Þjóðólfur - 13.09.1889, Síða 1

Þjóðólfur - 13.09.1889, Síða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bund- in'viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október Rcyk,jayík Uístiidaginn 13. sept. 1889. XLI. árg, Sjóðstofnanir. Jeg hef áður í Þjóðólíi minnst á „dreng- inn og krónurnar", og þá bent stutt- lega á bústofnsdeild og ellistyrksdeild Söfnunarsjóðsins; jeg lofaði þá að tala frekara seinna um sjóð þennan, sem get- ur gjört landsmönnum meira gagn en almenningur hefur hugmynd um, ef menn að eins nota hann, því að hann er verk- færi i höndum manna til fjársöfnunar og fjevaxta eða fjárþroskunar, efjeg niá svo að orði komast; en fjeð eða auður- inn er afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Hver mundi eigi verða glaður, ef hann ætti t. d. nm 100,000 kr., eða ef sveitar- fjelag hans ætti þá upphæð í sjóði? Það segir margur og hugsar: „Efjeg ætti einar 100,000 kr., þá skyldi jeg láta sjá, hvort t. d. mýrin hjerna yrði ekki brúuð, eða þúfurnar sljettaðar í túninu hjá mjer; þá skyldi jeg sýna, hvort ár- sprænan sú arna yrði mönnum að far- artálma o. s. frv. Ef sveitarfjelag mitt ætti í sjóði 100,000 kr., er svo sem hálf- um vöxtum þeirra væri varið til ein- hvers þarflegs í sveitarfjelaginu, þá skyld- um við sjá, hvort sveitarþyngslin væru eins mikiþ eða þá mundu menn síður finna til sveitarþyngslanna, en nú er“. En viti menn, það er ekkert kraptaverk, að safna þvílíkum sjóði. Það geta menn, reyndar ekki í flýti eða á stuttum tíma, heldur með tímanum, með því að stofna sjóðinn með einhverri fjárupphæð, þó ekki væri nema með nokkrum krónum, og leggja þær í aðaldeild Söfnunarsjóðs- ins, með þeim skilmálum, að jafnan skuli eitthvað af vöxtunum leggjast við höf- uðstólinn. „ Aðaldeild Söfnunarsjóðsins tekur á móti fje með þeim skilmálum, að höfuðstóll- inn verði aldrei útborgaður, heldur geti að eins skipt um vaxtaeigendur, sam- kvæmt því, sem upphaflega er ákveðið, sem og að árlega megi leggja eitthvað af vöxtunum við höfuðstólinn“. (Lög um Söfnunarsjóð íslands 10. febr. 1888). Am aðaldeildina segir Eiríkur Briem: „Aðaldeildin er yfir höfuð ætluð fyrir fje, sem ákveðið er til einhverra almennra nota, þar sem á að varðveita höfuðstól- inn, en að eins verja vöxtunum árlega að meiru eða minna leyti, svo sem er I um ýmis konar samskotasjóði, sjóði ýmsra fjelaga o. fl. . . . Svo er ákveðið, að ein- hverju af vöxtunum af fje því, sem lagt ! er í aðaldeild Söfnunarsjóðsins, skuli ár- i lega bæta við höfuðstólinn. . . . Þegar við fjeð er bætt árlega nokkru af vöxt- | unum, þá margfaldast það með tíman- um og þar með gagnið, sem að því má I verða, en þetta margfalda gagn kemur j fyrst fram síðar og getur þá hlotnast ' öðrum en þeim, sem hið margfalt minna | gagn áður mundi hafa hlotnast, ef fjenu | hefði í byrjuninni verið eytt. ... Jeg tek til dæmis, ef menn vildu safna í , fastan sveitarsjóð svo sem 30 aurum ár- lega fyrir hvert heimili í sveitinni, þá væri slikt það lítilræði, sem engan mun- aði um og enginn mundi finna til; en væru þannig í einni sveit 20 kr. árlega lagðar í Söfnunarsjóðinn með þeim skil- málum, að sveitin skyldi fá hálfa vext- ina útborgaða árlega, úr því þeir næmu 10 kr., þá mundi safnið eptir rúm 30 ár fara að verða stöðugur sívaxandi tekju- stofn fyrir sveitina, og 200 árum þar á eptir mundi það, með 4°/0 vöxtum vera orðið yfir 100,000 kr., þrátt fyrir það, að fje það, sem sveitin þá mundi vera bú- in að fá, einnig myndi samtals vera orð- ið yfir 100,000 kr.