Þjóðólfur - 27.08.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.08.1889, Blaðsíða 4
160 Herdís Benediktsen, Knudsen kaupmaður og nokkurir Englendingar. — Laura fer í dag til Yesturlandsins og með henni þingmennirnir að vestan, sjera Jakob Guðmundsson, sjera Sigurður Jensson, Gunnar Halldórsson og sjera Sigurður Stefánsson; svo og læknir Þorvaldur Jónsson, cand. Björn Blöndal o. fl. Yerslunarfrjettir frá Khöfn 13. ágúst. Saltfiskur frá Faxaflóa seldur til Spánar á 50—46 ríkismörk skppd. kominn á skip á íslandi; smáfiskur á 48 kr. til 46 kr. — í Höfn seldur stór óhnakkakýidur salt- fiskur á 48 til 50 kr., smáfiskur 42 til 45 kr., ýsa 36—37 kr., löngur 44—45 kr.—- Hvít ull sunnlensk 68-—70 a. pd., norð- lensk 70—75 a., mislit 60 a., svört 65 a. haustull 58 a. Lysi 31 kr. pottbrætt Ijóst og 3G/2 -32 kr. Ijóst gufubrætt, dökkt 24—28 kr. eptir gæðum. Harðfiskur 75 kr. Sundmagar ganga alls ekki út. Lambskinn 100 að tölu á 50 kr. Kindakjöt 38 kr. tunnan (224 pd.). Oœr- ur 5 kr. vöndullinn (2 gærur). Tólg 26 a. pd. Æðardúnn 13 kr. pd. Ný lög. Þessi lög frá þinginu í sumar eru staðfest af konungi: 1. Lög um bann gegn eptirstæling pen- inga og peningaseðla 0. fl. 2. Lög um bann gegn botnvörpuveiðum. 3. Lög um viðauka viðlög9.jan. 1880 um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á íslandi 4. maí 1872. Þessi þrjú lög eru prentuð orðrjett í 33. tbl. Þjóðólfs þ. á. 4. Lög um aðflutningsgjald af kaffi og sykri. 5. Lög um breyting á lögum II. febr. 1876 um aðflutningsgjald af tóbaki. Þessara tveggja síðastnefndu laga er getið í 36. tbl. þ. á. Yfirdóiiiaraembiettið veitt landritara Jóni Jenssyni. Embættisprófi við prestaskólann luku 23. þ. m. þessir níu: Eink. stig. Guðmundur Guðmundsson . I 47 Guðmundur Helgason . . . . I 47 Jón Finnsson . I 47 Kjartan Helgason .... . I 47 Magnús Blöndal Jónsson . . . I 45 Ólafur Helgason . I 45 Ólafur Sæmundsson .... . II 37 Benedikt Eyjólfsson . . . . II 27 Einar Thorlacius . II 27 Auglýsingar. 1 samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setuing, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun út i hönd. Bókbandsverkstofa, Thorvardson & Jen- sen, Bankastræti 12 (húsi Jóns Olafss. alþm.). 225 Almanak 1‘jóðviuafjelagsins um árið 1890 með 20 myndum fæst hjá Sigurði Kristjánssyni í Rvík. Yerð 50 a. 310 Samkvæmt nákvæmri rannsókn eru engin skaðleg efni í Brama-lífs-elexír þeirra Mansfeld-JBiillner & Lassens; í hon- um eru að eins þau efni, sem styrkja og fjörga. Hann er því mjög ágætt maga- styrkjandi meðal, sem skilyrðislaust má ráða hverjum manni til að nota. Berlin. Dr. Hess, lyfsölumaður í 1. flokki og eiðsvarinn efnafræðingur. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elixir eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan- um. Mansféld-Búllner & Lassen, sem einir búa til hinn verölaunaöa Brama-lífs-elixir. Kaupmannahöfn. Yinnustofa: filörregade No. 6. 318 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: i Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar. 142 bankanum var lokað. Á 7 stundum hafði hann fengið skipt 21,000 pd. sterling. En á sama tíma höfðu 9 af þjónum hans farið eins að í öllum útborgunarstöðum hankans, svo að enginn annar, sem erindi átti í bank- ann, komst að, og allir voru öldungis hissa á þessu. Þennan eina dag hafði hann fengið 210,000 pd. sterling af varasjóði bankans. í kaupmannahöllinni hlógu menn að þessu tiltæki Natans, og stjórnendur bankans hæddu hann fyrir þessa árangurslausu tilraun til að koma stærsta banka heims- ins í vandræði. En þegar allt fór á sömu leið daginn eptir, að Natan og þjónar hans 9 komu, þegar bankinn var opnaður, og voru allan daginn að skipta seðlum fyrir gull, fór bankastjórninni ekki að lítast á hlikuna, og henni varð reglulega bilt við, er hún heyrði Natan segja við einn af vinum sínum: „Þessir góðu herrar hjer í bankanum viija ekki hafa víxla frá mjer, og þá vil jeg ekki heldur hafa pappírsseðla þeirra. Þegar jeg í tvo mánuði hef staðið hjer með menn mína, þá heí jeg líklega fengið skipt þeim seðlum, sem jeg á“. Tveir mánuðir! Til þess þyrfti bankinn að hafa 11 miljónir pd. sterl. í gulli, enginn annar kæmist að í bankanum allan þann tíma, og þetta gat orðið til þess, að hinir ótal mörgu viðskiptamenn bankans misstu að minnsta kosti í bráð traust á bankanum. Bankastjórnin þorði 143 því ekki annað en láta Natan vita daginn eptir, að bankinn keypti víxla frá honum og þar með var þessu lokið. Árið 1806 gekk Natan að eiga dóttur Cohens nokk- urs, sem var stórauðugur Gyðingur í Lundúnaborg. Ó- vinir Natans komu Cohen þessnm til að grennslast ept- ir því hjá honum, hvernig efnahagur hans eiginlega væri. Natan brást snúðuglega við og þverneitaði að svara því; en kvaðst að eins segja það, að hann væri nógu ríkur, þótt hann ætti að eiga allar dætur Cohens, hverja eptir aðra, svo að Cohen fór ekki lengra út í þá sálma, enda sýndi það sig seinna, að hann þurfti eigi að kvarta yfir efnaleysi tengdasonar síns. Natan var að vísu í miklu áliti, en eigi að síður stóð mjög mörgum stuggur af honum; hann fældi menn frá sjer með ruddaskap og tortryggni, sem hann sýndi öllum, jafnvel umhoðsmönnum sínum og miðlurum, sem hann skipti við. En samt sem áður dáðust allir, sem hanu þekktu, að hinum frábæru hæfilegleikum hans í öllum peningamálum. Menn sýna enn þá með nokkurs konar lotningu í kaupmannahöllinni súlu þá, sem hann var vanur að standa upp við með höfuðið niður á milli herðanna og hendurnar niður í hinum stóru buxnavös- um, alveg eins og honum stæði á sama um allt, sem þar fór fram, en í raun og veru án þess að missa af

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.