Þjóðólfur - 23.07.1889, Side 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Yerö árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Boruisí fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XLI. árg. Reykjayík þriðjudagínn 23. júlí 1889. Nr. 34.
Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms-
sonar selur Helgapostillu innhefta
með mynd fyrir að eins 3 kr. (áð-
ur 6 kr.). 286
Helga-Postilla,
lief't 3kr.; í velskulbandi g-yltu4kr.;
í alsklnni, gylt, 4 kr. 50 au. og 5 kr.
Sigf. Eymundssonar Bókverslun. 287
Útlendar frjettir
Hiifn, 11. júlí 1889.
Scrbía. Um ekkert land hefur verið
talað jafnmikið og Serbíu síðan 1. júní.
Blöðin liafa staðið á serbiskum þönum og
tínt til allt, smátt og stórt, sem Serbar
hafa að hafst. Snemma í júní kom Mikael
erkibiskup heim þengað. Hann hefur set-
ið í útlegð á Rússlandi, síðán Mílan kon-
ungur vjek honum úr völdum. Honum
var fagnað forkunnar vel og fengið em-
bættið aptur í hendur, en hinn, sem í því
var, settur af. Mikael breytti ýmsu í ann-
að horf. Margt var nú gert í blóra við
Austurríkismenn. Á stórhátíð í minningu
bardaga, sem Serbar áttu við Tyrki fyrir
700 árum, sagði erkibiskup, að sú væri
von og ósk allra Serba, að forsjónin Ijeti
þeim auðnast að safnast í eina heild. En
fieiri Serbar búa í Austurríki en í Serbíu
sjálfri, svo að þetta er sama sem að óska
þess, að Asturríki sundrist. Þegar erki-
biskup smurði Alexander konung, var
enginn sendiherra viðstaddur, nema Rússa.
Rússakeisari hafði gert lionum boð, að
hann skyldi vera þar við. Svo kvisaðist,
að Serbía hefði gengið í varnarsamband
við Austurríki. Það var því heldur en
ekki asi á þeim Austurríkis-vjerum, þegar
Þing var sett. í þingsetningarræðunni
stóð reyndar, að Austurríki gleddi sig
'yflr velmegun nágranna sinna, Serba, en
utanríkisráðgjafinn var þegar spurður að,
hvernig stæði á því, að Austurríki hefði
misst öll tögl 0g hagldir í Serbíu. Hann
svaraði, að Serbía yrði að eiga sig sjálf,
en Austurríki mundi taka til sinna ráða
— og þau væru hörð og óblíð — ef nokk-
uð væri gert, sem riði í bága við hags-
muni þess. Fleiri spurningar voru lagð-
ar fyrir þennan ráðgjafa, einkum útaf
uppreisn í serbisku fylki, sem Tyrkir eiga.
En allt þetta hefur nú hjaðnað niður og I
verður ekki að ófriðarefni um sinn, þó að
Austurríki herbúi sig eptir mætti.
Á Þýskalandi er pólitiskt logn sem
stendur, nema hvað Bismark er að ertast
við Svissa. Keisarinn hefur verið síðan
í júnílok á ferð í Noregi og verður
þar þangað til i ágústbyrjun, að hann
fer til Englands. Með honurn ferðast
Waldersee yfirforingi hins þýska hers; er
sagt og ráðið af ýmsu, að þeim Bismarck
sje ekki vel til vina. Waldersee vill
nefnil. leggja þegar út í stríð, meðan
Þýskaland er betur búið en fjandmenn
þess, en Bismarck vill frið. Bismarck
hefur átt í brjeíáskriftum við Svissa út
af lögreglustjóra þeim, Wohlgemuth, er
jeg gat um síðast. Svissar vilja engum
leyfa að seilast til um innanríkismál sín
og samninga þá, sem eru milli landanna,
skilja hvorirtveggju á sinn hátt. Við
það situr, en Svissar hafa veitt á þingi
fje til nýrra vopna og til að víggirða
göngin gegn um St. Gotthard’s fjallið bet-
ur, og láta vígalega.
