Þjóðólfur - 27.08.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.08.1889, Blaðsíða 1
Kemnr út á föstudags- morgua. VerÖ árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Boiviet fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR Dppsögn skrifleg, bund- in^yiö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reykjayík þriðjudaginn 27. ágúst 1889. Nr. 40. Útlendar frjettir Hnfn, 13. ág. 1889. Vilhjálmur TÍðfðrli. Þýskalandskeis- ari var í Noregsferð sinni, þangað til um síðustu mánaðamót. Hann fór sjer hægt á gufuskipi sínu „Hohenzollern" fram með ströndinni, dró þorsk, reri upp á víkur Og voga, klifraði upp fjallshlíðar, gaf 1000 kr. til dómkirkjunnar í Þránd- heimi og var loks svo óheppinn, þegar hann kom til Nordkap, að hann komst þar ekki á land fyrir sjógangi. Þegar hann kom heim, sendi hann Óskar kon- ungi brjef og lofaði mjög náttúrufegurð Noregs. Norðmenn urðu þessu guðs- fegnir, því þeir vita, að eptir þessi um- mæli flykkjast Þjóðverjar til Noregs. — Keisari stóð ekkert við á Þýskalandi, en lagði af stað til Englandsmeð brynskipa- flota og hitti Yiktoríu drottningu á eynni "Wight. Lá þar fyrir mikill floti, hinn friðasti, sem nokkru sinni hefur á sjó komið, um 118 stórskip. Keisari lofaði flotann í ræðu sinni, og prinsinn afWa- les lofaði aptur Þýskalandsher. Síðan var hersýning á landi. Flotaforingjar Englendinga og Þjóðverja hjeldu hvorir öðrum veislur, en þrátt fyrir allt þetta bróðerni hafa Englendingar þó ekki geng- ið í neitt samband við Þjóðverja. Vil- hjálmur kvaddi síðan ömmu sína og gerði hana að foringja yfir prússneskri her- sveit, en hun gaf honum admirals nafn- bót. Keisari flýtti sjer nú til Berlínar að taka á móti Austurríkiskeisara, sem kom þangað í gær. Þaðan ætlar hann til Bayreuth að heyra tónleika Wagners og síðan ætlar hann til Hannóver, Grrikk- lands og víðar. Meðan keisari er í þessu slangri, hefur Bismarck setið upp í sveit í hallargarði sínum Varzin og stýrt þaðan deilunni við Sviss. Brjefaskriptum milli hans og Svissastjórnar heldur áfram, og hann hefur sagt upp samningum þeim viðvíkj- andi þýskum mönnum búsettum í Sviss, sem verið hafa milli landanna. Svissar vilja ekki þoka, en þýsk blöð hóta, að skipta Sviss eptir mállýskum milli Þýska- lands, ítaliu og Frakklands. Þeim verð- ur samt varla kápan úr því klæðinu. Á Þýskalandi hefur komið út bók um nýlendur Þjóðverja, og er þar farið fram á, að þeir skuli hafa sjerstaka nýlendu- stjórn og sjerstakt nýlendulið. Bismarck hefur ritað höfundinum, að hann væri honum samdóma. Þjóðverjar eruaðberj- ast í Austur-Afríku, en þar sjer ekki högg á vatni, þó þeir vinni allt af sig- ur, og þeir haldast að eins við á blá- ströndinni. Boulanger í öngum sínum. í lok júlímánaðar voru kosningar til hrepps- nefnda um allt Frakkland. Boulanger bauð sig fram á eitthvað 100 stöðum, en var ekki valinn nema á 12. Þótti hann hafa farið sneypuför ogfjandmenn hans ætluðu nú að sálga honum að fullu og öllu. Ákæran gegn honum var birt í blöðunum. Hún var á þá leið, að hann hefði stofnað samsæri gegn þjóðveldinu, og var raktur lífsferill hans síðan 1882, til að sýna það; í öðru lagi hefði hann dregið undir