Þjóðólfur - 28.06.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.06.1889, Blaðsíða 4
112 sjálfu) og Ijetu bylinn hjálpa sjer að draga þá. Þeir sigldu í 3 daga og þá slotaði bylnum. Þeir fóru nú á skíðum yfir lausamjöll og var illt að draga sleðana þar, þó ísinn sjálfur væri sljettur eins og fjalagólf og sprungulaus; nokkrir fjallatindar stóðu npp úr honum nálægt austurströndinni. í septem- berbyrjun var ekki lengur upp í móti að fara. Þá voru þeir komnir upp á íssljettu, sem var eins og frosið baf og litlar öldur á, 8—9000 fet á hæð. í rúmar 2 vikur fóru þeir áður en hallaði vestur af. Sljettan var hæst 9Ó00 fet, en hækkaði í norð- ur. Kuldann gátu þeir ekki mælt, því kvikasilfur og vínandi fraus, en halda hann hafi verið nálægt -5- ð0° C. sumar nætur. Hitamælir undir höfðalagi Nansens i tjaldinu, sem 6 menn voru i og heit suðuvjel, fór eins langt niður og liann komst um nóttina! Einu sinni um hádegi voru 31° C. hiti í sólunni. Á vesturströndinni var -p- 20° C. og fannst þeim það sumarhiti. Hinn 7. september kom grenj- andi kafaldsbylur og um nóttina ætlaði tjaldið að fjúka ofan af þeim, svo þeir urðu að halda því. Næsta dag var ekki fært út úr tjaldinu og fennti ( svo, að tjaldið stóð ekki upp úr. Daginn eptir ! slotaði og grófu þeir sig nú út. Andviðrinu Ijetti 19. september og kom hvass austan. Þá skildu þeir einn sleðann eptir og settu upp segl á hina. Yar nú slík ferð á þeim, að þeir áttu fullt i fangi með að standa á skíðunum og halda sjer við sleð- ana. Einn eða tveir stýrðu með stöfum; það hall- aði vestur af; aðra eins flugferð höfðu þeir aldrei sjeð. Það grillti í vesturfjöll gegn um kafaldið. Nansen sá í kafaldinu svartan blett á ísnum og fjekk ekki stöðvað sleðana fyren tvö fet frá jökulsprungu, augnabliki siðar hefðu þeir verið sokknir. Nansen fór nú á skíðum á undan til að varast sprungur. Tunglsljós hjálpaði þeim til þess, en einu sinni brast snjóbrú rjett á eptir að tveir þeirra voru komnir yfir hana. Svo gátu þeir ekki siglt fyrir sprung- um og tjölduðu í rokinu á ísnum þó hann væri háll. Næstu dagana var ísinn mjög hrufóttur og sprungóttur. Þeir voru komnir of norðarlega og hjeldu i suðvestur. Hinn 24. september hitt.u þeir land og skildu nú sleðana eptir, en báru það sem þeir gátu á bakinu eptir árdal niður að Ameralik- firðinum og komu þangað 26. september. Þannig voru þeir komnir yfir um þrátt fyrir all- ar hrakspár og höfðu farið 65 mílur á 40 dögum. Landveg var ekki hægt eð komast til Godthaab. j Þrír þeirra sóttu sleðana og farangurinn, en hinir bjuggu til bát úr segldúknum í tjaldgólfinu og píl- viðargreinum, sem þeir skáru, skíðastöfum og bamb- usreyr, sem hafði verið siglutrje á sleðunum. Um kveldið var báturinn smiðaður, en Sverdrup og Nansen smiðuðu 4 árar, árablöðin úr pílviðargrein- um með segldúk milli, árarnar úr bambusreyr. Fjarðarbotninn var fullur af aurleðju og báru þeir bátinn langa leið út eptir. Ervitt var að róa út fjörð- inn, því vindur stóð á land og báturinn var mjög breiður. Hinn 3. október komu þeir til Ný-Hem- hut og gengu þaðan til Godthaab. Yoru nú send- ir bátar eptir hinum 4. Einn af Grænlendingunum skaut hreindýr og Lapparnir urðu óumræðilega glaðir og voru að jeta það allan daginn. Hinn 12. október komu þeir til Godthaab. Þeir þvoðn sjer hvorki í framan eða um hend- urnar alla leið og bannaði Nansen þeim það. Stund- um sporreistist suðuvjelin og þá fóru baunirnar nið- ur; þeir supu þær upp af gólfinu. Nansen sagði, að þeir hefðu lifað sóðalifi. Hann kvað það mundi vera vinnandi vegur, að hafa hreindýr til Græn- landsferðar. Hinn visindalegi árangur af ferðinni er ekki lítill fyrir veðurfræði og jarðfræði. Noreg- ur hefur verið ein jökulbunga, eins og Grænland, | í fyrndinni, og er mjög fróðlegt að vita, hvernig j •öllu hagar þar til.' J. Fyrirspurn. Þegar boðið er upp á vorfundum vinnandi þurfa- fólk og boðin eru fleiri boð en eitt með ólíknm kjörum, svo að inenn verða ekki á eitt sáttir um, hverju boðinu helst skal taka, þar eð þau geta ver- ið þannig löguð, að á fleira megi líta en eitt, hvern- ig á þá að ráða fram úr því? Er það nefndin, sem skal ráða úr því eða á ekki að láta hreppsbúa skera úr því með atkvæðagreiðslu. a. Svar. Hreppsnefndin á að ráða úr því ein (sjá sveita- stjórnartilsk. 