Á Frakklandi er svo mikið rifrildi og
ólæti á þinginu, að engu tali tekur.
Fylgdarmenn Boulangers hafa verið tekn-
ir höndum fyrir ræðuhöld hingað og þang-
að, en er fljótt sleppt aptur. Nefndin af
efri deild þings, sem rannsakar málið
gegn Boulanger, er komin að þeirri nið-
urstöðu, að höfða skuli mál móti honum
fyrir samsæri gegn þjóðveldisstjórninni,
lagabrot og fjárknytti. — Aðsókn að sýn-
ingunni er mikil og vex dag frá degi.
Ráðaneytisskipti í Noregi. Hinn 26.
júní kom Emil Stang, foringi liægri mana
á stórþinginu í Kristianíu, með uppá-
stungu, að þingið skyldi lýsa yfir van-
trausti sínu á ráðaneyti Sverdrups. Nú
sá Jóhann Sverdrúp, að fokið var í flest
skjpl og beiddist þegar lausnar úr ráða-
neytinu með öllum fjelögum sínum hjá
Óskar konungi. Konungur kom til
Kristianíu og skrifaði síðan Sverdrúp á
þá leið, að hann viðurkenndi ekki, að
stórþingið hefði rjett til að hrínda ráð-
gjafa úr völdum, hann einn hefði þann
rjett, en úr því svo væri komið, sem nú
væri, þá mundi hann samt veita honum
lausn. Hann þakkaði honum trúa þjón-
ustu og bauð síðan Stang að skipa ráða-
neyti. Nú er að því gætandi, að hægri
menn vantar nokkur atkvæði (5—6) í að
vera meiri hluti á þingi, en þing verður
ekki sett fyr en 1. febrúar 1890, og kosn-
ingar nýjar verða um haustið það ár.
Þangað til getur líklega þetta nýja ráða-
neyti hjarað, þó ekki sje búið að fá menn
í það enn í dag.
Frá Afriku hefur frjetst, að Stanley liafi
verið kominn að Victoria Nyanza vatninu
2. desember 1888, en ákaflega illa til fara,
og er nú von á þeim Emin Pasja við
austurströnd Afríku. Wissmann, umboðs-
maður Þjóðverja þar á ströndinni, er að
berjast við Araba og lætur hin þýsku
lierskip skjóta á bæi þeirra, en lítið gagn
er víst í því stríði. Foringi hinnar ensku
flotadeildar, sem er á vakkiþar viðströnd-
ina ljet taka þýskt gufuskip og mölva
vjelina i því, á því var Peters nokkur,
sem hafði safnað sjálfboðaliði og ætlaði
að fara að vinna land undir þjóðverja í
Afríku. Hann kvartaði, en flotaforinginn
sagði: Þú getur klagað mig, ef þú villt;
jeg fer mínu fram. Bismarck vill ekki
eiga neitt við þetta og þykir Þjóðverjum
það leitt. Englendingar eiga líka í brös-
um við Portúgalsmenn þar suður frá út
af járnbrautum, og er í orði að halda
stórverldafund um þessi mál öll.
Louise, elsta dóttir prinsins af Wales,
liefur trúlofast jarlinum af Fife. Ein af
dætrum Viktoríu drottningar er gipt
Marquis af Lorne og er þetta í annað
sinn, að kvennmaður af þeirri kommgsætt
giptist manni, sem ekki er konungborinn,
og mælist það vel fyrir i landinu. Jarl-
inn er stórauðugiir.
Persakomingur er núna staddur í
Lundúniim, og er þar stjanað við hann
eins og annars staðar fram úr öllu hófi.
Hann útbýtir krossum og gulli, en aldrei
tekur hann af sjer lambskinnshúfuna,
hvort sem hann situr eða stendur, og