sig fje ríkisins, meðan hann var ráðgjafi. Eitt af blöðum Boulangers komst yfir nokkuð af vitnaleiðslu þeirri, sem ákæran var byggð á, og var hún mögur. Ritstjórinn var settur í fang- elsi. Boulanger og fjelögum hans, Dil- lon og Rochefort, var nú stefnt og stefn- an lesin upp fyrir húsdyrum þeirra í París og negld á dyrastafinn, en þeir eru í Lundúnum, og sendi Boulanger þaðan opið brjef, sem var 7 dálkar prent- aðir í frönskum blöðum, „til hinnar frönsku þjóðar, míns eina dómara“. I því hrekur hann kæruna. Káðherra- } deildin skipaði sig sem dómnefnd 8. a- | gúst og var þá byrjað að lesa upp kær- una. Þar er enginn málsverjandi af hendi Boulangers og hafa því ráðherrar af hægrimanna flokki gengið úr skapt- inu. Búist við, að dómur verði upp kveð- inn um 20. ágiist. Lík af tveim ágætismönnum Frakka á stjórnarbyltingartímanum, sem voru grafnir á Þýskalandi, Oarnot og Latour D’Auvergne, hafa verið flutt heim og á- samt Marceau sett í Pantheons-musteri í Paris; Hoche átti að setja þar líka, en ættingjar hans vildu það ekki. Sýningin í Paris stendur með mesta | blóma, og eru hátíðahöld á hverjum degi þar, einkum síðan Persakonungur kom til Parísar. Ekki hefur hann þorað upp á Eiffelturninn, en verið að skeggræða við konung frá Afríku, sem hann hitti þar í París. Persakonungur skrifar upp á hverj- um degi, livað fyrir liann ber, og hefur nú lofað frönsku blaði, að senda því dag- bók sína til prentunar. Georg Grikkja- konungur er sá eini Evrópu stjórnandi, sem hefur komið á sýninguna. Til að sýna, hvað blöðin leyfa sjer í París, skal jeg geta þess, að daginn áður en Const- ans innanríkisráðgjafi heimsótti Georg, þá aðvaraði Rochefort Grikkjakonun^ í blaði sínu, að láta ekki Constans stela neinu, úri, peningum o. s. frv. Blöð Boulangers liafa nefnilega komist að því, að hann hefur þegið mútur og þvíumlíkt í Tonkin. Ný háskólabygging hefur verið vígð í í París og voru þar viðstaddir stúdentar frá öllum Evrópulöndum, nema Þýska- landi. Rússneskur herforingi liefur riðið til Par- ísar og hafði ekki tvo hesta til skiptanna; hann var mánuð á leiðinni. Tveir menn frá Vín fóru þangað gangandi með farang- ur sinn á hjóibörum. Eugland. Parnell hefur verið gerður að heiðursborgara í Edinburgh. Hann er hættur ailri vörn fyrir dómsnefndinni, því honum þykir hún hlutdræg. Dómsnefnd- in hefur frestað fundum til 24. október. Tvö brúðkaup hafa staðið þar í landi, Gladstone hefur lialdið gullbrúðkaup sitt, og Louise, elsta dóttir prinsins af Wales, hefur gipst jarlinum af Fife, skoskum að- alsmanni. Nú er komið nýtt hljóð í strokkinn með stríð. Salisbury sagði í ræðu, að því fylgdu j slíkar skelfingar og hörmungar, að eng- inn stjórnandi þyrði að taka þá ábyrgð á sig, að steypa sinni þióð í það. Hið nýja í púður, sem er reyk- og smell-laust, veld- ur því líka, að óp hinna særðu heyrast ! og allar hörmungarnar sjást, svo stríðið verður hryllilegt. Á eyimi Krít er uppreisn, sem er að aukast; Grikkir liafa sent stórveldunum brjef á þá leið, að verið geti, að hin gríska þjóð neyði stjórnina til að hjálpa eyjar- skeggjum. Rússar eru samhentir þeim, en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.