“ (Andvari 1888, bls. 131—135). Þessi orð Eiriks Briems eru þess verð að menn láti þau eigi sem vind um eyr- un þjóta, heldur íhugi þau og hugleiði vandlega, láti þau vera sjer hvöt til að stofna sjóði í einhverjum þarflegum til- gangi til eflingar atvinnuvegum, mennt- unar eða annars í þarfir alls landsins eða einstakra hjeraða. ísfirðingar hafa riðið á vaðið og hugs- að fyrir framtíð bæjarfjelags síns með því, að ákveða að leggja fjárupphæð (100 kr.) í Söfnunarsjóðinn til að láta fje þetta standa þar á vöxtum um langan tíma og verja siðan nokkru af vöxtunum i þarfir bæjarfjelagsins. Það er vonandi, fyrst nií er gott árferði til lands og sjávar, að þeir verði ekki einir forsjálir, heldur komi og aðrar sveitir með sinn skerf, á hvern hátt, sem þær vilja gera það. Nr. 44. Slíkt geta bæði einstakir menn og fje- lög, því að það er eigi um að gera, að fjárframlög til þvilíks sjeu stór, þó að það sje auðvitað best, heldur er yfir höf- uð mest um vert, að eitthvað sje lagt fyrir í þessum tilgangi og jafnan lagt eitthvað af vöxtunum við höfuðstólinn, sem þá fer sívaxandi. Fjárframlögin þyrftu ekki að vera svo mikil, að nokk- urn verulega munaði um þau, eða nokk- ur fyndi eiginlega til þeirra, og þyrfti alls eigi að draga úr annari framfara- viðleitni eða framkvæmdum manna í bún- aði eða öðru. Þótt einn ómagi bætist við á einhverja sveit, er það eigi til- finnanlegt fyrir sveitarfjelagið. Á sama hátt er eigi hægt að segja, að það væri tilfinnanlegt, þótt sveitarsjóður hverrar sveitar stofnaði sjóð með því, að leggja til þess eitt ómagaframfæri, sem lagt væri í Söfnunarsjóðinn, og bæta síðan við árlega, þótt ekki væri nema helm- ingi eða fjórða part úr ómagaframfæri, auk nokkurs af vöxtunum. Ef menn stofnuðu þannig sjóði, sem væru eign sveitarsjóðanna, mundu með tímanum vextir þeirra miklu meir en nægjatilað allra útgjalda sveitarsjóðanna, sem nú eru sumstaðar lítt þolandi, og þannig hafa menn í hendi sjer ráð til að ljetta þessum vandræðum af eptirkomendun- um, ef menn eru eigi svo þröngsýnir, að hugsa að eins um nútímann, hafa nógan mannkærleika til hinna komandi kynslóða og manndáð til að gera eitt- hvað fyrir þær. Hin núlifandi kynslóð hefur að vísu lítinn peningalegan hagn- | að af þessu, en hún hefur heldur eigi skaða af því, og hvatamenn, forsprakk- ar og stofnendur þvílíkra sjóða gera nafn sitt ógleymanlegt og ódauðlegt meðal eptirkomandi kynslóða. s. Kcnnslubók í flatamálsfræði handa alþýðuskólum. Eptir Halldór Briem. Rvík 1889. — Áður en bók þessi kom út, var svo sem ekkert til á íslensku í þess- ari fræðigrein, nema á nokkrum blaðsíð- um í reikningsbók Eiríks Briems, sem að vísu er svo gott, sem það getur ver- ið í jafnstuttu máli, en nær allt of skammt.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.