4. maí 1872, 11. gr., 14. gr. sbr. 23. gr.), en náttúrlega má skjóta ráðstöfun hreppsnefnd- arinnar undir úrskurð sýslunefndar. Auglýsingar. í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; meö öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun út i hönd. Bókbandsverkstofa, Thorvardson & Jen- sen, Bankastræti 12 (húsi Jóns Ólafss. alþm.). 241 1—0 hinírmoTm geta fengið fil leiguherberg' 1 u jJi 11 [1,11101111 með húsbúnaði nálægt þing- húsinu. Ritstjóri vísar á leigjandann. 242 Laglegur sófi óskast tií láns eða kaups nú þegar. Menn snúi sjer til ritstjóra Þjóðólfs. 243 Barnfóstran eptir Dr. Jónassen fæst fyrir 50 a. hjá höfundinum og bóksölum hjer i bænum. 244 Hið XV. bindi hinna gömlu fjelagsrita fæst keypt alveg óskemmt (complet); auk þess er það í góðu og nýu bandi. Ritstjóri Þjóðólfs vísar á seljanda. 245 Þakskífa. Hjá undirskrífuðum má panta ágætlega góða þak- skífu af öllum stærðum, mjög ódýra, t. d. það sem jeg hef sýnishorn af, sem er 16” X 8 á stærð fyr- ir 54 krónur fyrir 1000 stk. og 14 kr. 31 eyrir í fragt frá Liverpool og hingað; hellugólf og annað, sem að steingjörð lýtur. Reykjavík, 27. júní ’89. B. H. Bjarnason. 246 Lý sing á óskilakinduin seldnm í Skeiðalireppi haustið 1888. 1. Hvítur sauður, mark: stýft hægra; hangfjöður apt. vinstra. 2. Hvítur sauður, mark: sýlhamrað h.; hvatt hnífs- bragð a. v. 3. svört ær, mark: tvístýft a., biti fr. h.; sýlt, standfjöður a. v. 4. bíldótt ær, mark: blaðstýft a., stig fr. h.; ham- arskorið v. 5. Hvit ær, mark: biti fr., hnífsbragð a. h.; tvö stig a. v. 6. Hv. lamb, mark: biti fr., 2 hnifsbrögð a. h.; 2 stig a. v. 7. Hv. lamb, mark: sýlt, standfjöður fr. h.; blað- stýft fr., biti a. v. 8. Hv. lamb, mark: hvatt h.; hálftaf a. v. 9. Hv. lamb, mark: kalið h.; hálftaf fr., standfjöð- ur a. vinstra. 10. Hv. lamb, mark: standfjöður fr. h.; sýlt, stand- fjöður fr. v. 11. Hv. lamb, mark: blaðstýft fr., biti apt. hægra; sneitt fr. v. 12. Hv. lamb, mark: stýft h. 13. Hv. lamb, mark: stýft, hangfjöður a. h.; sneið- rifað a., biti fr. v.; tuska, S. 14. Hv. lamb, mark: stýft, standfjöður fr. h.; tví- stýft a. v. 15. Hv. lamb, mark: hálftaf a. h.; sneiðrifað v. 16. Hv. lamb, mark: stig a. h.; biti a. v. 17. Hv. lamb, mark: blaðstýft a. h.; standfjöður fr. vinstra. 18. Hv. lamb, mark: blaðstýft a., lögg fr. h.; horna- mark: heilrifað h.; blaðstýft a., lögg fr. v. 19. Hv. lamb, mark : standfjöður fr., lögg a. h.; sneitt a., standfjöður fr. v. 20. Hv. lamb, mark: standfjöður a. h.; standfjöður apt. v. 21. Hv. lamb, mark: standfjöður og biti fr. hægra; sýlt v. 22. Hv. lamb, mark: stúfrifað h.; hvatrifað v. 23. Hv. lamb, mark: standfjöður fr. h.; standfjöð- ur a. v. 24. Hv. lamb, mark: sýlt, lögg a. h.; sneiðrifað a. v. 25. Hv. lamb,mark: sýlt, standfj. fr. h.; sneittfr. v. 26. Hv. lamb, mark: sneiðrifað h., heilrifað v. 27. Hv. lamb, mark: lögg a. h.; sýlt v. 28. Hv. lamb, mark: heilhamrað h.; sýlt v. Andvirði kindanna fá eigendur að frá dregnum kostnaði, ef þess er vitjað fyrir lok októbermánað- ar þ. á. Skeiðahreppi, 28. maí 1889. Jón Jónsson. 247 Dr. med. A. Groyen, keisaral. kgl. her- °g yíirlæknir í Berlín ritar: „Þeir herrar, Mansfeld-Búllner og Las- sen í Kanpmannahöfn hafa sent mjer fyrir löngum tíma siðan Brama-lífs-elexír til nákvæmrar rannsóknar. Þótt jeg væri tortrygginn gagnvart slíku meðali, eins og öllum slikum meðulum, sem hrósað er, notaði jeg það þó við lækningar mín- ar og verð jeg að játa, að það hefur reynst betur en jeg bjóst við. Enginn bitter, enginn likör í heiminum getur náð þeirri frœgð, sem Brama-lífs-el- eksír Mansfeld-Bullner & Lassens hefur afl- að sjer á iiltölulega skómmum tíma! Far- sœll er sá maður. sem telmr til fessa ínnga- styrkjandi meðals á rjettum tíma. Beriin. l)r. nied. A. (xroven, keisaral. kgl. her- og yfirlæknir m. m. Einkenni & vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan- um. Mansjeld-Bíillner & Lassen, sem einir bíia til hinn verðlaunaða 'Bramarlífs-elixir. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Áörregade No. 6. 248 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: i Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Bymundssonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.