Þjóðólfur - 27.08.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.08.1889, Blaðsíða 3
159 tilsk. 31. maí 1855 um eptirlaun. — 5. um skyldu embættismanna til að safna sjer ellistyrk eða útvega sjer lífeyri eptir 70 ára aldur. Þingsályktunartillagaima mun síðar verða getið í blaðinu. Stjórnarskrármálið. Þegar stjórnar- skrárfrumvarpið kom frá efri deild, tók nefndin í neðri deild það til íhugunar að nýju; eptir að nefndin hafði rætt mál- ið á tveim fundum, klofnaði hún alveg; einn nefndarmanna, Sigurður Stefánsson, vildi breyta frv. aptur nálega í sömu mynd eins og það var, er það fór frá neðri deild; vildi þannig eigi taka neitt tillit til breytinga þeirra, er efri deild hafði gjört á því, nema að mestu leyti að því, er snertir skipun efri deildar, og kom með sjer á parti breytingartillögur um þetta, án þess í áliti sínu að gjöra nokkra grein fyrir skoðun sinni á breyt- ingum efri deildar á frv. — Aptur a móti komu hinir í nefndinni (Eiríkur Briem, Jón Jónsson þm. N.-Múl., Jón Jónsson þm. N.-Þing., Páll Briem, Þorleifur Jóns- son og Þorvarður Kjorúlf) með ýtarlegt álit um breytingar þessar; telja þeir margar þeirra ekki óaðgengilegar, en hins vegar eigi umtalsmál að samþykkja frv. óbreytt; en með því að þá var eigi nema einn dagur eptir af þingtimanum; var enginn tími til, að frumv. gæti náð fram að ganga, ef því yrði breytt og það yrði aptur að ganga til efri deildar. Meiri hluti nefndarinnar áleit þvi til- gangslaust, að koma fram með ákveðnar breytingartillögur, en kom hins vegar með svohlj. þingsályktunartill. „Neðri deild alþingis skorar á ráðgjafa Islands, að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga um hin sjerstak- legu málefni íslands, er veiti Islandi inn- lenda stjórn í hinum sjerstaklegu mál- efnum þess með fullri ábyrgð fyrir al- þingi og þar sem tekið verði svo mikið tillit til vilja þingsins og þjóðarinnar, sem framast má verða“. Laugardaginn 24. þ. m. kl. 5 e. h. átti að halda fund i neðri deild til að ákveða, hvernig ræða skyldi tillögu þessa, en sá fundur gat eigi orðið lögmætur, þvi að þessir 9 þingmenn mættu ekki: Grímur Thomsen, Gunnar Halldórsson, Jón Þór- arinsson, Ólafur Pálsson, Páll Ólafsson, Sigurður Stefánsson, Sveinn Eiríksson, Þór. Böðvarsson og Þorvaldur Bjarnar- son. Höfðu að minnsta kosti sumir þeirra auðsjáanlega gert samtök um, að mæta eigi og þannig koma í veg fyrir, að tillagan næði fram að ganga. Sig- urður Stefánsson kom inn í þinghúsið i fundarbyrjun og Ólafur Pálsson var á gangi fyrir utan þinghúsið, án þess að hann fengist á fundinn og Grímur var einnig á gangi þar nálægt. I efri deild kom stjórnarskrárnefndin með sams konar tillögu, en hún var tek- in aptur 26. þ. m.; þótti þýðingarlítil, þeg- ar svona fór um tillöguna í neðri deild. Tfirskoðunarmann landsreíkninganna kaus neðri deild 23. þ. m.: yfirrjettarmál- færslumann, alþm. Pál Briem. Gæslustjóra Söfnunarsjóðsins kaus neðri deild 23. þ. m.: skólakennara Björn Jensson. Varaforseti neðri deildar kosinn 24. þ. m.: Eiríkur Briem í stað Ólafs Briems, sem eigi getur gegnt því