Þjóðólfur - 23.07.1889, Síða 2

Þjóðólfur - 23.07.1889, Síða 2
134 ýmsu aíkáralegu bregður við hjá hon- um. Xý Gf ræn 1 imdskiinn u n. Danir ætla nú að kanna austurströnd Grænlands frá 66. til 7 3. stigs norðurbreiddar. Fyrir norð- an 73. stig hafa Austurríkismenn komið og danskur sjóliðsforingi hefur komist norður á 66. stig og haft þar vetursetu. En liið 135 mílna langa svæði þar á milli hefur enginn Evrópumaður augum skoð- að, og ætla nú Danir að hafa þar vetur- setu. Hátíð mikil var f Róm á fyrsta í hvítasunnu; þar var afhjúpaður minnis- varði Giordano Brunos, ágæts heimspek- ings, sem var brenndur í Rómi árið 1600. Sendimenn frá öllum löndum voru við- staddir og var páfanum gramt í geði4 Hann hjelt ræðu fyrir kardínálum sínum í júnílok, og kvað sjer væri nú naumlega lengur vært í Róm. Ólíklegt er samt, að hann flytji búferium, hvað mikið sem konum verður storkað. Danir eru nú að halda undirbúníngs- fundi undir kosningarnar í haust eða vet- ur. Hoffory, prófessor í Norðurlandamálum í Berlín, ætlar að láta leika þar Loka- sennu í vetur, og er vansjeð, hvernig það fer. A 1 þ i n g i. VI. Þingmannafrumvörp þessi eru komin fram á þingi í viðbót við þau, sem áður eru nefnd: 49. um afnám amtmannaembættanna og stofnun fjórðungaráða (Sig. Stefánsson og Sig. Jensson). 50. um að gera aptur Klippstað að sjer- stöku prestakalli með 300 kr. uppbót úr landssjóði (Þorv. Kjerúlf). 51. um stofnun ullarverksmiðju (J. Jóns- son, þm. N.-Þing.). Launamálið. I frumvarpinn er ákveð- ið, að laun nokkurra embættismanna skuli verða færð nokkuð niður. Þannig eiga laun biskups og amtmannanna að vera 5000 kr., háyfirdómarans 4800 kr.; hinna yfirdómaranna og landfógetans 3500 kr., forstöðumanns presta- og lærðaskólans 4000 kr. Aptur á móti ákveður frv., að laun hinna lægst launuðu embættismanna ! í Rvik sjeu hækkuð, sem sýnist óþarfi, því að það má segja þessum embættis- mönnum til lofs, að þeir hafa eigi kvart- að um oflág laun. Eptir frv. eiga laun fyrsta kennarans við prestaskólann og fyrsta og annars kennara lærða skólans að vera 2800 kr., en laun 2. kennara við prestaskólann og 3. og 4. kennara við lærða skólann 2400 kr. Þetta launalagafrv. er komið gegn um neðri deild og var samþykkt þar við 3. umr. með 14 atkv. móti 5. Þessir 5 voru Jón Jónsson á Sleðbrjót, Ólafur Briem, Páll Briem, Þorleifur Jónsson, og Þorv. Björnsson. Tolhnálið. 10 a. tollur á kaffi, 5 a. á sykri, 35 á tóbaki og 1 kr. á hverjum 100 vindlum var samþ. í neðri deild 20. þ. m. — í efri deild voru þessar upphæð- ir einnig samþykktar í gær við 2. umr. Jón Hjaltalín, Arnlj. Ól. og Sighv. Árna- son komu með breytingartill. um að hafa tollinn 5 a. á kaffi, 2 a. á sykri; 20 a. á tóbaki og 75 a. á 100 vindlum; en þær tillögur voru felldar ineð 4 atkv. móti 7 ; þessir 4 voru þrír hinir áðurnefndu og Á. Thorsteinsson. Lög afgreidd frá alþingi. IV. Lög um viðauka við lög 14. jan. 1876 um tilsjón með flutningum á þeim mönnum, er flytja úr landi í aðrar heims- álfur. 