á
honum, og vil jeg gera mitt til þess með
nokkrum athugasemdum í Þjóðólfx. Skal
jeg þá fyrst nota tækifærið og benda á,
hvernig hefði til dæmis átt að gera af-
mælisgjafir drengsins, er jeg minntist á,
sem mest arðberandi með því, að leggja
þær í Söfnunarsjóðinn. Sjóður þessi
skiptist í nokkrar deildir. Ein þeirra er
bústofnsdeildin; hún tekur á móti fje barna
og unglinga fyrir innan tvítugt og á-
vaxtar það. Ef eigandinn deyr, áður en
hann er 25 ára, fást öll innlögin útborg-
uð, en eigi vextirnir, því að þeir ganga
„sem erfðafje til allra þeirra, sem fædd-
ir eru sama ár sem eigandinn og fje áttu
í deild þessari um næsta nýár á undan
láti hans; fje þetta skiptist milli þeirra
tiltölulega eptir upphæðum þeim, er hver
þeirra átti auk innlaganna í deild þess-
ari um nefnt nýár“. En verði eigand-
inn 25 ára, fær hann innlög sín útborg-
uð tíieð vöxtum og vaxtavöxtum og áð-
urnefnt erfðafje eptir jafnaldra sína.
Ef drengurinn, er jeg minntist á, fær
1 kr. í afmælisgjöf, þangað til hann er
tvítugur, og peningar þessir allt af geymd-
Nr. 22.
ir í buddunni, verða þeir þá eiginema 20
kr., en ef þeir hefðu í byrjun verið lagð-
ir í bústofnsdeild Söfnunarsjóðsins, væru
þeir, er drengurinn er tvítugur, orðnir
nál. 30 kr.; þetta hefðu þeir ávaxtast. En
það getur og vel verið, að hann hefði
erft talsvert eptir jafnaldra sína, sem átt
hefðu fje í deild þessari, en dáið fyrir
innan 25 ára aldur, svo að á tvítugsaldri
hefði drengurinn getað verið orðinn eig-
andi að míklu meira fje í deildinni, sem
ávaxtaðist og jykist, þangað til hann
væri 25 ára, og hann fengi það þá út-
borgað.
Þetta dæmi sýnir ljóslega, hve hent-
ugt er að leggja fje í bústofnsdeildina.
Þeir, sem leggja fyrir fje handa börnum
sinum, sem þau eiga ekki að njóta fyr
en á fullorðinsárum, geta naumast ávaxt-
að það haganlegar en á þennan hátt.
Söfnunarsjóðurinn gefur 4°/0 í vöxtu. I
sparisjóðum fást minni vextir og það er
jafnan hægt að grípa til þeirra peninga,
sem eru í sparisjóðnum; og hættir mörg-
um við þvi, svo að söfnunin fer út um
þúfur, en hjá því skeri sneiða menn með
því, að leggja peningana i Söfnunarsjóð-
inn ; þar er ekki hægt að grípa til þeirra,
þegar hver vill.
Önnur deild Söfnunarsjóðsins, eltistyrks-
deildin, er að öllu fyrirkomulagi eins og
bristofnsdeildin, nema hvað aldurstak-
markið í ellistyrksdeildinni er 60 og 65
ár, í stað 20 og 25 ára í bústofnsdeild-
inni. Þannig fær sá, er fje leggur í elli-
styrksdeildina, það útborgað með vöxt-
um og vaxtavöxtum, er hann er 65 ára,
ásamt því, er hann kann að hafa erft
eptir jafnaldra sina, er átt hafa fje i deild-
inni, en dáið innan 65 ára aldurs.
Það ætti ekki að þurfa að brýna fyr-
ir mönnum, hve nauðsynlegt er, að safna
fje til elliáranna, svo að þeir þurfi þá
eigi að verða öðrum til þyngsla. Eins
og nafnið bendir á, er ellistyrksdeildin
mjög svo hentug til að ávaxta það fje,
sem menn leggja fyrir í þeim tilgangi.
I þetta sinn ætla jeg ekki að fara út
í fleira viðvikjandi Söfnunarsjóðnum, en
mun síðar tala frekara um hann, og þá
jafnframt minnast á, hverjum ráðum eigi
eptir minni skoðun að beita til þess, að