Þjóðólfur - 19.07.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.07.1889, Blaðsíða 1
Kercur út á fostudaíís- morgna. Yerö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir l'>. júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bund- in viö úramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Til kaupenda Þjóðólfs. Mánudaginn 15. þ. m. var gjald- dagi á borgun fyrir blaöiö þetta ár. Eru því kaupendurnir vin- samlega beönir aö borga þaö, sem þeir eiga ógreitt fyrir Þjóöólf þetta og fyrirfarandi ár. Um lánstraust bænda. Eptir Sig-urð Briem. (Siiurl.). Veðbanlíar eða hypothekbank- ar eru yngri en lánsfjelögin, en eru þó orðnir töluvert útbreiddir. Fyrirkomulag á veðbanka er þannig, að peningamenn skjóta saman ákveðinni fjárupphæð, og þessa upphæð lánar banka- stjórnin móti fasteignarveðum. Bankinn gefur því næst út skuldabrjef fyrir allt að jafnri upphæð, og hefur veðbrjefin að tryggingu fyrir þeim. Með því, að selja skuldabrjefin fær bankinn aptur fje til umráða, sem hann getur lánað mót veð- um í fasteignum, og þannig getur hann haldið áfram koll af kolli, því með því, að gefa út skuidabrjef og nota andvirði þeirra til nýrra útlána, fær hann stöð- ugt ný og ný veðbrjef, sem tryggingu fyrir nýjum skuldabrjefum. En hjer vantar þó frekari tryggingu fyrir skuldabrjefunum, sem í lánsfjelög- unum felst í ábyrgð þeirri, sem fjelags- menn hafa hver með öðrum. Fyrir því verður samskotasjóðurinn að bera þann skaða, sem kann að verða á einhverju veðinu, en eins og mönnum gefur að skil)a, þá fer sú trygging; sem feist { samskotasjóðnum minnkandi eptir því sem skuldabrjefin fjölga. Bankanum er því vanalega ekki veitt heimild til að gefa út skuldabrjef, er nemi meiru alls, en 5~7 sinnum upphæð sjóðsins. Yeð- bankinn verður því að byrja með tölu- vert miklu fje, ef menn vilja hafa láns- störfin umfangsmikil. Revkjavík fóstudaginn 19. júlí 1889. Hvernig þessum mismunandi stofnun- um mætti best haga hjer á landi, ef menn annars vilja ráða nokkra bót á þvi sem er, skal jeg eigi fara út í að sinni, en að eins geta þess, að jeg ímynda mjer, að tiltækilegast mundi verða, að sameina báðar þessar stofnanir þannig, að bankinn stofnaði veðbankadeild, er stæði í sambandi við lánsfjelög út um land. Stjórnarskráin á þingi. Stjórnarskrárfrumvarpið, sem nú hef- ur verið borið upp í neðri deild þings- ins er í flestu eins og írv. frá síðasta þingi, en þó eru á því verulegar breyt- ingar, sem miða til samkomulags milli meiri og minni hluta þessa máls og milli þings og stjórnar. Nokkrir af þeim annmörkum, sem þóttu vera á frv. frá 1885 og 86, voru teknir burt á síðasta þingi, einkum til þess, að svipta mótstöðumennina þeim ástæðum, þeim vopnum, sem þeir beittu gegn því. Nú ganga þingmenn lengra í sömu átt. Það hefur einkum verið eitt atriði, sem mótstöðumenn málsins hafa fundið sjer til gegn frumvarpinu, og það var þetta: „konunqur eða landstjöri“. Mótstöðumennirnir sögðu, að konung- ur mundi áskilja sjer, að undirskrifa öll mikilsverðustu lög og stjórnarályktanir, og þá þyrftu ráðgjafarnir að fara utan á konungsfund í hvert skipti, sem und- irskript hans þyrfti með, og stundum myndu allir ráðgjafarnir þurfa að fara hjeðan i þessum erindum, svo að hjer væri ráðgjafalaust á meðan. Þessi á- kvörðun stóð eigi upphaflega í frv., er það kom inn á þing 1885, heldur átti eptir því landsstjóri, en ekki konungur, að undirskrifa lög og stjórnarályktanir, en mótstöðumönnunum þótti þá sem öll völd væru tekin af konungi og útmál- uðu þetta sem þá mestu óhæfu, er nokkr- um gæti í hug dottið, svo að breyttvar | til og sett þetta ákvæði: „honungur eða j landsstjöri“, sem hefur verið sá hnútur, er sumum hefur eigi þótt leystur hing- Xr. 33. að til. En með breytingu þeirri, sem nú hefur verið gerð á frumvarpinu, er að vorri ætlun þessi hnútur leystur, án þess að gengið sje of nærri rjetti eða völdum konungsins og án þess, að vikið sje eitt hænufet frá aðalgrundvelli þessa máls eða rjettarkröfum vorum um inn- lenda stjórn með ábyrgð fyrir alþingi. Breytingar þessar eru fólgnar í því, að ákvæðið: „konungur eða landsstjóri“, er nú alstaðar numið burt, nema á ein- um stað, þegar um bráðabirgðarlög er að ræða; er ákveðið, að konungur eða landsstjóri geti gefið þau út. En að öðru leyti er það landsstjóri, sem á að undir- skrifa lög og stjórnarályktanir með ráð- gjafa, til þess að veita þeim fullt gildi. Inn í frv. er svo bætt nýrri ákvörðun svohljóðandi: „Nú hefur landsstjóri stað- fest lög, sem konungi þykja viðsjárverð sakir sambands íslands við Danmörku, og getur hann þá ónýtt staðfesting land- stjórans á þeim lögum, ef hann gjörir það innan árs frá því, er lögin hafa birt verið á lögboðin hátt á íslandi. Ónýt- ing þessi fellir þá lögin úr gildi frá þeim tíma, er hún verður heyrum kunn á hverjum stað fyrir sig, þó hvergi síð- ar, en 8 vikum eptir að hún hefur birt verið á þann hátt, sem lögboðið er um lagabirtingar“. Enn fremur á kon- ungur að hafa við hlið sjer ráðgjafa fyr- ir ísland með ábyrgð fyrir alþingi; ætl- unarverk hans verður að skrifa með konungi undir þær stjórnarályktanir, er konungur undirskrifar, en þær eru þess- ar: að skipa landsstjóra og vikja hon- um frá völdum, staðfesta stjórnarskrár- breytingar, gefa út bráðabirgðarlög og nema úr gildi lög, sem landstjóri hefur staðfest, en konungi þykja viðsjárverð sakir sambands íslands við Danmörku. Á þennan hátt þurfa vor sjerstöku mál eigi að fara til Danmerkur, til þess að ná staðfestingu, en aptur á móti get- ur verið, að lög, sem komin eru í gildi, verðiaptur numin úr gildi af konungi, og kann sumum að þykja þetta ísjár- vert, en menn verða vandlega að gá að þvi, að eins og nú er ástatt og eptir frumvarpinu frá síðustu þingum, getur konungur synjað staðfestingar á öllum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.