1. gr. Enginn útflutningsstjóri eður umboðsmaður útflutningsstjóra má taka við neinu innskriptargjaldi eða neinu fje undir nokkru öðru nafni sem borgun upp í væntanlegt fargjald eða meðalgöngu fyrir að útvega útförum far, nje heldur nokkurri skuldbindingu um gjald síðar í þessu skyni, nema hann jafnframt gefi útfaranum skriflegt Joforð uin flutning fyrir fastákveðið verð á tilteknum tíma Og frá tilteknum stað. Brotum gegn ákvæðum þessum hegnir landshöfðingi með úrskurði til sekta allt að 2000 kr. af upphæð þeirri, er útflutn- ingsstjóri hefur að veði lagt; útflutn- ingsleyfi má og af honum taka, ef tilefni þykir til. 2. gr. Nú tekur útflutningsstjóri eigi við útförum á þeim tíma og stað, er hann eða umboðsmenn hans hafa samið um eða auglýst, enda sje eigi lögmætum forföllum um að kenna, og getur þá út- fari hver kært útflutningsstjóra fyrir landshöfðingja, en hann ákveður bætur útförum til handa af veði því, er útflutn- ingsstjóri hefur sett, enda hafi útfarinn eigi vanhaldið sínar skuldbindingar. 3. Skip, sem flytja útfara af landi, mega hvergi hjer við land taka neinn farþegja um borð, sem ekki hefur útfar- arsamning áteiknaðan af lögreglustjóra eða umboðsmanni hans, áður en hann fer á skip, nema hann hafi vegabrjef frá lögreglustjóra umdæmisins eða umboðs- manni hans, þar sem hann fer á skip. Brotum gegn ákvæði þessu hegnir landshöfðingi með úrskurði til sekta allt ' að 400 kr. fyrir hvern þann mann, er skipstjóri tekur á skip sitt gegn þessu banni, og greiðist sektarfjeð af upphæð þeirri, er útflutningsstjóri hefur að veði lagt, Nú afhendir maður öðrum vega- brjef sitt, og varðar það jafnháum sekt- um, sem áður er talið. 4. gr. Állar sektir eptir lögum þess- um renna í landssjóð. TZeykjavík, 23. júlí 188b. Póstskipið Laura kom hingað í fyrra kveld og með því biskup Hallgrímur Sveins- son með frú sinni, dr. Yaltýr Guðmunds- son, sem ætlar að dvelja lijer um tíma, Jón Jónsson kaupmaður frá Borgarnesi og margir útlendingar, þar á meðal kaþólsk- ur prestur, Schreier að nafni, til að fá leigj- anda að Landakoti lijer í bænum. Gruðmundur Björnsson (frá Marðar- núpi), sem útskrifaðist aí latínuskólanum í liittið fyrra, hefur nú tekið undirbún- ingspróf (Kantusse) undir læknisfræði við háskólann í Höfn með ágætiseinkunn ; kvað enginn íslendingur liafa áður fengið jafn- góðan vitnisburð við það próf. Yerslunar frjettir frá Khöfn 12. þ. m. Á Spáni er seldur einn farmur af salt- fiski frá Faxaflóa, sem á að sendast frá íslandi í júli eða seinast 15. ágúst, fyrir 46 rikismörk (nál. 41 kr.) kominn á skip á Isl. Engin boð í farma, sem síðar koma. ! Saltfiskur sá, sem kom með Lauru, seld- ist 54 til 55 kr. skppd. stór vestfirskur, hnakkakýldur, en 50 kr. óhnakkakýldur. Smáfiskur var borgaður með 38, 40 til 41 kr. — Færeysku stór óhnakkakýldur jaktafiskur seldist 50 kr. og' stór versl- unarfiskur 4.71/? til kr. skppd. — Hákarlslýsi ljóst gufubrætt 31r>/8 kr., pott- brætt 31 kr.; dökkt hák.l. og þorskalýsi 261/, og 261/4 kr. 210 pd. — Sundmagar boðnir á 40 a. án þess að ganga út. Ædardúnn að lækka í verði; hefur selst á 131/, kr. Brauð veitt: Af konungi 6. þ. m. Breiðabólstaður í Fljótshlíð prestaskóla- kandídat Eggert Pálssyui eptir kosningu safnaðarins. Slys og manntjón. 20. þ. m. hvarf maður í Yestmannaeyjum, Árni að nafni, um nótt úr rúmi sinu og fannst daginn eptir drukknaður i sjó ná- lægt landi. Hann var kominn um sjötugt og hald- ið, að hann hafi drekkt sjer, því að fyrrum hafði

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.