starfi milli þinga, þar sem hann eigi er búsettur í Rvík eða þar í grenndinni. Fjárlagafrnmvarpið var samþykkt í neðri deild, eins og það kom frá efri deild (sbr. síðasta bl.) Reykjavík, 27. ágúst 1889. Póstskipið Laura kom hingað í gær frá Khöfn og með því sjera Jón Bjarna- son með konu sinni. frá Winnipeg, frú 144 einu einasta orði, sem sagt var, livað þá heldur öðru; þarna hafði hann staðið og sagt mönnum sínum fyrir, hvað þeir skyldu gera, með svo fáum orðum, sem unnt var, en svarað að eins með eins atkvæðis orðum hinum mörgu spurningum, sem beint var að honum. Hann var sjer fullkomlega meðvitandi, hve mikils hann mátti sín, og þau smjaðuryrði, sem fram komu um auð hans, en ekki um manninn sjálfan, komu inn hjá honum fyr- irlitningu fyrir jafningjum sínum. „Jeg er fullkomlega eins góður og þjer“, sagði hann einu sinni við hertog- ann í Montmorenoy, „ef þjer eruð hinn fremsti kristni barón, þá er jeg hinn fremsti barón meðal Gyðinga“. Þótt hann væri vanur að sjá við borð sitt prinsa, ráð- gjafa og annað stórmenni, fannst honum ekki mikið til um suma þess konar menn og mat lítils nafnbætur og metorð. Einu sinni heimsótti liann hrokafullur prins einn þýskur; var Natan þá svo sokkinn niður í skript- ir við skrifborðið sitt, að hann svaraði prinsinum ekki 'iieð öðru, en bað hann að fá sjer sæti og lijelt áfram að skrifa. Prinsinn, sem ekki var vanur þvílíkum við- tökum, sagði: „Vitið þjer, liver jeg er?4*,— „Já, mjer var sagt það í þessu augnabliki; jeg skal bráðum sinna yður, gerið þjer svo vel, að fá yður stól. — „Jeg er prins X!“ — „Gott og vel, fáið þjer yður þá tvo“. Þrátt fyrir öll auðæfin var Natan ekki hamingju- 141 banki sá ofsjónum yfir þessu gæfunnar barni, sem hafði eins mikið orð á sjer í peningamálum, eins og bankinn sjálfur, og bankinn mátti vara sig á. Það er til saga, sem sýnir þetta ljóslega ; að vísu efast sumir um, að hún sje sönn, en aptur aðrir, sem kunnugir eru, telja áreiðanlega sanna. Natan ætlaði einu sinni að selja bankanum víxil, sem bróðir hans í Frankfurt hafði sent honum, en bankastjórnin neitaði að kaupa víxilinn og kvaðst eigi kaupa víxla frá privatmönnum. — „Privat- mönnum“, sagði Natan, „gott og vel, þá skal jeg sýna, hvaða privatmenn við erum“. Þrem vikum seinna kom Natan eiun morgun þegar bankinn var opnaður, tók 5 punda (90 kr.) seðil upp úr kampungi sínum og heimt- aði gull fyrir hann, — bankinn er skyldugur, að inn- leysa seðla sína með gulli. — Gjaldkerinn, sem þekkti Natan, varð öldungis liissa á því, að hann skyldi vera að gera sjer ómak til svo lítils og fjekk honum 5 gull- peninga. Hann skoðaði þá vandlega hvern fyrir sig, og Ijet þá síðan í dálítiun poka; tók því næst úr kampungi sínum annan seðil, þriðja, fjórða, tíunda, tuttugasta o. s. frv., skoðaði vandlega gullpeningana jafnóðum og hann tók við þeim ; þegar liann hafði tæmt kampung- inn og fyllt pokann með gulli, tók einn þjónn hans við þeim og fjekk lionum annan kampung fullan af seðlum og tóman poka; þannig hjelt liann áfram, þangað til

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.